Freyr - 01.01.1964, Síða 7
LX. ÁRGANGUR — NR. 1
REYKJAVÍK, JANÚAR 1964.
Útsrefendur: Búnaðarfélag íslands os Stéttarsamband bsenda.
ÚtfirÁfunefnd : Einar Ólafsson, Halldór Pálsson. Pálmi Ein-
■EFNI:
FREYR sextugur
Vandið búnaðarframtölin!
Fjós af sænskri gerð
Hrossarækt eða gönuskeið
Menn og málefni
Árferði 1963
Ræktunarfélag Norðurlands
Fóðurþjófur í fjósinu
Bækur
arason. — Ritstjóri: Gíali Kristjánsson. — Ritetjórn,
srreiðsla og: innh.: Laskjarg. 14 B, Reykjavík. PÓBth.
Simi 19200. Áskriftarverð kr. 150,00 árjfansrurinn.
Prentsmiðjan Edda h.f.
af-
390.
Molar
Freyr sextugur
Á að breyta til?
Með þessum árgangi hefst hinn sextug-
asti í tilveru FREYs. Enginn veit að sjálf-
sögðu afmæli hans, aðeins árið verður
markað og þegar það er liðið má með sanni
segja, að blaðið hafi fyllt sína sex tugi.
Hefur tímarit nokkurn aldur? var Helge
Janér, ritstjóri sænska búnaðarblaðsins
LANTMANNEN, spurður fyrir jólin í tilefni
af því að rit þaö, sem hann lengi stýrði,
verður 75 ára á þessu ári.
— Nei, svaraði hann. Tímarit er alltaf að
fæðast, hvert nýtt hefti er einstaklingur út
af fyrir sig. Lifandi verur eldast en tímarit
eldist ekki, heldur er það alltaf í endur-
nýjung. Þess vegna er hægt að segja um
tímarit, að því eldra sem það er þeim mun
nýrra er hið síðasta hefti þess í samanburði
við hið fyrsta.
—O—
Eigi vitum vér, hvort telja skal ummæli
hins aldna ritstjóra, í Svíaríki, sannindi
eða ekki. Það má víst gera ráð fyrir, að
sínum augum líti hver á það mál eins og
fleira.
Ekki er heldur víst að það þætti eiga við
um Frey, þó að slíkt kynni að vera stað-
reynd um Lantmannen. Frá nokkrum les-
endum fær maður við og við bréf og ábend-
ingar um að Freyr ætti að vera öðruvísi en
hann er.
„Freyr er nákvæmlega eins og hann var
á fyrstu árum útgáfunnar, ég á hann allan,
hann hefur ekkert breytzt“, skrifaði einn
í fyrravetur.
Um þetta má segja:
Freyr var í upphafi um 104 síður á ári,
örfáar myndir, án kápu eða með mislitri
kápu og skrifaður af 8 mönnum að mestu.
Á árinu 1963 var hann um 460 tölusettar
síður, þar að auki 100 kápusíður með aug-
lýsingum, og með það mörgum myndum,
að sumum þykir nóg um, meira að segja
litmyndum, sem raunar eru svo dýrar, að
útgáfunni er um megn að láta prenta þær
og gerir það því aðeins til hátíðabrigðis.