Freyr - 15.09.1962, Qupperneq 36
Um gjörvallar svaiíir Islands skortir skóga og skjól þeirra.
allir mættu una. Hvað snertir þátt bændanna
í skógræktinni, þá er hann enn sem komið
er í lágmarki. Sennilegt er að hér eigi eftir
að verða mikil breyting.
Myndirnar, sem Dr. H. P. birtir með viðtal-
inu eru mjög fróðlegar og gagnlegar. Þær
sýna á mjög athyglisverðan hátt beitaraðferð-
ir þeirra Nýsjálendinganna, en athugulum
lesanda sýna þær líka fleira. Þær sýna allar
skóginn.
Nýsjálendingarnir fundu fljótt, að það var
ekki nóg að koma með jurtirnar sem þeir
vildu rækta. Það þurfti að kunna hinar réttu
aðferðir til þess að fá gróðurinn til að þríf-
ast. Þannig fundu menn með rannsóknum,
að ýms sncfilefni vantaði í jarðveginn, einkum
kobalt. Sennilegt er að þetta sé einnig'
okkar vandamál. Það er ekki einleikið, að sum-
ar grösugustu sveitir landsins skila afurða-
rýrasta fénu. I sambandi við skóginn hafa
menn orðið að leita uppi þær tegundir, sem
dafna hér. En það er ekki allt rnálið. Eftir
er að finna hvað gera þarf til þess að hann
dafni nógu vel. Vantar snefilefni í jarðveginn
til þess að hann þrífist nægilega vel? Þannig
hefur borið á óhreysti í skógarfurunni, þó að
hún vaxi hér, og aðrar furutegundir vaxi bet-
ur. Það er ekki ósennilegt að nauðsynleg efni
vanti sums staðar í jarðveginn til þess að jurt-
irnar verði nægilega hraustar svo að þær
standist baráttuna við óvini sína: veðráttu,
sníkjudýr, og einnig til þess að skepnur og
menn, sem á þeim lifa, verði heilbrigð og
hraust. Þetta verður ekki aðeins sagt urn
skóginn, sem er nýr borgari í gróðurríkinu,
heldur, því miður, um mikið af öðrum nytja-
gróðri, sem við ættum þó að hafa þekkingu á,
en höfum ekki.
Við þurfum að fara að eins og Nýsjálend-
ingarnir: sinna vandamálunum í jarðrækt og
eldi dýra og manna. Við þurfum að gera til-
raunir og læra af reynslunni. Þessurn málum
verður að sinna og það rækilega. Það má
ekki láta reka á reiðanum, því það kostar
tíma og peninga, sérstaklega er skógurinn
tímafrekt fyrirtæki. En í öllum þessum mál-
um er mikið ólært, og margt af því er enn
ekki að finna í neinum bókum.