Freyr - 01.01.1964, Qupperneq 13
FRE YR
7
Þær fyrirspurnir fjalla um mörg þýöing-
armestu atriðin, sem ágreiningur hefur
orðið um í verölagsumræðum undanfarinna
ára.
—O—
1. Óskað er eftir sundurliðuðum upplýs-
ingum um vinnu eiginkonu og barna
bóndans við búreksturinn.
2. Óskað er eftir upplýsingum um f jölda
unglinga við nám í heimavistarskólum
og kostnað við fæði þeirra þar, skóla-
eða heimavistargjöld og ferðakostnað.
3. Óskað er upplýsinga um magn af hverri
kjarnfóðurtegund, sem notuð er á bú-
inu og verði á hverri einingu, (án flutn-
ingskostnaðar).
4. Á sama hátt er óskað upplýsinga um
magn hverrar áburðartegundar og verð
á hverri einingu.
5. Sé bifreið í eigu bóndans, eða vanda-
manna hans, sem notuð er við búrekst-
urinn, þarf að fá upplýst, hve mikill
hluti af heildarnotkun hennar er við
búið og við hvaða störf hún er notuð.
6. Upplýsinga er óskað um viðhaldskostn-
að útihúsa, ræktunar og vatnsleiðslna.
Nauðsynlegt cr að þetta sé vel sundur-
greint.
7. Þá er spurt um gerð og stærð útihúsa
og aldur þeirra. — Til þessa atriðis þarf
sérstaklega að vanda, því að erfitt hefur
reynzt að fá viðurkenningu á húsakostn-
aðinum í verðlaginu og sérstaklega erf-
itt að fá hann umreiknaðan til nútíma
verðlags. Lýsing á aldri og gerð húsanna
þarf að vera vel af hendi leyst.
8. Á sama hátt er spurt um lengd og aldur
girðinga, þar með taldar haga- og af-
réttargirðingar og viðhaldskostnað þeirra.
9. Spurt er um skuldir bænda og er sér-
stök ástæða til að minna bændur á að
telja í þessu sambandi til skulda ógreitt
kaup til barna eða annarra vandamanna.
Það er þýðingarmikið að fá upplýsingar
um vaxtagreiðslur og þá má ekki gleyma
vöxtum af viðskiptalánum né skyndi-
lánum í sparisjóðum.
10. Hverjar eru greiðslur vegna ýmiss konar
trygginga svo sem: brunatrygginga,
dráttarvélatrygginga, búf jártrygginga og
annars þess háttar?
11. Hver eru opinber gjöld vegna búreksturs,
þar með talið aðstöðugjald, útsvar, fast-
eignaskattar, fjallskilagjöld o. fl. Og
ekki má gleyma símakostnaöi.
12. Hve margt búfé er í fóðri í eigu annarra
en bóndans?
13. Sundurliðun óskast á tekjum utan bús-
ins.
14. Sundurliðun óskast á fjárfestingu árs-
ins og hvaðan fé til hennar hefur komið.
Ég heiti á þá bændur, sem fá bréf frá
Stéttarsambandi bænda ásamt tilmælum
um að veita þessar upplýsingar, að bregð-
ast vel við og senda svarið til Hagstofu ís-
lands, sem mun vinna úr upplýsingunum.
Bændur, sem skila svörum, verða þátt-
takendur í því starfi að tryggja áfram-
haldandi framþróun í sveitunum — að veita
bjartsýni og trú á framtíðina nýtt gildi.
Jafnframt þessu vil ég hvetja alla bændur
til að vanda vel öll framtöl varðandi land-
búnaðinn, bæði tekju- og gjaldamegin. Það
á að vera metnaður bændastéttarinnar að
hagskýrslur um landbúnaðinn fáist sem
gleggstar. Það styrkir alla aðstöðu land-
búnaðarins í heild.
Ég óska svo bændastéttinni allri farsæld-
ar á nýju ári.
í desember 1963
Gunnar Guðbjartsson.