Freyr - 01.06.1961, Page 8
192
FRE YR
GEIR V. GUÐNASON:
Um hreinsun mjaltabúnaðar
Ahöld þau, sem notuð eru við mjaltir —
orúsar, fötur, mjaltavélar, mjólkurslöngur
og spenagúm — eru sannkölluð gróðrarstía
fyrir gerla, og komast þeir þaðan auðveld-
lega í mjólkina, ef ekki er vel að gætt. Má
því segja, að hreinlæti með þessi áhöld á-
kveði að miklu leyti, hvort mjólkin verði
almennilega neyzluhæf eða ekki. Til þess
að hreinlætið sé í lagi, verður að fjarlægja
úr þessum tækjum allt, sem stuðlar að
gerlagróðri, og kann að komast í snert-
ingu við mjólkina sjálfa, og orsaka þannig
smitun. Mjólkurdreggjar, .bæði fita og
eggjahvítuefni, eru ein hin allra bezta fæða
fyrir allskonar gerla. Mjólkursteinn varn-
ar því að hægt sé að hreinsa burt mjólkur-
dreggjarnar, og stuðlar þannig óbeint að
auknum gerlagróðri. Það má taka fram
hér, að mjólkurdreggjarnar og steinninn
þurfa ekki að vera sýnileg með berum aug-
um til þess að milljónir og aftur milljónir
gerla geti þróazt í þeim. Með öðrum orðum,
innar í menningu þjóðarinnar á liðnum
öldum, og hins mikla framlags sveitanna
til nútíma atvinnulífs, við sjávarsíðuna,
er ekki sársaukalaust að sjá, — þrátt fyr-
ir allmikla vélaeign bænda — hversu allt
stefnir til einyrkj abúskapar, sem aldrei
getur veitt tómstundir til verulegrar
sóknar í menningarátt.
Eins og samvinnuandinn hefur orðið
styrkasta stoð bænda í verzlunar- og fé-
lagsmálum, mim honum einnig takast að
finna úrræði til þess að sameina ein-
yrkjabýlin í stærri heildir, svo vísinda-
legur búskapur geti hafizt og bændurnir
fái endurheimt stöðu sína í mótun ís-
lenzks menningarlífs.
Kristófer Grímsson.
þótt ílátin kunni að sýnast hrein er alls
ekki þar með sagt að þau séu það. Verður
því öðru hverju að gera ráðstafanir, sem
síðar verður drepið á, svo að aldrei vinn-
ist tími fyrir mjólkurdreggjar eða mjólk-
urstein að safnast fyrir í svo ríkum mæli,
að sýnileg verði með berum augum Ef
hreinsunin er vel framkvæmd, er mest af
gerlunum hreinsað burtu og verður gróð-
urinn þá mjög takmarkaður.
Á hinn bóginn verður alltaf eitthvað af
gerlum eftir í ílátunum, jafnvel þó vel sé
hreinsað. Þeim þarf að eyða. því að ann-
ars tímgast þeir og smita mjólkina. Þess
vegna verður að dauðhreinsa ílátin, og má
segja að þvottinum sé ekki lokið fyrr en bú-
ið er að dauðhreinsa allt á einn eða annan
hátt. Eiga þá ekki að vera neinir lifandi
gerlar á yfirborði ílátanna.
Rétt er hér að skipta mjaltatækjunum
í tvo flokka og telja í fyrri flokkinn alla
málmhluti — brúsa, mjólkurfötur, síur og
mjaltavélar, sem tiltölulega auðvelt er að
hreinsa.
í seinni flokkinn fara svo mjólkurslöng-
ur og spenagúm, sem langerfiðast er að
hreinsa vegna efnis þess, sem þau eru gerð
úr og einnig vegna þess, að ending þeirra
er algjörlega undir hreinsiaðferðinni kom-
in. Auk þess er sérstaklega erfitt að dauð-
hreinsa gúmið með þeim aðferðum. sem
notaðar eru á málmhluti.
í öllum tilfellum á að skola áhöldin strax
eftir notkun úr köldu eða volgu vatni. Bezt
er reyndar að nota volgt vatn við skolun-
ina. Ef vatnið er of kalt, storknar fitan á
yfirborði ílátanna og loðir þannig við þau,
en ef vatnið er of heitt, þá hlaupa sum
eggjahvítuefnanna og festast við ilátin.
Skal nú rætt um hreinsun og dauðhreins-
un á þessum tveim flokkum af mjólkur-
tækjum, sem áður var drepið á, sinn í hvoru
lagi.
Fyrst eru það málmhlutirnir — brúsar,