Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Fréttir DV Björn Ingivill sólstofu Björn Ingi Hrafnsson, for- maður borgar- ráðs Reykjavík- ur, er nú með áætlanir um að stækka eilítið við húsakynni fjölskyldunnar í Breiðholtinu. Borgarkerfið liefur nú fengið til umfjöllunar ósk Björns Inga og Hólmfríðar Rósar Eyjólfsdóttur, eiginkonu hans, um að fá að bæta sólstofu framan við kjallara húss þeira í Hálsaseli. Byggingarfulltrúi taldi ekki unnt að afgreiða málið á síðasta fundi heldur vísaði málinu til umsagnar hjá skipulagsfulltrú- anum. Meintur nauðgarl íaðalmeðferð Framhald aðalmeðferðar í máli ríkissaksóknara gegn fyrrverandi sölumanni á fasteignasölu sem ákærður er fyrir hrottalega nauðg- un og líkamsárás á hendur tveim- ur konum af erlendum uppruna var haldið í Héraðsdómi Reykja- víkur í vikunni. Maðurinn er með- al annars ákærður fyrir hrottalega nauðgun og líkamsárás sem átti sér stað á heimili hans í Grafar- vogi nú í febrúar. Hann neitaði sök við þingfestingu málsins og hafnaði tveggja milljóna bóta- kröfu annarrar konunnar - sam- kvæmt heimildum DV. Munnleg- ur málflutningur fer fram í málinu á næstu dögum og að því loknu verður það lagt í dóm. Með hass í Hagkaupum 23 ára Reykvíkingur hefur ver- ið ákærður fýrir þjófnað og brot á fíkniefnalöggjöfinni. Segja má að lögreglumenn hafi slegið tvær flug- ur f einu höggi þegar maðurinn var tekinn fyrir þjófnað á sólgleraugum í Hagkaupum í maí 2005. Asamt sólgleraugunum sem kostuðu 999 krónur hafði maðurinn meðferðis tæp sjö grömm af hassi sem lög- regla fann við leit eftir handtöku. Að því loknu var farið í húsleit og fundust þá hátt í 40 grömm af hassi. Samtals var maðurinn tek- inn með 250 grömm af hassi og lítilræði af amfetamíni í þrjú önnur skipti eftir Hagkaupsmálið. Skráning í X-Factor á fullu „Það eru nú þegar komin um fimm hundruð manns á skrá og allir geta skráð sig sem eru 16 ára og eldri," segir Þór Freysson hjá Stöð 2 sem er að hefja sýningar á þátt- unum X-Factor. „Venjulega feng- um við um fimmtán hundruð í áheyrnapróf fyrir Idolið en núna ættum við að fá fleiri því það geta líka skráð sig sönghópar og hvetj- um við fólk til að vera með," segir Þór. Hann segir að mikil spenna sé vegna undirbúnings þáttanna og hlakkar til að takast á við þetta verkefni. Þeir sem vilja freista gæfunnar geta skráð sig inn á xfactor.is. legt hús á Arnarnesinu Dugggufjara 6 Inga Lind og Árni keyptu þetta glæsilega hús á Akureyri á dögunum. DV-mynd Þorri Tjaldanes 5 Inga Lind og Árni hafa komið sér vel fyrir á Arnarnesinu. Hjónin Inga Lind Karlsdóttir og Árni Hauksson eru að færa út kvíarnar. Þau hafa keypt eitt glæsilegasta hús Akureyrar en fyrir eiga þau fallegt hús á Arnarnesinu. Þau vildu hvorugt tjá sig við DV þegar eftir því var leitað í gær. Þetta kuhafa verið draumahús hennar og það eina á Akureyri sem hana langaði í. Húsið sem sjónvarpsdrottningin Inga Lind og eiginmaður hennar Árni Hauksson keyptu fyrír skömmu er eitt það allra glæsilegasta á Akureyri. Það var áður í eigu Skúla Ágústssonar, eins af hinum frægu Kennedy-bræðr- um. Húsið, sem er 261 fermetri að stærð, stendur við Duggufjöru 6 og er með fallegu útsýni yfir Pollinn. Ekkert hefur verið til sparað til að gera það sem glæsilegast úr garði, jafnt innan dyra sem utan. Eina húsið sem Inga Lind vildi Heimildir DV herma að húsið hafi aldrei farið á fasteignasölu held- ur hafi Árni Hauksson mætt til Ak- ureyrar, bankað upp á hjá Skúla og keypt húsið einsamall með innbú- inu án þess að Inga Lind hafi skoðað það. Þetta ku hafa verið draumahús hennar og það eina á Akureyri sem hana langaði í. Alltof persónulegt Inga Lind vildi ekki tjá sig við blaðamann DV þegar haft var sam- band við hana í gær. Hún sagði mál- ið alltof persónulegt til að hún vildi ræða það í fjölmiðlum. Sömu sögu var að segja af Árna Haukssyni sem sagði einfaldlega pass. Búa á tveimur stöðum Fyrir eiga þau Inga Lind og Árni fallegt hús á Arnarnesinu. Það er 290 fermetra einbýlishús sem hef- ur verið endurnýjað að mestu eftir þeirra smekk. Þau eiga líka glæsileg- an sumarbústað í Grímsnesinu, eins konar athvarf í sveitinni. Ekki er vit- að hvað Inga Lind og Árni hyggjast fyrir með húsið á Akureyri. Líkleg- ast er að það verði notað sem athvarf fjölskyldunnar norðan heiða. oskar@dv.is Glæsileg hjón Inga Lind og Árni eru glæsi- leg hjón sem eiga nú tvöheimili.eittá Arnarnesinu og annað á Akureyri. Sjónvarpsdrottningin Inga Lind Karlsdóttir og eiginmaður hennar Árni Hauksson festu nýverið kaup á einu glæsilegasta einbýlishúsi Akureyrar. Fyrir eiga þau fal- Perlum kastað fyrir svín Nú er það komið á hreint sem engan grunaði. Sjónvarpsstöð hér í borg er undirstaða íslenskrar sið- menningar eins og við þekkjum hana. Þetta hefur alveg hreint farið framhjá Svarthöfða svo það er gott að þetta hefur nú verið dregið fram í dagsljósið. Þar til fyrir nokkrum mánuðum voru ljósin slökkt á Islandi. Menn gengu hér illa upplýstir eins og villu- ráfandi sauðir á verönd lífsins. Al- gerir imbar. Tótal fífl sem hlustuðu bara á HLH og Brimkló. Loksins steig fram á sviðið Ijósa- meistari af guðs náð. Sanngjarn, réttlátur og vandaður svo eftir var tekið. Nýr spámaður fyrir íslensku rétttrúnaðarkirkjuna. Enginn annar en Roberto Messías. Kallaður Robbi Mess í ársreikningum. Hver þátturinn af öðrum streym- ir nú út í loftið og í átt að heimilum landsmanna. Formúlan getur ekki klikkað: Fyrir hvern einn viðmæl- anda sem mætir eru tveir þáttar- stjómendur sem hvor um sig hef- Svarthöföi ur yfirgripsmikla þekkingu á öllu frá svartholum upp í sveitarstjórnar- mál og eru haldnir djúpri þrá til að leiðbeina hinum sem ekkert vita en þurfa nauðsynlega að komast á rétt- an kúrs. Eini gallinn hingað til hefur ver- ið andvararleysi almennings sem enn kýs að fljóta sofandi að feigðar- ósi. Þættir á borð við Hrópandann í eyðimörkinni og Upp úr eins manns hljóði eru bara eins og perlur sem kastað er fyrir svín; verða úti ein- hvers staðar í dreifikerfinu. Svarthöfða setur hljóðan við til- hugsunina um svona vanþakkláta þjóð; pöpulinn sem stökk beint út úr moldarkofunum upp í Porsche-jepp- ana. Aula sem nenna ekki að horfa á æðstu prestana um hábjartan dag en vaka ffam á miðja nótt til að fylgj- ast með endurfæddum kúlutyggjó- poppara hinum megin á hnettinum. pao er vooa ieiöintegt að þurfa að segja það en þetta er ekkert að breyt- ast. Landanum verður ekki haggað. Hann nennir þessu ekki. Þetta vita nú orðið allir enda vísindalega sann- að. Samt er einn og einn sem skilur þetta ekki - eins og til dæmis Robbi Mess. Og það er slæmt því þar flask- ar okkar maður á því sem allir verða að hafa á hreinu: Hverjum klukkan glymur. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.