Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1964, Síða 14

Freyr - 01.01.1964, Síða 14
Mynd þessi sýnir hjarðfjós fyrir 44 kýr og stíur handa ungviði — á grindum. Hálmur og hey í hlöðu við enda fjóssins til hægri en votheysturna.r til vinstri. — Mjaltafjós er í álmu við hlið fjóssins, lengd þess og mjólkurhússins er 15 metrar, en lengd sjálfs fjóssins 32 metrar og breidd þess 13,5 metrar. Mykja og þvag sé í kjallara undir fjósinu. FJÓS AF SÆNSKRI GERÐ Frá rannsóknarstofnun ríkisins í Svíþjóð, sem annast rannsóknir og tilraunir með sveitabyggingar, hefur komið út 55. skýrsla um starfsemi hennar. Hún fjall- ar um rannsóknir á fjósum og árangur þann, er þá fannst. Val 2.585 fjósa, sem rannsökuð' voru, var tilviljunarkennt. Þau voru í öllum sýslum landsins og af öllum stærðum. Stærsti hóp- urinn voru fjós með 5—10 kýr. í þeim var meðal-fitumagn ársins 168 kg á kú. Það sýndi sig, að meira en 80 af hundr- aði fjósanna eru með loftrými yfir og er þar geymt hey og hálmur. í nákvæmlega öðru hvoru fjósi eru svín og kýr í sama húsrými og í 67 af hundraði eru tvær raðir kúa með fóðurgang i miðju. Að meðaltali voru 21 bás í fjósi og af þeim tæplega helm- ingur notaður handa mjólkandi kúm. Aðrir básar voru notaðir handa ungviði eða svín- um. Húsrýmið virðist ekki vel notað vegna mjólkurf ramleiðslunnar. Af hverju hundraði fjósa eru 43 með út- veggi úr tré, hin með steinveggi, eða tré og steinveggi. Stærri fjósin eru flest með stein- veggjum. Meira en 60 af hundraði fjósa hafa þök úr asbesti eða leirhellum. Meðalaldur fjósanna er rétt um 30 ár, þ.e.a.s. að þau eru flest byggð um 1930, en á meöal þeirra nokkur frá um aldamót. Af hverju hundraði hafa aðgerðir farið fram á 40 fjósum, að minnsta kosti að því er snertir glugga og þök. Viðhaldskostnað- urinn var athugaður og kom í ljós, að hann var mun meiri en bændur hafa talið fram á skattskýrslum sínum. Loftræstibúnað skorti í um það bil þriðja

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.