Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 Fréttir DV • Fermið okkur eft- ir Huglcik Dagsson kom sér þægilega fyrir á metsölulist- um bókabúðanna í síðustu viku. Ferm- ingabörnin taka bókinni vel, enda hentar Hugleikur og myndasög- urnar hans vel uppreisnargjörnum ungmennum með húmor. Ann- ar höfundur nýtur góðs af fermingun- um. Lífsstílspredik- arinn Egill Gillzen- cgger Einarsson er á óskalista margra unglingsdrengja þetta árið enda hef- ur Biblía fallega fólksins margt upp á að bjóða íyrir vaknandi vitund þeirra. Hefur Egill því haft nóg að gera í áritunum síðustu daga og þyk- ir ljóst að hans stærsti aðdáenda- hópur sé fundinn... • Strákarnir í hljóm- sveitinni Mínus hafa verið duglegir við upptökur á nýrri plötu síðustu mán- uði og er komin með fjölda laga í sarpinn til að vinna úr. Þeir eru hæstánægð- ir með það sem komið er og stefna í hljóðver. Krummi söngvari segir þá vera miklu einbeittari og að útkom- an sé mjög kúl. Þrátt fýrir velgengni Halldórs Laxness leyfa þeir hlut- unum að þróast. Segja það alveg á hreinu að þeir vilja ekki gera sömu plötuna tvisvar... S9 Hinn nýslegni Menningarverð- launahafi DV, Sig- urjón Sighvatsson, hefur í nógu að snú- ast þessa dagana. Hann gekk nýlega frá samningi við Sony um að endur- gera hina dönsku Brödrene og held- ur hita á Austin Powers-teyminu Mike Meyers og leikstjóranum Jay Roach fýrir endur- gerðina á Elling. Þá er hann að undir- búa tökur á mynd- inni Devil in a White City með Kathryn Bigelow leikstjóra. Hún fjallar um einn fyrsta fjöldamorðingja Bandaríkj- anna. Adrien Brody leikur aðalhlut- verkið en gaman verður að sjá hvort íslenskur leikari fái að spreyta sig líkt og Ingvar E. í síðustu mynd Sig- urjóns og Kathryn, K-19... • Heilmikil endur- nýjun virðist krauma undir í kafflhúsa- og kráaflóru miðbæj- arins. Á næstu dög- um verður opnaður nýr og endurbættur 22, líklegast undir nafninu Barinn. Þá standa yfir miklar endurbætur á gamla Pasta Basta við Klapparstíg og stefnt er að opna þar í sumar. Breytingar á Café París eru einnig komnar vel á veg en staðurinn hefur verið stækkaður heilmik- ið og stíliseraöur. Þá fréttist einnig af framkvæmdum í gamla Shanghai-húsinu við Lauga- veg. Þar er víst hópur kenndur við barinn Sirkús að störfum, byrjaður að undirbúa flutning áður en niður- rifskallið kemur frá borgaryfirvöld- um. Það má því búast við því að ein- hver skarti síðu kínverjaskeggi þegar Stephan Stcphensen mætir til að verja titilinn í næstu mottukeppni... Fuglamyndir þeirra Páls Steingrímssonar og Friðþjófs Helgasonar veröa sýndar í haust. Myndirnar eru hver um sig rúmlega 50 mínútur að lengd og fjalla um hrafninn, spóann, skarfinn og rjúpuna. Hrafnarnir tveir, sem halda til við Galdrasafnið á Hólma- vík, koma mikið við sögu hjá þeim félögum. Krummar Leika oöalhlutverkið í einni myndanna. íseddir i hlutverkin Hrafnarnir Galdra-Manga og Galdra-Imba koma mikið við sögu í einni af myndunum í Fjórum fuglasögum sem Páll Steingríms- son og Friðþjófur Helgason hafa unnið að undanfarin fjögur ár. Páll segir að þessir hrafnar hafi verið sem fæddir í hlutverkin og greinilega vanir fýrir framan kvikmyndavélarnar. Hrafnar þessir hafa haldið til við Galdrasafnið á Hólmavík undanfarin tvö ár og eru mjög gæfir og hændir að mönnum. Mikill fróðleikur Páll segir að auk fuglanna sjálfra muni mikill þjóðfegur fróðleikur vera til staðar í myndunum. Hvað hrafninn varðar er m.a. vimað í forn fræði þar sem Óðinn kemur við sögu en eins og kunnugt er átti Óðinn hrafna tvo, Huginn og Muninn, sem færðu hon- um ýmsar upplýsingar úr manna- og goðaheimum. „Við munum vera með heilmikinn fróðleik um ísland í öllum myndunum," segir Páll. Galdrasafnið Þeir félagar Páll og Friðþjófur dvöldu lengi vestur á Ströndum í leit „Sökum þess hve gæfir þeir eru gátum við notað þá við tökur inn- andyra, fyrir framan auðan skerm, sem síðan var hægt að setja bak- grunn við," segir Páll Steingrímsson en hann og Friðþjófur áforma að sýna myndirnar fjórar í sjónvarp- inu næsta haust. Áður er ætlunin að halda sérstaka sýningu á myndinni um hrafninn á Hólmavík síðla sum- ars. Annars fjalla myndirnar um spóann, skarfinn og rjúpuna auk hrafnsins. Hver um sig er rúmar 50 mínútur að lengd. að myndaefni um hrafninn. Lágu fýrir krumma við Bassastaði í Steingrímsfirði, fyrir utan hin góðu kynni sem tókust á milli þeirra og hrafnanna á Galdra- safninu á Hólmavík. „Þetta hef- ‘|S ur verið mjög skemmtileg vinna fýrir okkur tvo," segir Páll. Seldar erlendis Fram kemur í máli Páls að þeir félagar hyggjast selja myndirnar er- lendis eftir frumsýningu hér heima. Páll telur að það muni hjálpa mikið til að hann hefur unnið til verðlauna fýrir fýrri heimildarmyndir sínar á undanfömum 12 árum og nefn- ir þar sem dæmi myndina um seli, Urtuböm, myndirnar um æðarfuglinn og lundann og myndina um hálendið sem hann gerði í samvinnu við Magnús Magnússon hjá BBC. ;St'- Á Páll Steingrimsson Hann og Friöþjófur Helgason hafa unnið i nær fjögur ár að myndinni. Hæð flutt inn frá Póllandi Pólverjar reisa víkingahæð í Hafnarfirði Flutt hefur verið inn heil húshæð frá Póllandi til þess að bæta ofan á hótel Fjörukrárinnar, Fjörugarðinn. Einnighafaverið fluttirinn 14 Pólverj- ar til þess að vinna verkið sérstaklega. „Það er nú helst vegna þess að það er vont að fá íslenska menn í vinnu," segir Jóhannes Viðar Bjamason, fram- kvæmdarstjóri Fjörukrárinnar, eða Jói á Fjörukránni eins og hann er oftast nefndur í Haiharfirðinum. Hann segir að allt efhið og vinnuaflið sé flutt frá Póllandi og áædar að vei inu verði lokið fýrir 16. júm' en þá mun hin árlega vfldngahá- tíð í Hafnarfirði hefjast. „Við ætíum að reisa lyftumm á hótelið lflct og á veitingastaðnum," segjr Jói en fallega út- skorinn tum prýðir þak veitingastaðarins. Jói segir að það sé í sjálfu sér hvorki dýrara né ódýrara að vinna verkið svona og segir að kostn- aðurinn muni að öllum lfldndum verða svipaður og ef íslenskir menn sæju um verkið en hann borgar hús- næði og uppihald fyrir Pólverjana og því augljóst að nokkuð er um kosm- aðinn. Jói hlaut í síðusm viku ferðafrömuðarverðlaun útgáfufélagsins Heim- is. „Það kom vel á vond- an varðandi gagnrýni," segir Jói en fram- kvæmdir hans hafa oft ver- ið umdeildar í Hafnarfirð- inum. Jói á Fjörukránni Fékk Pólska vikinga tilþess aö reisa hæð i Hafnarfirði Fjörugarðurinn Hótelið verðurþriggja hæða fyrir ló.júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.