Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 Sport Verið er að taka nýjar áhorfendastúkur í notkun í áföngum á Old Trafford, heimavelli Manchester United. Áhorfendametið hefur jafnframt verið slegið jafnt og þétt, nú síðast um helgina er 70 þúsund manna múrinn var rofinn. Manchester United hefur leikið heimaleiki sína á Old Traíford frá ár- inu 1910. Og ólíkt hjá mörgum öðrum liðum hefur leikvanginum tek- ist að vaxa með breyttum tímum. Undanfarið hefur verið unnið að því að koma upp áhorfendaaðstöðu í tveimur hornmn leikvangsins og var önnur þeirra opnuð um helgina. Þá lék Manchester United gegn Arsenal og vann 2-0 sigur en áhorf- endur á leik í ensku úvalsdeild- inni fóru þá í fyrsta sinn yfir 70 þús- und manns. Arsenal flytur einmitt í haust á nýjan völl þar sem sá gamli, Highbury, var löngu sprunginn. Bobby Charlton gaf Old Trafford viðumefnið „leikhús draumanna" og á það vel við. Leikvangurinn er sá stærsti sem er í notkun í Englandi á meðan viðgerðir á Wembley standa yfir. Um 68 þúsund áhorfendur gátu komið og séð leiki Manchester Un- ited þar til vinna hófst við áhorf- endasvæði í tveimur hornum á leik- AÐSÓKNARMET EVRÓPU vanginum. Nú hefur annað nýju svæð- anna verið opnað og gat því völlurinn “e,la' vö,lur Met: Bhækka, allt frá tekið meira en 70 Spann CampNou 98.295 §8,3 til 16,7%. þúsund áhorfendur ýskaland Westfalenstadion 81.264 Bbýrustu sæt- um helgina. ta'ía San Siro 79.706 lin munu hækka Á næsta tímabili En9land OldTrafford 70.908 Imest og er tal- mun völlurinn geta Portúgal Ljósvangur 63.489 Rið að á leikdegi tekið um 76 þús- Uakkland StadeVelodrome 57.609 Rá næsta tíma- und manns og er Holland Amsterdam ArenA 50.150 fbili munu 43% talið víst að þetta Belgía Jan Breydeistadion 28.500 Iteknanna koma muni auka tekjur —-——-JBvegna dýrustu félagsins umtals- miðanna en það vert. En þar að auki var tilkynnt í gær hlutfall er 36% nú. Langflestir munu þó verða varir við hækkunina. Stakt miðaverð mun vera á bilinu 23 pund (2950 kr.) til 38 pund (4850 kr.) og segir fjármálastjóri félagsins, Nick Humby, að maður fær mest fyr- ir aurinn á Old Trafford. „Við vitum ekki hvað flestir keppi- nauta okkar munu rukka á næsta ári en jafnvel þótt miðaverð haldist óbreytt hjá þeim öllum munu aðeins sjö félög bjóða upp á ódýrari miða en 23 pund og níu félög munu vera með sína dýrustu miða yfir 39 pund- um. Stundum er það tvöfalt það." eirikurst@dv.is Langt á völlinn Mynd tekin úr nýju stúkunni á leik Manchester United og Arsenai um helgina. Nordic Photos/Getty 1966 Old Trafford eins og hann leit útþegar hann var notaður í HM 1966. 1996 Old Trafford þegar keppt var á vellinum í EM 1996. 2006 Old Trafford eins og hann litur út í dag. w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.