Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2006, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2006, Page 6
„Það var langmest barátta um dýrustu verkin. Þegar tvær myndir eftir Hugleik Dags- son voru boðnar upp varð mikil keppni um þær og fólk orðið mjög æst," segir Svavar Pét- ur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Skakkamanage. ALLIR MÆTTU MEÐ HLUT Um síðustu helgi stóð sveitin fyrir nýstár- legri uppákomu, smámunauppboði, á Snóker- sportbarnum við Hverfisgötu. Gestir voru hvattir til þess að mæta með smáhluti, sem þeir hefðu ekkert að gera við. „Allir hafa þörf fýrir að losa sig við smáhluti. Enda kom það í ljós að fólk var greinilega til- búið að koma með hluti til að bjóða upp og við þurftum að hafa okkur öll við til að komast yfir þá alla. Þetta fór miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Svavar sáttur. EFTIRMYND AF KJARVAL Ekki grófu allir upp hluti sem þeir hefðu engin not fyrir til að selja á uppboðinu. Auk Hugleiks mættu nokkrir listamenn með verk sérstaklega gerð fyrir kvöldið. Sara Riel mynd- listarmaður útbjó tvö verk, örvar Þóreyjarson Smárason í múm málaði eftirmynd af verki eftir Kjarval og þannig mætti lengi telja. Þá út- bjó Pétur Már Gunnarsson listamaður upp- boðshamar og púlt fýrir kvöldið en hann var sjálfur uppboðshaldarinn. NÝJA PLATAN AÐ KOMA „Við eigum pottþétt eftir að halda svona uppboð aftur. Enda eiga kettir enn í neyð,“ segir Svavar en tíu prósent af afrakstri uppboðsins renna til Kattholts. „Við erum ekki búin að reikna það saman ennþá en þetta er einhver góð summa." Auxpan, Mr. Silla & Mongoose og The Des- ire of Hudson Wayne tróðu upp um kvöldið en tilefni smámunauppboðs Skakkamanage var ný plata sveitarinnar, sem kemur út seinna í sumar. Fyrstu lög af henni fara fljótlega að heyrast þannig að það borgar sig að hafa eyrun opin. FORLÁTA SJÖTOMMUSTAND- UR MEÐ SJÖTOMMU SKAKKAMANAGE, HOLD YOUR HEART, (KAUPBÆTI. BENNI HEMM HEMM KEYPTI. GESTIR VIRTU HLUTINA FYRIR SÍRÁ SNÓKERBORÐUM STAÐARINS ÁÐUR EN UPPBOBIÐ HÓFST. GRIPIR KVðLDSINS EFTIR HUGLEIK DAGSSON. flNSTRA MEGIN VAR SLEGIN k TÓLF ÞÚSUND ATTAMSUND EFTIR MIKLA BARÁTTUr— — ÞRÁfNN, SEM ERFYRIR MIÐRI MYND,f KOSTUM SEM EINSMANNSSVEITIN THE OF HUDSON WAYNE Á UPPBOÐSKVÖLDI PÉTURMÁR GUNNARSSO BOÐSHÁLDARIOG BJÓfiA UPP GEIS BENNA HE HAMARINN GESTIRNIR VORU SAMMÁLA UM AB UPPBOÐIfi HEFfil GÓÐUR GRIPUR. TEIKN AF BJÖRGVINIHALLDÓRS- SYNI ÁRIfi 1969, BROTIN Sirkusmyndir: Anton Brink

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.