Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006
Fréttir DV
Neitaði aðfaraút
26 ára gamall Reykvíking-
ur hefur verið ákærður af sýslu-
manninum á Selfossi fyrir húsbrot
og eignaspjöll sem áttu sér stað í
apríl á þessu ári á Selfossi. Mann-
inum hefur verið gefið að sök að
hafa í heimildarleysi ruðst inn á
heimili konu í bænum. Með því
að spenna upp lítinn glugga fyrir
ofan svalahurð heimilisins er talið
að maðurinn hafi komist inn. Við
það skemmdist stormjám á glugg-
anum auk þess sem hvítur pinna-
stóll fyrir neðan hann brotnaði.
Þegar á manninn var skorað að
koma sér út neitaði hann að fara
og spyrnti fótum í vegg þannig að
skófar myndaðist og hrinti hús-
ráðandanum.
ÁrásáDomino's
25 ára Hafnfirðingur hefur ver-
ið ákærður af ríkissaksóknara fyrir
sérlega hættulega líkamsárás sem
átti sér stað nú í júní á pítsastaðn-
um Domino's við Fjarðargötu í
Hafnarfirði. í ákæm segir að Hafn-
firðingurinn hafi slegið annan
aðila í andlitið með glerglasi með
þeim afleiðingum að sá er fyrir
árásinni varð þurfti að láta sauma
tvo skurði á kinn, skurð við eyrna-
snepil auk skráma og rispna í and-
liti. Átti árásin sér stað aðfaranótt
laugardagsins lO.júní.
Fullur
rútubflstjóri
55 ára rútubílstjóri og eigandi
ferðaþjónustufyrirtækis í Reykja-
vík hefur verið ákærður af Sýslu-
manninum á Selfossi fyrir að hafa
keyrt rútu undir áhrifum áfengis
auk þess að hafa ekki haft skrán-
ingarblað í ökurita rútunnar. Ját-
aði maðurinn sök. Rútunni var
ekið utan í vegrið í Kömbunum á
Hellisheiði að morgni sunnudags-
ins 6. ágúst með sextán farþega
innanborðs og við mælingu kom
í ljós að rútubílstjórinn hafði 2,15
prómill af vínanda í blóði og 2,94
í þvagi. Telst þetta varða umferð-
arlög og þess krafist að hann verði
dæmdur til sviptingar ökuréttar
og refsingar.
Skallaði mann
22 ára
karlmaður á
Reyðarfirði
hefur verið
ákærður af
Sýslumann-
inum á Eski-
firði fýrir lík-
amsárás sem
átti sér stað
aðfaranótt
sunnudags-
ins 25. júní.
Játaði maðurinn að hafa skallað
34 ára mann í andlitið með þeim
afleiðingum að sá eldri hlaut glóð-
arauga og 15 millimetra skurð
á kinnbeini undir vinstra auga.
Málið hefur verið lagt í dóm sem
kveðinn verður upp bráðlega.
Franklín Kristinn Steiner var handtekinn á heimili sínu i síðustu viku eftir húsleit lögregl-
unnar í Hafnarfirði. Franklín hefur ekki verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en þetta
mál kom honum aftur í hana. DV lítur í stuttu máli yfir sögu Franklins, sem af mörgum var
talinn vera „Kaupmaðurinn á horninu“ í lagi Bubba Morthens og Rúnars Júlíussonar.
Saga„Kaupmannsins
á horninu"
Húsleit var gerð í tveimur íbúðum í Hafnarfirði í síðustu viku. í
öðru þeirra býr Franklin Kristinn Steiner, einn frægasti glæpa-
maður íslands. Það sem fannst við húsleitina var hass, LSD-töflur
og amfetamín auk hnífa, skotvopna og skotfæra. Málið er talið
„smámál" - miðað við það sem Franklin þessi Steiner er þekktur
fyrir. DV skoðar sögu „Kaupmannsins á horninu".
Franklín Kristinn Steiner er
fæddur þann 14. febrúar árið 1947.
Á upphafsárum ævi sinnar bjó hann
í Bandaríkjunum en sex ára flutti
hann aftur hingað til lands með
móður sinni. Hann á í það minnsta
sjö börn með sex konum en hann
býr með einu þeirra á Austurvegin-
um í Hafnarfirði. Að sögn lögmanns
Franklíns er hann einstæður faðir
sem hefur tekjur sínar úr spilaköss-
um - og hann hafi kvittanir fyrir því.
Byrjaði ungur
Ferill Franklíns er langur og hófst
í kringum árið 1966 þegar hann
hlaut skilorðsbundinn þriggja mán-
aða dóm hér á landi, þá tæplega tví-
tugur.
Á áttunda áratugnum var hann
dæmdur í þremur löndum. íslandi,
Danmörku og Svíþjóð, fýrir fíkni-
efnabrot, sum hver stórfelld.
Á níunda áratugnum fékk hann
svo nokkra dóma fýrir fíkniefnabrot
og hóf afplánun tveggja ára dóms á
árinu 1982.
Lítið bar til tíðinda uns Franklín
var handtekinn í „Furugrundarmál-
inu" árið 1988. Á heimili hans fund-
ust yfir 100 grömm af hassi og eitt-
hvað af amfetamíni. Það mál dagaði
uppi í kerfinu öllum til mikillar furðu.
Skömmu seinna hlaut Franklín tvo
dóma sem áttu eftir að draga dilk á
eftir sér. Þeir hljóðuðu upp á sam-
tals 29 mánaða fangelsi vegna brota
framin árin á undan.
Vinur löggunnar?
Næstu ár fóru að vakna upp
spurningar um samskipti Franklíns
við fíkniefnalögregluna. Fram kom
í fjölmiðlum fýrir nokkrum árum
að hlutast hefði verið til um það
hjá þremur dómsmálaráðherrum
að Franklín hlyti reynslulausn eftir
helming afplánunar tveggja dóma.
Það gekk eftir í einhverjum til-
fellanna og menn spurðu sig htvers
vegna.
Tíundi áratugurinn var viðburða-
mikill. Lögreglufulltrúar lágu und-
ir ámæli fýrirvinnu á gráu svæði en
meinið var talið gott samband milli
þeirra og Franklíns. Dómsmálaráð-
herra skipaði nefnd sem skoðaði
starfsaðferðir lögreglu og sérstakur
rannsóknarlögreglustjóri var skip-
aður til að kanna tengsl Franklíns og
fíkniefnalögreglunnar.
Heppinn í spilum?
Dag nokkurn árið 1996 var
Franklín aftur tekinn með fíkniefhi.
Fyrst hass í bíl sínum og svo um 250
grömm af amfetamíni á heimili sínu.
Hann hlaut nokkru síðar 20 mánaða
dóm í Hæstarétti fyrir það og hóf af-
plánun þess dóms í ársbyrjun 1998
eftir að hafa farið í felur yfir jól og
áramót, en samkvæmt boðun átti
hann að hefja afplánun á Þorláks-
messu. Það var í dómsmeðferð þess
máls sem Franklín sagðist hafa tekj-
ur sínar úr spilakössum og að fíkni-
efnasala kæmi þar hvergi nærri -
hann væri einfaldlega svo heppinn.
Ómælt tjón af eiturlyfjasölu
Franklín var og er þekktur í ís-
lenskri þjóðfélagsumræðu. Hann
hefur verið handtekinn nokkrum
sinnum síðan þetta mál kom upp og
stefnt ríkinu oftar en einu sinni fyr-
ir ólögmæta handtöku. Þeim mál-
um lauk með skaðabótagreiðslu til
Franklíns í einhverjum tilfellum.
„Ómælt tjón, er hann hefur vald,-
ið þjóð sinni með eiturlyfjasölu,
er meira en svo að miskabætur til
hans frá íslenska ríkinu séu réttmæt-
ar hvað þá sanngjarnar," sagði Páll
Þorsteinsson héraðsdómari í dóms-
orði eins málsins eftir að Franklín
hafði farið fram á eina milljón króna
Kaupmaðurinn á horninu
Þaö vareinu sinni díler sem dreymdiað eignastallt
dópsem var! landinu og allt á sama staö
Hörðum höndum vann hann og læðinn slægði net
I lausamennsku var hjá flknó ogátti /slandsmet
Hann hafði aldrei setið inni, nei ekki einu sinni
A laugadögum mætti 'ann, myndir gátu ei hrætt hann
hann talaði og talaði, og malaði og malaði.
Framtlð fíknó skóp. Hann átti bæjarins versta dóp
Hann átti flna nál og skeið og skratti flna dælu
skrlða þurftu menn tilhans efekta vildu sælu
samkeppnin varengin I undirheimum þá.
Alltafvarö hann fyrstur, kjafta menn á bak við slá.
Franklín Húsleitvargerð
hjá Franklln Steiner i siðustu
viku og hald lagt á flkniefni,
vopn og meint þýfi.
Hann blandaði með sykri á svaka fina vigt.
Með svaka nefá feisinu sem fann ei neina lykt.
Var hataður afflklum sem finna það á sér
þeir fá ekkert dóp I bænum betra eins og er.
í bætur frá ríkinu vegna ólögmætrar
handtöku í Kópavogi 1997.
Kaupmaður á horni?
Yfirvöld þekktu sem fyrr segir
persónu og feril Franklíns en tveir af
okkar ástsælustu listamönnum,
Bubbi Morthens og Rúnar
Júlíusson, þekktu hann
einnig. Þeir sungu sam-
an í GCD um kaup-
manninn á hominu í
samnefndu lagi og ffá
því að það var samið
árið 1991
hefur
það skin-
ið í gegn
að þar
er átt yið
Franklín.
„Á þess-
um tíma
var þetta
einhvern
veginn
altalað í samfélaginu. Fólk
bendlaði lagið svolítið við
hann, án þess þó að ég sé
að gera það. Fólk getur les-
ið í textann og túlkað hann á
sinn hátt," segir Rúnar Júlíus-
son tónlistarmaður um lagið
Kaupmaðurinn á horninu.
Málið sem kom upp í síðustu viku
tengt Franklín er í
rannsóknarferli
og því ekki vit-
að hvaða áhrif
það mun hafa
á feril hans.
Bubbi Samdi
lagið um
kaupmanninn
á horninu.
Rúnar Júl Segirfólk
svolltiö bendta lagið
við Franklln Steiner.
Páll Óskar Hjálmtýsson slappar af í Berlín fyrir átökin í X-Factor
Safnar orku í Berlín fyrir átök vetrarins
„Berlín er yndisleg borg, hún er
svo græn og veðrið er frábært," seg-
ir Páll Óskar Hjálmtýsson söngv-
ari og verðandi dómari í raunveru-
leikaþættinum X-Factor sem Stöð
2 mun sýna í vetur*í staðinn fyrir
Idol-Stjörnuleit.
„Berlín verður næsta höfuðborg
Evrópu því hún hefur allt að bera til
þess. Hér er ódýrt að vera og borgin
er svo miðsvæðis í Evrópu að allar
leiðir liggja til Berlínar," segir Páll
Óskar. Hann segir að Berlínarbúar
séu ekki eins mikið efnishyggjufólk
og íslendingar og að þeir leiti ekki
að viðurkenningu og samþykki í
formi peninga. „íslendingar eru
svo miklir unglingar, nýungagjarn-
ir og fljótir að skipta um skoðun
eins og unglingar. Svo þegar kemur
nýr farsími á markaðinn þá þurfa
allir að eignast hann en Þjóðverjar
eru ekki þannig því þeir hafa annað
verðmætamat," segir Páll Óskar.
Dómararnir í X-Factor Einar, Ellý og Páll
Óskar.
Hann segir að gay-lífið í Berlín
sé alveg sér á báti. „Fyrstu mann-
réttindasamtökin í Þýskalandi voru
stofnuð fyrir meira en hundrað
árum og þó að Hitler hafi strokað
út gay-menninguna í seinni heims-
styrjöldinni þá voru Þjóðverjar ekki
lengi að ná sér á strik eftir stríð. Ég
mæli með Berlín fyrir gay fólk og
reyndar fyrir alla," segir Páll og er
alsæll með veru sína þar.
Hann er hjá vinafólki sínu í Berl-
ín og segist ætla að safna orku þar
áður en hann byrjar að hlusta á alla
þá sem skrá sig í áheyrnarpróf fyr-
ir X-Factor. Þættirnir eru hugsaðir
fyrir alla sextán ára og eldri og eng-
inn er of gamall fyrir þáttinn. „Ég sá
áttatíu og tveggja ára konu í bresku
þáttunum sem náði ansi langt og
ég hlakka til að sjá allar fertugu
húsmæðurnar sem horfðu á Id-
olið og eru drekkhlaðnar af hæfi-
leikum en hafa ekki fengið tæki-
færi til að láta ljós sitt skína," segir
Páll Óskar og hlakkar til að takast á
viðþetta krefj-
andi verkefni
ásamt með-
dómendum
sínum þeim
Einari Bárð-
arsyni og
Elínborgu
Halldórs-
dóttur sem
er betur þekkt
sem Ellý
Q4U.
jakobina@dv.is
Páll Óskar
Hjálmtýsson erffríi
í Berlín „Gay-lifið I
Berlln er atveg sér á
báti.
M