Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Síða 25
DV Helgin FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 25 vel með, spurði spurninga og hafði alltaf eitthvað áhugavert fram að færa. Það var alveg ljóst í mínum huga að þarna fór afburðamann- eskja, enda voru einkunnir hennar í samræmi við það. Ég var aldrei í vafa um að hvað sem hún tæki sér fyrir hendur myndi hún gera með glæsibrag. Kristín hefði orðið afburðalögfræð- ingur, en því miður missti stéttin af henni á annan vettvang." Gáfur og geta Auk þýskuverð- launa við útskrift á stúdentsprófi hlaut Krist- ín verðlaun fyrir fram- úrskar- andi ár- i angur á fé- lags- ■y" „Þaðergamanað sjá hana sem móður. Bjöggi og Kristín eiga mjög vel saman, þau eru andlegir jafningjar og eru bæði mikið æv- intýrafólk. Mérhefur alltafþótt þau eiga sér- staklega velsaman." fræðibraut og hélt til náms við Há- skóla íslands, þaðan sem hún lauk BA-námi í stjórnmálafrœði og við- skiptafrœði. Þá ákvað hún að halda til náms við London School ofEcon- omics and Politics í London og sótti um styrk hjá breska sendiráðinu, sem hún hlaut. „Ég vissi að henni hefði gengið vel í námi og þegar hún ákvað að fara í mastersnám til útlanda leit- aði hún til mín eftir ráðgjöf," seg- ir Einar Benediktsson sendiherra. „Það var þá sem ég sá einkunnir og námsferilsgögn sem sýndu af- burðaárangur Kristínar á stúdents- prófi og í BA-námi við Háskóla ís- lands. Ég var mjög sáttur við þá ákvörðun hennar að fara á London School of Economics í framhalds- nám og það kom mér ekki á óvart að þar varð árangur hennar frábær. Kristín Ólafsdóttir er gædd miklum persónutöfrum, gáfum og getu," segir Einar og bætir við: „Þegar ég var framkvæmdastjóri Landa- fundanefndar réðum við Krist- ínu til aðstoðar við eitt verk- efna okkar árið 2000. Hún leysti það verkefni af mikilli prýði. Þá sagði hún mér af hugmynd sem hún var með að ágætri heimildarmynd um viðhorf erlends fólks til okkar og var ánægju- legt að sjá koma til fram- kvæmda." Viðurkennir ef hún hefur rangt fyrir sér Þrátt fyrir góðan náms- árangur var skólinn ekki það eina sem Kristín lifði fyrir. Hún stundaði vinnu með námi, starfaði í sjö ár á Stöð 2, meðal annars á þýðingardeild, við sölu- og markaðsmál og almanna- tengsl, vann hjá Coca-Cola á íslandi og í World Class, Með Tony Blair Kristín og Björgálfur Thor dvelja mikið i London og hitta oft áhrifafólk. Hér sjástþau ræða málin við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Mynd: East/West Institute hún hafi haft rangt fyrir sér," seg- ir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Sara Lind kynningarstjóri er vinkona Kristínar og hún nejhir líka þann eiginleika hennar að vera hrein og bein. „Kristín hefur sterkar skoðan- ir á öllu og er ekkert feimin við að láta þær í ljósi, en hún virðir jafn- framt alveg ef aðrir deila ekki sömu skoðun og hún. Hún hefur gaman af hressilegum rökræðum. Hún er heldur ekkert feimin við að viður- kenna að hún hafi haft rangt fyr- ir sér eða hafi einfaldlega skipt um skoðun og það er eiginleiki sem fleiri mættu taka sér til fyrirmynd- ar," segir Sara Lind. Þrjóskari en andskotinn Það virðist ekki vera sem Krist- ín Ólafsdóttir hafi marga galla, að minnsta kosti ekki þannig að þeir rifjist upp hjá viðmælendum blaðs- ins. Ogþó. „Jú, ég man eftir einum," segir Ragnar Bragason leikstjóri. „Hún segist vera hvalaverndunarsinni, en ég hef einu sinni séð hana borða snittu með reyktu hrefnukjöti!" „Hún er vinur vina sinna og stendur með þeim gegnum súrt og sætt." var dagskrárgerðarkona hjá Ríkissjónvarpinu þar sem hún sá um vikulega þáttinn Radar, varaðstoðarleikstjóri hjá Nemendaleikhúsinu og aðstoðarframleiðandi og aðstaðarframkvœmdastjóri við kvikmynd Hilmars Odds- sonar Sporlaust. Þar kom í Ijós að Kristín Ólafsdóttir er rösk í ákvarðanatöku. „Kristín eyðir ekki löngum tíma í að velta fyrir sér mál- unum," segir Ragnar Braga- son leikstjóri sem unnið hef- ur með Kristínu að tveimur kvikmyndum. „Hún er kreat- ífur framleiðandi sem kemur að öllum þáttum kvikmynda- gerðar og er ekkert óviðkom- andi. Þegar við lentum á.veggj- um vegna upptökuleyfa og samninga leysti Kristín vel og fljótt úr öllum vandræðum." Kristín hefur gert nokkrar 'kvikmyndir; How do you like lceland? sem verður sýnd í New York og Seattle í nóvember, Love is in the air, sem fjallar um sýn- ingar Vesturportshópsins á Rómeó og Júlíu í London en hún var einn- ig framkvœmdastjóri sýninganna, og myndina Börn sem nýverið var frumsýnd hér á landi og verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian nú um helgina. Eftir áramótin verður svo kvikmynd- in Foreldrar frumsýnd. „Kristín er ótrúlega þægileg í samstarfi, getur verið föst fyrir en er fljót að bakka og viðurkenna að telji hún þá stefna á ranga braut en Gunnar frœndi hennar bendir á að margir hafi misskilið sjálfsöryggi hennar og talið það sjálfsánægju og merkilegheit. „Þannig er Kristín alls ékki. Hún hefur bara aldrei neitt verið að afsaka sig og hún liggur ekki á skoðunum sínum. Mér finnst einn stærsti kosturinn við Kristínu vera sá hvað hún er alltaf heiðarleg." Framhaldá næstusíðu Ný frímerki * Sajpta&u Íítium ic&bw&tÁcwt Þann 21. september gaf íslandspóstur út fjórar frímerkjaraðir. Myndefnin eru vitlt ber á íslandi, fyrstu íslensku Ólympíuverðlaunin 1956, Íslandsglíman 100 ára og aldarafmæli símasambands við útlönd. Árni Páll frændi hennar, sem er þremur árum eldri en hún, segir hana hafa verið þrjóskari en and- skotann og Hrund vinkona henn- ar segir að kannski megi kalla það galla að hún eigi það til að gera of miklar kröfur til sjálfrar sín. „Það hefur alveg komið fyrir að mig langi til að gefa Kristínu kæru- leysissprautu eða kitla hana þang- að til hún fer í vímu af hlátri," seg- ir Hrund. Drekkir sér ekki í tilfinninga- semi Einn af helstu kostum Krist- ínar þykir sá hversu góður hlust- andi hún er. Hún er jajhframt sögð óhrædd við að hnippa í vini sína • ■ Ólétt og alsæl Kristln stíllti sér upp f mynda- töku fyrir Birtu Ijanúar 2005 þegar hún var ólétt að syni sínum. DV-mynd Teitur Ný frímerkjaverslun Ný frimerki og frímerkjatengt efni fæst í verslun FrímerkjasötunnaraðStórhöfða 29,110 Rvk. Opin alla virka daga frá kl. 9:00-16:00. Sími: 580 1050 • Fax: 580 1059 stamps@postur.is • www.stamps.is FRlMERKJ/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.