Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2006, Síða 8
EIN ÞEKKTASTA iMDf-HUÓMSVEIT HEIMS, BELLE AND SEBASTIAN, MUN HALDA TVENNA TÓNLEIKA HÉRLENDIS í LOK MÁNAÐARINS. SIRKUS BJALLAÐI
f SÖNGKONU OG FIÐLULEIKARA HUÓMSVEITARIN NAR, SARAH MARTTN, OG TÓK PÚLSINN A STELPUNNI.
lok mánaðarins mun skoska hljómsveitin
Belle and Sebastian halda tvenna tónleika á
íslandi. Hljómsveitin var stofnuð í Glasgow
árið 1996 og gaf út breiðskífuna If You're Feel-
ing Sinister sama ár. Tveimur áður síðar kom
út platan The Boy With The Arab Strap. Platan
festi hljómsveitina í sessi sem mikinn áhrifa-
vald í indí-tónlist og hlutu þau Brit-verðlaunin
sem efnilegasta sveitin í kjölfarið. Meðlimir
Belle and Sebastian fóru huldu höfði fyrstu
árin, leyfðu engum að taka viðtöl við sig og
neituðu að birta myndir af sér. Tónleikar
þeirra fóru gjarnan fram á sérkennilegum
stöðum, svo sem bókasöfnum eða í kirkjum.
Tíu ár eru liðin frá stofnun sveitarinnar og eru
þau eitt þekktasta naihið í indí-tónlist í dag.
BORGARFJÖRÐUR HEILLAR
„Ég er mjög spennt fyrir ferðinni til íslands
af því að mig hefur alltaf langað að koma þang-
að.“ segir Sarah Martin, eins og sönnum út-
lending sæmir. „Þá er ég sér-
staklega spennt fyrir tónleik-
unum í Borgarfirði. Þetta
verður örugglega afskekktasti
staður sem við eigum eftir að
koma fram á á ævinni.
Hljómsveitin ferðast nátt-
úrulega eitthvað um landið
og svo ætlum ég og kærast-
inn minn að vera aðeins
lengur og kanna landið."
EGLURANNSÓKNIR BELLE AND
SEBASTIAN
Sarah er langt því frá
ókunn landi og þjóð og er
víðlesin í íslenskum fræðum.
„Þegar ég var í háskóla lærði ég
fomíslensku og las mjög mikið af
íslendingasögum. Ég er nýbúin að
lesa Snorra-Eddu til þess að rifja þetta upp allt
saman. Reyndar var ég í íslenskutímum með
kærustunni hans Stuarts, forsprakka Belle and
Sebastian, og þannig hitti ég strákana í hljóm-
sveitinni. Þannig það voru íslenska og Eglu-
rannsóknir mínar sem komu mér inn í hljóm-
sveitina," segir Sarah og hlær.
MÚM (SLAGSMÁLUM Á ENGLANDI
Gyða og Kristín Valfysdætur
úr hljómsveitinni Múm sátu
fyrir á umslagi plötunnar Fold
Your Hands Child, You Walk
Like a Peasant. „Þetta var
konseptið hans Stuarts. Hann
fór til íslands að taka myndirn-
BEUií ic SEIiASTlAN'
£
SLAGSMÁLAHUNDARNIR
Kristín og Gyða Valtýsdætur
framan á Fold Your Hands
Child, You Walk Like a Peasant.
ar af stelp-
unum og þá
sá ég tæki-
færi til þess
að koma
með. Mig
langaði að fara
sem aðstoðar-
kona hans en þá
heimtaði Steve [Jackson] að fá
að koma með og þetta endaði
á því að Stuart fór einn. Við
hittum stelpurnar fyrst árið
1999 á tónlistarhátíð í Camber
Sands [á Englandi]. Krakkamir
í Múm voru þarna hangandi
niðri á strönd. Við sáum þau alltaf
vera að lenda í einhverjum slags-
málum, að skemmta sér eins og klikkaðir
krakkar eiga að gera. Stuart eyddi einhverjum
tíma með þeim og ákvað að fá Gyðu og
Kristínu til þess að sitja fyrir á koverinu."
ENGIR HNAKKAR
Eins og áður sagði er Sarah eina stúlkan í
__
KRÚTTLEGASTA KRÚTTIÐ
EmilíanaTorrlni mun hita upp
fyrir Belle and Sebastian.
bandinu en hún segir það ekki
há sér. „Það er allt í lagi.
Kærustur og eiginkona strák-
anna koma oft með okkur á
tónleikaferðalög. Ég er hvort
eð er dáldil strákastelpa og
strákamir em engir hnakkar
heldur. Þeir em ekki þessar
rokkaraklisjur."
Sarah Martin segist vera
spennt fyrir íslenskri tónlist og
menningu „Ég á því miður
engar plötur með Emilíönu
[Torrini] en það sem ég hef
heyrt hjá vinum og kunningj-
um er ég mjög hrifin af. Ég fíla
Björknáttúrulegamjögvel. Égvar
aðeins of ung til þess að hlusta
mikið á Sykurmolana. Ég var 18 ára þegar
Björk varð stórt nafn á Englandi og ég fflaði
hana mikið. Mér finnst hún mjög eiturkúl."
Belle and Sebastian heldur tvenna tónleika
á íslandi. Þeir fyrri verða á Nasa þann 27. júlí
og þeir síðari í Bræðslunni í Borgarfirði eystra
þann 29. júlí.
LKAII f BANDINU
h Martin: yngur í hljóm-
sveitinni o j spilar á fiðlu.