Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 20

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 20
308 FRE YR en síðan var hún borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 11. Avarp 'cndbýnaSari'á.ðherra. Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, tók þá til máls. Ræddi hann fyrst um störf fund- arins og ályktanir hans. Kvað hann sér líka sumar þeirra vel, en aðrar myndu missa marks. Hann vitnaði til þess, að bændur hefðu á mörg- um fundum lýst ánægju með þau framleiðslu- ráðslög, sem þeir hafa búið við. En hann kvaðst reiðubúinn að ræða við stjórn Stéttar- sambandsins um breytingar á lögunum. Ráð- herrann talaði síðan um verðlagsgrundvöll búvara og taldi nauðsynlegt að fá hann leið- réttan og gerði ráð fyrir, að það mundi vinn- ast, ef nægileg gögn væru fyrir hendi. Hann kvað eðlilegt, að óskir kæmu fram um aukin lán til bænda og tillagan um afurðalánin væri rétt og vel orðuð. En um Stofnlánadeild land- búnaðarins hefði verið samþykkt gölluð til- laga. Hann kvaðst vita, að um gjald af sölu- vörum bænda til hennar yrði rætt fram yfir næstu kosningar. Eftir það þætti það gjald sjálfsagt, hverjir sem færu með völd. Enn ræddi ráðherrann um fleiri ályktanir fundar- ins, en síðan vék hann að fólksflutningum úr sveitum í þéttbýli. Þannig hefði straumurinn legið hér á landi í 30 ár, og sömu sögu væri að segja frá öðrum löndum. Þrátt fyrir það, ætti íslenzkur landbúnaður framtíð fyrir sér, og að því kæmi, að fólk teldi sér hag í því að búa í sveit. Það þyrfti að vinna að því, að ungt fólk gæti sezt þar að. Með lögum um stofn- lánadeild landbúnaðarins, hefði verið lagður grundvöllur að því, að veita fé út í sveitirn- ar. Það væri óhætt að hvetja ungt fólk til að búa. Það væri betra að búa, en að vera verka- maður. Fundarstjóri þakkaði ráðherranum ræðuna og dvöl lians á fundinum. 12. Önnur ávörp. Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðar- félags íslands, flutti þá ræðu. Þaklcaði hann fundinum þann drengilega stuðning, sem hann hefði veitt byggingu Bændahallarinnar. Hann kvaðst vera þakklátur Stéttarsambandsfund- um fyri kynni sín af þeim, en síðan hann varð formaður Búnaðarfélags Islands hefði liann setið alla Stéttarsambandsfundi, nema einn, er hann var erlendis. Þetta hefðu verið góðir fundir og farið batnandi. Síðan ræddi Þorsteinn nm gott samstarf Stéttarsambandsins og B.í. Hann sagði, að þrjár stofnanir bænda: B.T., Stéttarsambandið og Framleiðsluráð, ætluðu nú um skeið að búa saman á einni hæð í Bændahöllinni. Kvaðst hann vita, að þar yrði gott samstarf og vænti þeess, að málum bænda yrði þar vel ráðið. Formaður Stéttarsambandsins, Sverrir Gíslason, tók síðan til máls. Þakkaði hann landbúnaðarráðherra komu hans og dvöl á fundinum, og sömu þakkir flutti hann for- manni B.I. Þá minntist hann Steingríms Stein- þórssonar, búnaðarmálastjóra, sem hefði setið á öllum Stéttarsambandsfundum fram til þessa, en væri nú fjarverandi. Kvaðst hann marg- sinnis hafa sótt til hans góð ráð. Oskaði hann, að fundarstjóri sendi honum skeyti frá fund- inum. Þá minntist formaður Páls Zóphonías- sonar, sem enn væri hér á fundi og hefði starf- að mjög mikið fyrir bændur, sem kennari, skólastjóri, ráðunautur og búnaðarmálastjóri og nú síðast, sem eftirlitsmaður með forða- gæzlu. Fulltrúum þakkaði hann góð störf og fundarstjórum og riturum fyrir þeirra verk. Þá þakkaði hann stjórn gistihússins og starfsliði góðan beina og ágæta aðbúð. Óskaði síðan fundarmönum góðrar heimferðar. Fundarstjóri, Bjarni Bjarnason, minntist fyrirrennara síns, sem fundarstjóra, Jóns Sig- urðssonar á Reynistað. Vildi hann mega senda honum kveðjuskeyti frá fundmum. Þórir Steinþórsson flutti þakkir stjórn Stétt- arsambandsins, Framleiðsluráði og fulltrúum bænda í sexmannanefnd, fyrir störf þeirra í þágu bænda. Fundarstjóri flutti þakkir framkvæmdastjór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.