Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Fréttir DV Amótiblótií íþróttasal Jón Hjartarson, sem er fulltrúi vinstri grænna í bæjar- stjórn Árborgar, segir vafa leika á þvi að útlán á íþróttahúsi Vallaskólans á Selfossi undir þorrablót sam- rýmist „forvamar-, uppeldis- og menningarmarkmiðum skóla og sveitarfélags." Auk þess sé vafa- samt að útlán hússins samrým- ist samkeppnislögum. Bæjarráðið samþykkti að leigja út húsið fyrir þorrablót eins og undanfarin ár. I víkin Hópur félaga í víkingaklúbbnum Rimmugýg, sem æft hafa bardagalistir og handverksgerð víkinga um nokkurra ára skeið, munu taka þátt í þremur bardagasýningum á stærstu víkingahátíð heims sem haldin er ár hvert í Hastings. í sumar tóku þeir þátt í vQdngahátíð á eynni Mön á írlandssundi og skildu eftir sig spor sem seint mun gróa yfir. „Það kann mörgum að finnast skrýtið að fullorðnir menn klæði sig í búninga, argi og gargi og berji hver á öðrum með sverð- um, öxum og spjótum, líkt og á tímum víkinga, en sann- leikurinn er sá að allir sem eru í þessu hafa víðtækan áhuga á sögu og handverki og þá sérstaklega sögu vík- ingaaldar. Svona hátíðir eru haldnar víða um Evrópu og ég hef farið til Póllands, Englands og víðar og er að hitta fólk víðs vegar frá Evrópu á þessum hátíðum. En fyrst og fremst finnst okkur þetta rosalega gaman og það er sannköll- uð Valhallarstemning þegar menn rísa upp frá dauðum á kvöldin," segir Níels Guð- jónsson 22 ára hönnunar- nemi, sem hefur tekið þátt í bardagaæfmgum frá því 2001. Völundarsmiður Níels er löngu orð- inn frægur fyrir smíða- gripi sína og smíðar all- an búnað sem tilheyrir víkingum, skildi, hjálma, hnífa, axir, brynjur og Níels Guðjónsson Ahuginr á víkingatlmanum, menningu vlkinga og handverki hefur fylgt honum alit frá bernsku. margt fleira. „Ég hef haft áhuga á þessu síðan ég var lítill strákur og veit orðið ansi margt um hvaða aðferðir víkingar notuðu við smíðar. Ég lenti til dæmis í viðtali við útvarpið á Mön í sumar sem endaði með því að verða allt of langt því ég útskýrði Farsími á 26 millur Lúxusfarsími sem hefur dem- anta sem stjórntakka hefur ver- ið settur á sölu og kostar litlar 26 miiljónir króna. Um er að ræða „The Black Diamond Smartphone" sem hannaður var af Jaren Goh og smíðaður af svissneska fyrirtækinu VIPN. Síminn er smíðaður úr títan og breytir um lit frá silfri yfir í svart þegar hann er ekki í notkun. Aðeins fimm slíkir símar verða smíðaðir og hafa þrír Bandaríkjamenn, Rússi og soldáninn í Oman sýnt áhuga á lcaupum. Vfkingaborg Eidar brenna viö virkið á Mön. Hin taílenska Wasana María vill brúa biliö á milli íslendinga og Taílendinga Lamdi leigubíl Tví- tugur Reykvík- ingurhef- urverið ákærður af sýslu- mann- inum í Kópavogi fyrir eignaspjöll. Samkvæmt ákæru er málið þannig vaxið að þann 14. apríl 2006 gekk pilturinn í veg fyrir leigubifreið á Alfhólsvegi í Kópavogi. Sló hann ítrekað í vélarhlíf og framrúðu bif- reiðarinnar með þeim afleiðing- um að vélarhlíf hennar rispaðist og ffamrúðan bromaði. EkJd liggur fyr- ir hvað piltinum gekk til en hann er engu að síður krafinn bóta að upp- hæð 108 þúsund krónur auk þess sem ákæruvaldið krefst refsingar. VIII bæta taílenskri orðabók í jólabókaf lóðið Samskiptaörðugleikar á milli út- lendinga sem eru búsettir á íslandi og íslendinga er stórt vandamál. Taílendingar eiga erfitt með að læra íslensku þar sem taílenskan er mjög ólík henni og þar að auki með allt annað ritmál. Wasana María er taí- lensk kona sem hefur verið búsett á íslandi í 16 ár og loksins núna gemr hún tjáð sig á íslensku. „Vegna þess að ég hafði ekki vald á íslensku, þá útilokaði fólk mig sem hugsandi manneskju," segir Wasana María. Hún segir að margir Taflend- ingar gefist upp á því að læra íslensk- una í skóla því þeir skilji ekki ensku og auk þess geta þeir ekki lesið ritmál okkar. „Ég var sölukona í Kolaportinu í nokkur ár og það hjálpaði mér mikið við að læra íslenskuna því ég var allt- af að tala við fólk. Núna vil ég hjálpa öðrum að læra íslensku og íslending- um að læra taflensku með orðabók- inni sem ég er að skrifa," segir Wasana María. Hún segir að í bókinni verði hægt að sjá hvemig orðin em borin fram og það hjálpi fólki að tala málið. „Núna vil ég hjálpa þeim að læra málið til að fá meiri virðingu hjá fs- lendingum því það eru margir á mótí útlendingum hér og ekki hjálpar til að þeir tala ekki málið," segir Wasana María. Torfi Geirmundsson hársnyrtír hefur hjálpað Maríu að setja saman orðasafnið í tölvunni á hárgreiðslu- stofu sinni að Hverfisgöm 117. „Hún kom og bað mig um vinnu því hún vill læra hárgreiðslu og ég tók hana upp á mína arma og er að hjálpa henni að skrá í tölvunni íslensk-taflenska og taflensk-íslenska orðasafnið og það gengur bara mjög vel," segir Torfi. María er enn ekki búin að fá útgef- anda að bókinni en hún vonast til að geta gefið hana út fyrir jól. Hún seg- ir að í bókinni verði lflca uppskriftir að taflenskum mat og vonar að við- tökurnar verði góðar. María segir að ef Torfi hefði ekki tekið henni svona vel og hjálpað henni með orðabók- ina hefði þetta aldrei getað orðið að veruleika. Hún er Torfa mjög þakk- lát og segir hann hafa verið ótrúlega góðan við sig. jakobina@dv.is Wasana María og Torfi Geirmundsson „Vegna þess aö ég hafði ekki vald á isiensku, þá útilokaði fólk mig sem hugsandi manneskju.“ DV-mynd: Höröur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.