Freyr - 01.01.1964, Qupperneq 9
FRE YR
3
kemur út einu sinni eða tvisvar í mánuði.
Það mætti segja frá nýjum lögum, sem Al-
þingi hefur afgreitt, en hitt hefur hingað
til verið látið nægja að gera grein fyrir at-
höfnum, sem lögin hafa skapað ramma um,
að svo miklu leyti sem fært hefur verið.
Svo eru það viðtölin. Ritstjórnin hefur
lengi vitað, að þau geta verið eftirsótt
lestrarefni.
Laust eftir að núverandi ritstjóri tók við
umsjón með útgáfu FREYs var stöku sinn-
um farið inn á þá braut og var vel séð.
En það er nú svo, að slíkt efni verður einatt
meira umbúðir en kjarni og á síðum tíma-
rita er þess háttar haft sem fylling. Það
efni heyrir raunar til vettvangi dagblaða
og vikublaða hvar sem farið er eða komið.
Vel vitandi, að hér er efni, sem fólk vill
lesa, hefur beiðnum um þetta verið sinnt á
árinu sem leið og hefur það efni raunar
fylit fleiri síður en útgáfustjórn ætlaðist
til við byrjun ársins.
— Hví má ekki vera meira af því? spyrja
sumir.
FAGRIT — SKÓLI
— FREYR hefur frá upphafi verið bún-
aðarblað og það á hann að vera, segja út-
gefendur, og það með réttu, þó að hið rétta
væri að segja tímarit um búnaö, en ekki
blað. — En hvað um það. í því sniði og
þeim búningi, sem hann birtist, er hann
fagblað. Við hlið búnaðarskólanna í land-
inu mundi hann vera og eiga að vera skóli
fyrir þá, sem fyrir löngu eða skömmu —
sumir aldrei — hafa lokið búnaðarskóla-
námi og stunda nú búskap. Tímarnir færa
stöðugt ný verkefni í fang og það er hlut-
verk búnaðartímarits að sinna þeim og
flytja boðskap um þau. Þegar þau koma
ný er ekki alltaf auðvelt að segja hvers
virði þau eru eða verða okkur, þó að reynd
séu og góð eða ágæt annars staðar. Þá er
á fyrsta stigi torvelt að meta hve miklu
rúmi skal offra til að gera grein fyrir þeim.
Við íslendingar erum nýjungagjarnir, það
er víst, og grípum báðum höndum það sem
berst af því tagi. En ekki er það gott allt
saman og sumt nýtt skyldi aldrei hafa
hingað komið, það vita allir. Annað skyldi
hafa hraðar borizt til almennings en raun
ber vitni. En hver veit fyrirfram?
BÚNINGUR
Eitt skal fúslega játað í þessu efni og
það er, að oftar og meira hefði mátt skrifa
um vélar og tækni, en verið hefur. En til
þess þarf mann eða menn, sem hafa sér-
grein að hlutverki á þessu sviði og þeir
hafa bókstaflega ekki verið finnanlegir, er
fengizt hafa til að leggja slíkt efni af mörk-
um fram yfir það, sem reynslan sýnir.
Jú, og svo hefði gjarnan mátt vera meira
um mjólkurmál, en þar er svipaða sögu að
segja. En svo segja lesendur máske, að
fræðileg skrif um þetta efni hafi þeir ekki
þörf fyrir. Ójú, það hafa þeir nú, en hitt
er annað, að íslendingar vilja yfirleitt held-
ur annað lestrarefni en það, sem til fræði-
mennsku á sviði búskapar getur talizt.
Lítum bara á fagritin í grannlöndum okk-
ar. Þau eru sum aðeins um einn þátt þeirra
atriða, sem efnisskrá Freys sýnir. Jersey-
blaðið, mánaðarrit, fjallar eingöngu um bú-
skap með jerseykýr. Þannig mætti nefna
fleiri rit granna okkar, sem búskap stunda.
En þeir eiga búnaðarblöð, sem eru full-
komnari en okkar FREYR, það skal játað.
Norsk Landbruk má án efa telja til fyrir-
myndar-búnaðarblaða um Norðurlönd og
búfræðirit stærri þjóða getum við í engu
tekið til fyrirmyndar. Það væri gaman að
geta gert út eins veglegt tímarit um búnað