Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2006, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2006, Qupperneq 20
[gisli treystir guðjoni ekki til ÞESS AÐ REIÐA SIG. ENDA LÆRÐI HANNAÐ HJÓLA11ARA OG FÆR ÞVÍ SiALFUR AÐ HVÍLA A STÖNGINNI. DAGBJARTUR FYLGIR ÞEIM FASTA hæla MEÐ hArið OG ASTMANN. Wnm „Við ætlum að hjóla þjóðveg eitt með smá útúrdúr í Hvalfirðinum," segir Gísli Hvanndal Jakobsson sem ætlar að hjóla hringinn í kringum landið í félagi við tvo vini sína. Þeir eru Guðjón Heiðar Valgarðs- son og Dagbjartur Ingvarsson. HJÓLAÐ FYRIR SPES „Megintilgangurinn er að styðja hin merku samtök SPES sem voru stofnuð að frumkvæði íslendings, Njarðar P. Njarðvík," segir Gísli. „Þau eru starfrækt í Tógó og stefna á Senegal og Brasilíu. Það er háð styrkjum og fjármunum frá almenningi og fyrirtækjum hvenær það mun ganga í gegn. Samtökin bjarga börnum sem að sögn yfir- valda í Tógó myndu deyja ef þau kæmust ekki í hendur sam- takanna. Það kostar 77 evrur að halda svona barni uppi í einn mánuð. Sem eru rétt rúmar sjö þúsund krónur og sjö þúsund fyrir að bjarga mannslífi er ekki neitt," segir Gísli en sam- tök þessi taka ekkert fé í umsýslukostnað því allir sem starfa við þau gefa vinnu sína og borga flug til Tógó úr eigin vasa. MÓTMÆLA STRÍÐIOG STÓRIÐJU Strákarnir eru ekki einungis að vekja at- hygli á neyðinni í Afríku. „Við erum að vekja athygli á ýmsu öðru,“ segir Guðjón. „Þetta er tækifæri til þess að sjá landið okkar áður en því verður sökkt undir stóriðju. Við erum líka að mótmæla stríði, hvort sem það er stríðið í írak eða fyrirhuguð árás á íran eða Norður-Kóreu," segir Guðjón og drengirnir eru sammála um að þetta sé nokkurs konar vakningarferð. ASTMASJÚKLINGAR OG ANTISPORTISTAR Gísli hefur einhverja reynslu af hreyfmgu og er mikill hjólagarpur. Það sama á ekki við um þá Dagbjart og Guðjón sem eru ekki miklir íþróttamenn. „Það stemmir," segir Guðjón. „Ég æfði fótbolta þegar ég var lítill „ÉGÆFfil FÓTBOLTA ÞEGAR ÉG VAR LÍTILL EN LÆRÐIEKKI Afi HJÓLA FVRR EN ÉG VAR ELLEFII ARAOGHEF LÍTIfi HJÓLAÐ SÍfiAN." en lærði ekki að hjóla fyrr en ég var ellefu ára og hef lítið hjóíað síðan. Ef ég get þetta þá ættu allir að geta þetta," segir hann. „Ég hef lítið hreyft mig. Ég er með astma og mik- ið hár þannig að ég get lítið hreyft mig. Með aðstoð astmalyfja þá ætti þetta allt að haf- ast,“ segir Dagbjartur bjartsýnn. Guðjón segist þó hreyfa sig mikið þrátt fyrir að vera ekki í íþróttum. „Ég keyri aldrei neitt, ég labba allra minna ferða þannig að ég hef töluverða orku í mér. Venjulega sé ég ekki tilgang til að vera að færa hluti ef ég er ekki að láta þá á einhvern ákveðinn stað. Ég sé ekki heldur tilganginn með því að hlaupa ef ég er ekki að fara neitt."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.