Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1961, Qupperneq 18

Freyr - 01.06.1961, Qupperneq 18
202 FRE YR Hvenær fáum við garðyrkjutilraunastöð? í öllum löndum, þar sem garðyrkjan gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðarbú- skapnum, er stunduð umfangsmikil rann- sókna- og tilraunastarfsemi til að stuðla að uppbyggingu og öruggari framþróun þess- arar atvinnugreinar. Sem dæmi um það hversu rík áherzla er lögð á að greiða fyrir þróun og útbreiðslu garðyrkjunnar í ýmsum löndum, með að- stoð tilrauna og rannsókna, má geta þess, að í Danmörku eru 4 tilraunastöðvar, í Noregi eru þær 8, í Svíþjóð er unnið að garðyrkjutilraunum á um 10 stöðum, og í Hollandi nálgast tilraunastöðvar 40, sem ýmist eru í ríkiseign eða starfræktar af landshlutum og félögum með fjárframlagi frá því opinbera. Þannig mætti lengi telja. Hér á landi, þar sem hvort tveggja er, að garðyrkjan er ung að árum sem sjálfstæð atvinnugrein, og aðstæður eru um margt mjög frábrugðnar því er þekkist hjá flest- um grannþjóðum vorum (má t. d. benda á veðurfar og jarðveg), skortir ekki hvað sízt rannsóknir og tilraunir, til þess að fram- þróunin ekki stöðvist og allt hjakki í sama farinu ár eftir ár. Áður fyrr, meðan gróðrarstöðvanna í Reykjavík naut við, undir leiðsögn manns eins og Einars heitins Helgasonar, var leit- azt við að kanna ýmislegt, sem almenningi gat orðið að liði, og var þó garðyrkja hér- lendis á þeim tíma mjög takmörkuð og frumstæð, og sem atvinnugrein vart orðin til. En nú, eftir að fjöldi manna hefur gert sér garðyrkju að atvinnu, og eftir að stór- felldur áhugi fyrir ræktun hefur vaknað hjá fólki víðsvegar um landið, virðist fyrri tíma tilraunastarfsemi að mestu kulnuð, nema hvað smávegis mun fengizt við at- huganir á kartöflum og rófum við tilrauna- stöðvar jarðræktarinnar, og svo við jurta- kynbótastöð Atvinnudeildarinnar.1) !) Ræktun rófna og kartaflna, og svo tilraunir með þær jurtir, tilheyrir almennum búskap en ekki garðyrkju hér á landi sem annarsstaðar. Ritstj. Með stofnun Garðyrkj uskóla rikisins að Reykjum árið 1939 var það von margra, að þar risi fljótlega upp tilraunastöð sú, er glímdi við hin fjölmörgu vandamál, sem bíða úrlausnar innan verkahrings garð- yrkjunnar. Enda gerðu lög svo ráð fyrir, að á Reykjum yrði ekki einungis fengizt við kennslu, heldur og tilraunir með alls konar gróður, jafnt á bersvæði sem undir gleri, er heyrir garðyrkju til. Sú von hefur þó brugð- izt til þessa hvað tilraunir snertir. Að vísu átti Garðyrkjuskólinn fyrst í stað við ýmsa erfiðleika að etja, ekki hvað sízt fjárhags- lega, og lengi var ekki gert ráð fyrir neinu fé á fjárlögum til tilrauna við skólann. Meðan málin stóðu þannig, var varla hægt að vænta þess, að Garðyrkjuskólinn væri fær um að sinna þessu verkefni svo um munaði. En fyrir 8—9 árum birti lítið eitt til í þessu máli. Þá var farið að veita á ári hverju nokkurt fé til tilrauna við skólann. Stuttu síðar fékkst 100 þús. kr. byrjunar- fjárveiting til byggingar á sérstöku til- raunagróðurhúsi, og var þá strax hafið að reisa eitt hið stærsta gróðurhús, sem fyrir- finnst á öllum Norðurlöndum, og þótt víðar væri leitað. Bygging þessi sætti töluverðri gagnrýni garðyrkj umanna, og héldu ýmsir því þá fram, að varla hefði verið rannsak- að til hlítar, hvernig heppilegast væri að byggja upp gróðurhús fyrir tilraunastarf- semi. Fannst ýmsum og einkennilegt, að á sama tima og garðyrkjumenn fordæmdu efnivið þann, sem notaður var til byggingar á húsinu, þar eð reynslan hafði sýnt, að hann væri lélegur til gróðurhúsa, skyldi garðyrkjuskólinn reisa byggingu úr því. í hús þetta voru alls veittar um 400 þús. kr. af opinberu fé; hinsvegar mun það hafa kostað talsvert meira. Síðan var hafizt handa um að rækta tómata í húsi þessu á venjulegan hátt, eða í engu frábrugðið því, sem gerist og gengur meðal garðyrkju- manna, en um tilraunir — í orðsins merk- ingu — í tómatrækt — hefur ekkert heyrzt eða verið birt, garðyrkjumönnum til leið-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.