Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRlL 2006 Fréttir DV Laxveiði á uppboði Veiðimaður einn spar- aði sér 145 þúsund krónur með því að kaupa veiðileyfi í Laxá á Ásum á uppboði sem fram fór um helgina á vefnum agn.is. Keypti mað- urinn stangirnar tvær sem eru í Laxá fyrir 175 þúsund krónur. Verður hann við veiðarnar eftir hádegi 1. júlí og fyrir hádegi 2. júlí. Með í verðinu fylgir veiðihús. Venjulegt verð fyrir slíkan pakka mun vera 320 þús- und krónur, eða 160 þús- und fyrir eins dags veiði á hvora stöng. Öfgar i fermingastússi r'íwK Úlfar Eysteinsson matreiðslumaöur. „Veislurnar eru orðnar svo mannmargar þar sem foreldrarnir eru oft búnir að skilja og þá bætast við fjölskyldur nýju makanna. Veislur sem voru áður 30 til 50 manna eru núna hátt I hundrað manha veislur. Annars finnst mérgaman að fólk hittist og fjölskýldan sameinist þvi allir eru fastir við tölvuna og fólk er llka hsett að tala I síma. Það finnst mér það jákvæða við veislurnarþrátt fyrir að að það kosti aðeins meira. Ég hélt reyndar fermingaveisluna fyrir dótturdóttur mína og þarsló plokkfiskurinn I gegn." Hann segir/Hún segir „Ég hefverið að reyna að fylgjast með fermingarundir- búningi fjölskyldunnar frá ári til árs og mér finnstþetta vera aðminnka. Fólk gerir sér grein fyrir að það er hægt að eiga góðan, skemmtilegan og innihaldsríkan dag þó að hlutirnir séu lágstemrhdir. Partur af fermingargleðinni er að hitta ættingja sem barnið sérsjaldan og barnið upplifir þennan dag mjög hátíðlegan, IHáteigskirju höfum við meðvitað fjallað um það I okkar fræðslu að benda börnunum á að bera sig ekki saman við hina hvað gjafirnar varðar heldur vera þakklát fyrirþað sem þau fá." Freyr Njarðarson, sonur rithöfundarins Njarðar P. Njarðvík, var handtekinn í Leifs- stöð á sunnudaginn eftir að fíkniefni fundust innvortis á honum við komuna til lands- ins. Tollgæslan fann heróín og kókaín innvortis í Frey en það mun vera í fyrsta sinn sem lagt er hald á heróín á Keflavíkurflugvelli. Sonur metsðltthðfundar tekinn með heróin og kókaín Njofðut H Njarðvik og Freyi Njarðarson É.RKER1 Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði á sunnudaginn hald á nokkra tugi gramma af heróíni og kókaíni sem Freyr Njarðarson, 44 ára gamall Reykvfldngur, reyndi að smygla innvortis. Þetta er í fyrsta sinn sem hald er lagt á heróín á Keflavíkurflugvelli. Freyr Njarðarson, sonur met- söluhöfundarins Njarðar P. Njarð- vík, var á sunnudaginn settur í gæsluvarðhald eftir að tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann nokkra tugi gramma af heróíni og kókaíni falinn í smokkum í iðrum Freys. Heróín í fyrsta sinn Freyr var að koma frá Amster- dam þegar hann var tekinn en samkvæmt heimildum DV er þetta í fyrsta sinn sem tollgæslan nær smyglara með heróín. Freyr hef- ur löngum glímt við eiturlyfjafíkn en hann var að sögn þeirra sem til þekkja nýkominn úr meðferð. Ekkert mál Freyr hefur skrifað tvær bækur með föð- ur sínum, metsölu- höfundinum Nirði P. Njarðvík, um lífsreynslu sína sem heróínsjúk- lingur og afleið- ingar fíkninnar fyrir fjölskyldur þeirra. Fyrri bókin kom út árið 1984 og hét Ekkert mál. Peningar fyrir næstu sprautu í kynningartexta bókarinnar, sem fékk víðast hvar lofsamlega dóma, kemur fram að í heimi heró- ínfíkilsins geti í kynningartexta bók- arínnar, sem fékk víð- ast hvar lofsamlega dóma, kemur fram að í heimi heróínfíkilsins geti allt gerst. Morgun- dagurínn er í órafjar- lægð og framtíðin er næsta fíx. allt gerst. „Morgundagurinn er í órafjarlægð og framtíðin er næsta fix. Næstum hver mínúta er þjakandi ótti við hrylli- leg fráhvarfseinkenni og snýst eiginlega aðeins um þetta: Hvernig næ ég í meira efni? Hvar fæ ég peninga fyr- ir næstu sprautu?" segir í textanum. Eftirmál Árið 2004, tveimur áratug- um eftir að Ekkert mál kom út, skrif- uðu feðgarnir síðan söguna Eftirmál. Þar er sögð saga af heró- ínfíkli sem held- ur til Amster- dam og er Eftirmál Seinni bókþeirra feðga sem kom út árið 2004 fjallar um örlög heróínfíkils og aðstahdenda hans. Ekkert mál Bókeftirþáfeðga, Frey og Njörð, sem kom út árið 1984ogfjallarumfikilí I Kaupmannahöfn. Bókin er að mestu leyti byggð á lífi Freys. þetta vægðarlaus lýs- ing á hörðum örlög- um fíkils og aðstand- enda hans. Talar ekki um Frey Þegar DV reyndi að ná tali af Nirði P. Njarð- vík, föður Freys, sem hefur eins og áður hef- ur verið sagt lýst lífi son- ar síns í tveimur bókum, vildi hann ekki ræða við blaðamann. Hann sagðist ekki ræða Frey við blaða- menn. oskar@dv.is Feðgarnir á góðri stund Freyr Njaröarson og Njörður P. Njarðvík hafa sknfað tvær bækur um heróínfíkla en Frevr I [ varhandtekmn á Keflavíkurflugvellimeð ' tugi gramma af heróini og kókaíni I mnvortis. Fyrirtaka máls Jónasar Garðarssonar í gær Fólskuleg árás á Vesturlandsvegi Héraðsdómur í vettvangsferð Ákveðið var í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær að við að- almeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Jónasi Garðarssyni muni dómurinn fara í vettvangsferð út á Viðeyjarsund og kanna að- stæður þar sem Harpan sökk með þeim af- leiðingum að kona og karl fórust. f ferðinni mun dómurinn einnig skoða flak Hörpunnar. Fyrirtaka var í málinu í gær. Þar var ákveðið að meðdómarar Jónas- ar Jóhannssonar dómara í málinu verði Pémr Guðgeirsson og Vilberg- ur Magni Óskarsson, en hann er svið- stjóri Skipstjórnarsviðs Fjöltækni- skólans. Fyrirhugað er að fara í þessa ferð á milli 24. og 28. apríl. Fórnarlambið kærir Tanja fris Ólafsdóttir, átján ára gömul stúlka úr Mosfellsbænum, sem varð fyrir fólskulegri árás á Vest- urlandsveginum fyrir rúmri viku, hefur kært árásina til lögreglunnar. Að hennar sögn réðust tveir menn á hana þegarhún hugðist hjálpa þeim úti í vegarkanti. Hún kærði menn- ina tvo fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Tanja dvaldi á sjúkrahúsi í nokkra daga eftir árásina en gaf skýrslu hjá Vesturlandsvegur Tanja Iris Ólafsdóttir komst að þviað Vesturlandsvegurinn getur verið viðsjárverður. DV-mynd gva lögreglunni í lok síðustu viku. Hún vildi ekki tjá sig við blaðamann DV þegar haft var samband við hana í gær og sagði móðir hennar að hún væri enn að jafna sig eftir atburðinn í vikunni sem leið. Lögreglan rannsakar enn málið en illa hefur gengið að hafa uppi á ofbeldismönnunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.