Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Blaðsíða 10
I 10 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 Fréttir DV Hann eraldrei að blekkja neinn. Hjartahlýr og hress. Stendur við það sem hann segir, sama hvað gengur á. Vinur vina sinna. Hann er einstaklega orðljótur og segir stundum ofmikið. „Hann ermjög tilfinningaríkur. Kemur til dyranna eins og hann erklæddur. Segirþað sem honum býrí brjósti. Hanneraldreiað blekkja neinn, segir það sem honum finnst, hvortsem það kemur honum eða öðrumveleða illa.“ Sigurður G. Tómasson starfsfélagi. „Ingvi Hrafn er góður maður. Einn besti stóri bróðir sem hægt erað eiga. Hjartahlýrog hress. Leiðinlegt hvaö hann er orðljótur. Sem ég skil ekki hvernig kemur til. Okkur varkenntaf foreldrum okkarað blótsyrði væru skorturá orðaforða. Það var aldrei blótað á okkar heimili." Óli Tynes bróöir. „Ingvi er hress og með skemmtilegri mönnum. Hann er hugmyndaríkur maður með afbrigðum, afar fær að greina dægurmál og fljótur að koma þeim á framfæri, stundum of fljótur. Hann er hrókuralls fagnaðar hvar sem hann kemurog vinsæll í hópi vina og kunningja. Hann ermeð eindæmum óstýr/látur og liggur hvergi á skoðunum sínum. Hans helsti ókostur erað vera orðljótur. Lofi ingvi einhverju, stendurþað, sama hvað gengur á. Hanner mikill fjölskyidumaðurog vinur vina sinna." Orri Vigfússon vinur. Ingvi Hrafn Jónsson er sonurJóns Sigtryggssonar og Jórunnar Tynes. Hann er . stúdent frá MR og lauk prófi í fjölmiölafræði frá Háskólanum i Wisconsin. Hann var blaöamaður á MorgunblaÖinu í mörg ár, þingfréttaritari á RÚV og svo fréttastjóri. Á tímabili varhann laxveiöibóndi og stundaði fjölmiölaráögjöf. VarÖ svo fréttastjóri á Stöö 2. Hans helstu áhugamál eru pólitlk, golfog laxveiði. Undanfarin ár hefur Ingvi stjórnaö þættinum Hrafnaþing, fyrst I útvarpi og svo núna á NFS. Ingvi á fimm systkini. Höröur G. Ólafsson „Þetta virðist orðið eitthvað mjög vafasamt mál,‘ segir höfundur lagsins 100%. Fyrirtækið BaseCamp hefur enn ekki gert upp við þá lagahöfunda sem komust í úrslit í söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagahöfundurinn Hörður G. Ólafs- son segir ekkert hafa gengið að ná í Gauja litla sem annast hafi fjármálin hjá BaseCamp. Gauji segir að allir fái greitt fyrir páska. Tafir hafi orðið á greiðslum vegna breytinga hjá fyrirtækinu. Eurovision- höfundar drepnir á greiðslum Lagahöfundar í söngvakeppni Sjónvarpsins eru í vandræðum með að gera upp við flytjendur laga sinna því umsamin greiðsla fyrir þátttökuna hefur enn ekki borist. „BaseCamp, sem er verktaki hjá Sjónvarpinu, er ekki að standa sig varðandi greiðslur," segir söngkon- an Rúna Stefánsdóttir sem enn hefur ekki fengið greitt að fullu fyrir þátt- töku sína í Eurovision-söngvakeppni Sjónvarpsins. Rúna söng lag Harðar G. Ólafs- sonar, 100%, og komst það í sjálfa úr- slitakeppnina sem fram fór 18. febrú- ar. Nú, tæpum tveimur mánuðuðum síðar, hefur Hörður enn ekki fengið greitt fyrir þann hluta keppninnar. Höfundar borga listamönnum Fyrirtækið BaseCamp annað- ist framkvæmd söngvakeppninn- ar samkvæmt samningi við Ríkis- jónvarpið. Sagt var að kostnaðurinn væri á bilinu 60 til 80 millj- ónir króna. BaseCamp greiðir síðan laga- höfundum sem greiða svo flytjendum lagsins fyrir þeirra framlag. Hörður G. Ólafs- son segir að samið hafi verið við laga- höfundana að þeir fengju fasta greiðslu og gerðu svo sjálf- Gauji litli Uppstokkun hjá BaseCamp hefur leitt til tafa á uppgjöri við lagahöfunda i Eurovision, segir Gauji litli Silvía Nótt Tilhamingju Island eftir Þorvald Bjarnason keppir fyrir Island i Grikklandi. ir upp við listamenn- ina. Greiða átti sérstaklega fyrir for- keppnina og svo aukalega ef menn náðu lagi inn í úrslitin. Mjög ískyggilegt „Fyrri hlutann gekk treglega að fá og seinni hlutann höfum við ekki fengið enn," segir Hörður. Samkvæmt heimildum DV átti hver lagahöfundur að fá 350 þúsund fyrir forkeppnina og 150 þús- und krónur til viðbótar kæm- ist lagið í aðalkeppnina. Það er þessi seinni greiðsla sem ekki hefur borist. „Ég næ ekki í neinn á skrifstof- unni og get ekki gert upp við mitt fólk. Þétta virðist orðið eitthvað mjög vafasamt mál. Það er alla vega mjög ískyggilegt ef menn vilja ekki láta ná í sig," segir Hörður. Gjaldkerinn fórannað Bæði benda Rúna og Hörður á Guðjón Sigmundsson, eða Gauja litla, sem starfs- mann BaseCamp sem annast hafi átt Ævar Örn Jósepsson meö Spurningakeppni fjölmiðlanna í vinnslu Kitlar að vita þegar keppendur „Nei, hlustendur munu ekki fara á mis við hljóðin í blessuðum fuglunum," segir Ævar Örn Jóseps- son rithöfundur. Hann stjórnar nú í þriðja skipti Spurningakeppni fjölmiðlanna á RÚV sem einmitt er verið að vinna þessa dagana. Fulltrúar helstu fjöl- miðla landsins eru dregnir upp í Efstaleiti og keppa þá sín á milli. Þættirnir verða með sama sniði og verið hefur. Sú kenning ér uppi að vinsældir þessa útvarpsefnis, sem hefur verið á dagskrá Rásar 2 svo lengi sem elstu menn muna, byggist ekki síst á því að hlustendur hafa gaman af því að heyra blaðamenn góða með sig flaska á almennum spurning- um. Ævar telur nokkuð til í því. „Svo eru landsmenn upp til hópa forfallnir spurningafíklar. Eru alltaf að keppa við þá sem eru að keppa. Og hjá okkur sem heima sitjum þarf ekki nema að vita eitt svar sem keppendur klikka á til að sannfæra okkur um að þetta eru afglapar að kepþa. Skiptir þá engu hvort menn hafa ekki svör við neinni annari spurningu," segir Ævar. Hann þarf að semja, með aukaspurningum komi upp bráða- bani, um 300 spurningar fyrir þessa keppni. Ævar Örn segir allt um keppnina svívirðilega illa skráð, ekki vitað hversu oft hún hefur verið haldin né hverjir hafa unn- ið. „Það segir sitt um keppnina. Menn taka þessu hæfilega al- varlega." Ævar Örn er nú að fást við ritun næsta krimma sem hann hyggst stenda frá sér fyrir næstu jól en Blóðberg kom út í desember við góðan orðstír. Þá fæst Ævar við þýðingar og morðgátusmíð ásamt Davíð Þór Jónssyni en reglu- lega eru haldin Morðgátu- kvöld á Hótel Búðum. „Ég vasast í ýmsu. Eins og tilheyr- ir ef maður ætlar að vera rit- höfundur á íslandi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.