Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2006, Qupperneq 24
EINS OG ÁÐUR HEFUR KOMFÐ FRAM í SIRKUS HEFUR ERPUR „BLAZROCA" EYVINDARSON VERIÐ A FERÐ UM ASlU SÍÐASTA HALFA ARIÐ. NÚ
ER HANN KOMINN HEIM OG ÆTLAR AÐ SEGJA OKKUR FRÁ REYNSLU SINNIAF STRfÐSREKSTRI í AUSTURLÖNDUM FJÆR.
Þann 30. apríl árið 1975 flúðu seinustu full-
trúar Bandarflqastjórnar í þyrlu af þaki sendi-
ráðs síns í Saigon. Meira en áratugar löngum
afskiptum þeirra af landinu hafði lokið með
ósigri í stríði sem Víetnamar kalla eftir innrás-
arliðinu „bandaríska stríðið“. Margir hafa
furðað sig á því hvernig fátæk þjóð hrísgrjóna-
bænda gat sent mesta herveldi heims á flótta
með saur í skýlunni. Til að komast til botns í
þessu gerðist ég F.N.L.-skæruliði í viku, það
sem kallað hefur verið Viet Cong.
BÓLUGRAFNIR UNGLINGAR FRÁ NEBRASKA
Eftir að hafa kynnt mér aðstæður, sögu og
helstu kenningar um stríðið tóku við skrið-
tímar í Cu Chi. Cu Chi er hið 250 km langa og
flókna gangakerfi sem Víetnamar notuðu til
að ferðast óáreittir beggja vegna víglínunnar
og jafnvel inn í herstöðvar Bandaríkjahers.
Göngin eru um meter á hæð, minna á breidd
og það örlaði vissulega á innilokunarkennd.
En eins og Víetnaminn benti á þá var innilok-
unarkennd skárri en að vera pyntaður til
bana af bólugröfnum unglingum frá Nebr-
aska eða stikna lifandi í napalmbáli.
FRELSIÐ HELDUR Á AK 47
Við tók svo kynning á hinum endalausu
gildruafbrigðum sem Víetnamar notuðu.
Manni er kennt hvernig ósprungnum banda-
rískum klasasprengjum er breytt í vopn gegn
þeim sjálfum. Það erfiðasta var sennilega að
torga hinum fjölbreytta skæruliðamat sem
byggðist á sætum kartöflum með sætum kart-
öflum og sætum kartöflum. Að þessu loknu
var komið að því að grípa geirinn í hönd sem
var að þessu sinni í formi AK-47. Hinn sígildi
rússneski alsjálfvirki riffill sem sökum ein-
faldleika síns og tiltölulega lítils framleiðslu-
kostnaðar hefur orðið uppáhald byltingar-
hópa í fátækari pörtum heimsins. Af því kem-
ur hugtakið „freedom got an AK" eða „frelsið
heldur áAK".
AÐ SPRENGJA BELJU MEÐ FLUGSKEYTI
Þegar ég hóf mínar AK-æfingar í Kambó-
díu spurðu þeir hvort ég vildi ekki frekar
skjóta flugskeyti... á lifandi belju sem yrði lát-
in rölta í hlíðinni á móti. Ég gat ekki betur séð
en að beljan væri kambódísk og ekki hluti af
innrásarliðinu og setti því upp svip. Þeir
...það hefst þó.
skildu viðbrögð mín þannig að 200$ væri of
mikið og buðu mér að sprengja lifandi hænu
í staðinn. Ódýrar. Ég afþakkaði en spurði
hvort þeir væru ekki með bandarískan stríðs-
fanga á góðum prís, hann hlyti að vera ódýr-
ari en hænan. Vissulega grófiir húmor sem á
rætur sínar að rekja til þess að þarna var ég
nýkominn frá svæðum byggðum Víetnömum
sem ennþá þjást af vansköpun og sjúkdóm-
um sem reknir eru til Agent Orange sem
Bandaríkjamenn úðuðu til að eyða skóglendi.
En allavegana fannst þeim þetta fyndið, sér-
staklega í ljósi þess að Bandaríkjastjórn eyðir
milljónum dollara í leit að mögulegum stríðs-
föngum.
HARÐASTA ÞJÓÐ SÖGUNNAR
Víetnamar hafa 2000 ára reynslu af bar-
áttu fyrir sjálfstæði frá Kína. Svarið við
spurningunni sem var kveikjan að þessum
skrifum er því einfalt: Auðvitað eru Víetnam-
A T0 THE K Erpur handleikur vélbyssuna af mikíHi list
ÞRÖNGT SITJA SÁTTIR Það er eins gott að maður sé
ekki meðinnilokunarkennd.
ar snjallir herstjórnendur en þótt svo hefði
ekki verið þá hefðu þeir samt ekki hætt fyrr
en seinasti Kaninn væri farinn. Þeir eru ein
allra harðasta og hraustasta þjóð mannkyns-
sögunnar. Svo spurningin er miklu frekar í
hvaða Doritos-poka Bandaríkjastjórn fékk
þær upplýsingar að þeir gætu beygt Víetnam
undir sig? Víetnamar hafa sent Kína, Japan,
Frakkland og Bandaríkin heim á fjórum fót-
um. Ein spurning í viðbót, býður einhver bet-
ur?
-ErpurÞ. Eyvindaison-