Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 51

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 51
FREYR 339 Til lesenda Allt frá upphafi hefur útgáfa FREYs verið við það miðuð, að hann hefði fyrst og fremst faglegan boðskap að flytja. Á síðari tímum hefur fagsviðum landbúnað- arins fjölgað, svo að vettvangur efnisvals hefur orðið nokkru fjölbreyttari en fyrr enda var les- mál blaðsins aukið að miklum mun árið 1943. Eins og sjá má af efnisskrá FREYs við hver árs- lok hafa efnisflokkar verið um 20 árlega og fjöldi höfunda oftast verið 50—60 á ári, stúnd- um yir 60. Ætla mætti því, að eitthvað hafi ver ið fyrir flesta þá, sem að landbúnaði vinna, miðað við fagleg efni ein. Því er ekki að leyna, að í því flóði prentaðs máls, sem berst á vit almennings nú, kennir margra grasa, en þrátt fyrir það finnst ýmsum, að þar mætti f jölbreytni vera enn meiri. Við og við hafa tilmæli komið til ritstjórnar FREYs um að birta í blaðinu eitthvað af „léttu efni“. Sumum finnst fræðileg efni of þurr ef ekki er eitthvað með af kryddi. Nú geta verið skiptar skoðanir um hvort FREYR skal vera hreint fag- blað eða hann skal flytja blandað efni. Fyrir nokkrum árum beindi ritstiórinn því til Búnaðarþings, að rétt væri að taka óskir ým- issa til greina og athuga hvort réttmætt þætti að hafa létt efni í blaðinu að nokkru og auka jafnvel lesmál að sama skapi. Þetta mál kom til umræðu í nefnd, en ekki þótti þá ástæða til að víkja frá línu þeirri, sem frá upphafi hefur ríkt. Við og við hefur FREYR birt viðtöl við bænd- ur á undanfömum árum og má telja ýmislegt af því tagi „létt efni“. Þess hefur ávallt orðið vart, að slíkt efni er við hæfi margra lesenda. Þá hafa stundum borizt óskir um að segja fleira um háttu og störf bændastétta annarra landa. Og ennfremur hafa margar óskir borizt um, að FREYR flytti meira af efni fyr'ir kven- fólk en raun er á og jafnvel eitthvað fyrir sveitabörnin einnig. Allt þetta og sitthvað fleira verður ekki birt nema dregið sé úr faglegum þáttum, eða rúm- mál blaðsins aukið að öðrum kosti. Á síðasta Búnaðarþingi voru raddir fram færðar þar sem þess var eindregið óskað, að létt efni birtist í blaðinu, það ætti líka að vera handa þeim, sem ekki kæra sig um fagleg efni Var þá meðal annars — og enn einu sinni — vitnað til samtalsþátta, sem allir vildu lesa. Um þetta var engin ákvörðun gerð heldur var málið lagt í vald útgáfustjórnar. Og nú hef- ur hún tekið saman ráð sín og ákveðið, að rétt sé og sjálfsagt að prófa hve almennar slíkar óskir um létt efni séu í sveitunum, en FREYR er og verður fyrst og fremst blað sveitanna. Ekk'i er enn ákveðið hvort fagleg efni dragast saman að sama skapi og léltara efni kemur inn, eða rúmmál FREYs verður aukið. í því sambandi mun einnig tekið tillit til út- gáfukostnaðar, sem stöðugt fer hækkandi og það svo um munar. En á þessu stigi máls er það nú viðhorfið að kanna hve stór hópur nýrra áskrifenda bætist við vegna þess, að slakað verður á faglegum fræðum en léttara hjal tek'ið með á síður blaðs- ins. Er þessu máli beint til lesendanna með þessu hefti FREYs, sem kemur til bænda víðsvegar um land, utan hins eiginlega kaupendahóps, eins og vant er um Stéttarsambandshefti. Þessi viðhorf séu þá hérmeð tilkynnt og það um Ieið, að útgefendur vænta þess, að umrædd forsenda færi blaðinu úokkurn hóp nýrra kaup- enda. Þess skal og getið, að nýir kaupendur FREYs, frá komandi áramótum, fá í kaupbæti bókina Kartaflan, sem Búnaðarf élag Islands hefur gefið út, en það er rit um 120 síður, þar af 24 heilsíðulitmyndir. Á meðah upplag bókar- innar endist getum vér boðið þessi fríðindi. Væri gott að fá vitneskju fyrir nýár um nýja kaup- endur svo að upplag FREYs verði frá ársbyrjun ákveðið með tilliti til kaupendahópsins. Með bókinni verður svo send krafa fyrir áskriftar- gjaldinu í byrjun ársins. Þess má geta, að meiri hluti lesenda óskar, að ekki sé notaður Iakari pappír en verið hefur, því að myndir njóta sin því verr sem pappír er lak- ari. Þess er vænzt, að Iesendur gefi til kynna við útgáfu FREYs hvort þeim virðist að hér sé rétt stefnt og ef aðrar tillögur kunna að vera uppi um atriði varðandi útgáfuna, þá skrifið FREY,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.