Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1962, Side 26

Freyr - 15.09.1962, Side 26
FREYR 314 hrossahéruðunum hafa hryssur í sama til- gangi og bændur í sauðfjárhéruðunum ær, til að eiga afkvæmi, láta það ganga undir móðurinni til haustsins og slátra þá þeim þeirra, sem þeir telja sig ekki þurfa til viðhalds stofninum. Folaldið leggur sig eins og 2 til 3 meðal lömb. í hrossahéruðunum er yfirleitt snjólétt og miklu oí’tar er það, að aldrei taki fyrir hrossajörð allan veturinn, svo gefa þurfi hrossunum. Vegna þessa er það vani margra í hrossa- héruðunum að ætla hrossinu ekkert inni- fóður. ætla þeim að bjarga sér — ganga úti. Þegar nú þess er gætt, að fullorðið hross þarf 3—4 fóðureiningar í viðhaldsfóður á sólarhring, þá er skiljanlegt, að þegar nokkrir tugir, eða 'kannske yfir 100 hross, koma á hús og er gefið hey frá öðru búfé í von um, að hagleysið muni vara stutt, þá gengur fljótt á heyin. Hrossið étur vikufóð- ur ærinnar á einum sólarhring, og komi 50—100 hross á innistöðu vegna jarðleysis í nokkrar vikur. þá „mokast heyið upp“, eins og menn þá segja í hrossahéruðunum, og getur á tiltölulega skömmum tíma gert heimili, sem voru vel byrg, heylaus með öllu. Það er þetta, sem margir óttast að geti leitt til fellis í hrossahéruðunum, þar sem hrossunum er ekkert ætlað nema jörð- in — útigangurinn. Nú eru hrossin okkar þannig gerð, að þau safna á sig forðanær- ingu að sumrinu, og eftir því hvað hross, sem vegin hafa verið að haustinu og svo aftur að vorinu, hafa létzt, má ætla, að hross hafi að nokkru lifað á fitu og vöðv- um, sem það hefur tekið af sjálfu sér og sem hnfi haft í sér hitagildi. sem svarar viðhaldi hrossins í 10—12 vikur. En þegar þau hafa étið svo mikið af sjálfum sér, er k'min hvilft í lendina, makkinn horfinn og telja má rifip langt til. Sumir tala um, að allan útigang hrossa eigi að banna, hann sé ill meðferð á hrossunum, og geti sett hrossabændurna í þrot með fóður fyrir annað búfé, svo felli geti leitt af. Þetta getur allt verið satt, en ég hygg, að þannig þýði lítið að tala við hrossabændurna Bóndi, sem tekið hefur við hryssuhjörð af föður sínum, og veit, að um árabil hafa þær gengið úti, árlega gefið honum folald, sem hann hefur slátrað eða látið lifa til viðhalds stofninum, finnst að hann hafi enga vinnu fengið eins vel borgaða og þá, sem hann hefur eytt í að marka folaldið, ná í móður þess af fjalli og koma folald- inu til slátrunar, því að aðra vinnu við stóðið vilja fæstir hrossabændumir telja. Ég hef sagt við hrossabændurna, að þeir skyldu reyna að smá koma sér upp fyrn- ingum fyrir hrossin, setja á hverju ári 1— 3 hesta í hrossahey fyrir hvert hross, hey, sem bara væri ætlað hrossum. Ef ekki hitt- ist svo á, að langvarandi hagleysi kæmi fyrir hrossin fyrst eftir að þeir byrjuðu að safna í hrossaheyið, mundi líða skammur tími þar til þeir ættu hey, sem þeir gætu heyglað með tannfellingunum og þeim hrossunum, sem sýnilega ætlaði ekki að endast forðanæringin á sjálfum sér með beitinni. til þess að verða bjargleg að vor- inu. Og hittu þeir á góða vetur eftir að þeir byriuðu að safna í hrossaheyið, mundu ekki líða nema fá ár, þar til svo hefði í það safnazt, að öðrum skepnum stafaði engin hætta af hrossafj öldanum. Sumir bændur, sem þó eiga um 60 hross, hafa þegar komið fyrir sig fyrningum, svo af þeim er engin hætta, þó þau komi á hús. Það er bvggt á ókunnugleika hjá þeim, sem halda að það sé ill meðferð á hrossum, að láta þau ganga úti. Sé þeim sýnd natni, þeim gefið úti þegar hagleysur koma, tekn- ar af þeim stöður o. s. frv. getur þeim liðið prýðilega. Ég hef séð fjölda af framgengn- um hrossum að vorinu, og oft vel fram gengin. En ég hef líka séð hið gagnstæða. Við hrossabændurna vil ég segja þetta: Reyn'ð að smásafna heyi fyrir hrossin. Nú eru þau víða svo mörg, að þið getið það skepnanna, sem ekki fá nægilegt viðhalds- fóður,

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.