Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1964, Síða 15

Freyr - 01.01.1964, Síða 15
F R E Y R 9 hvert fjós. Strompar á fjósum voru lang- oftast allt of litlir til þess að geta loftræst nægilega, miðað við fullskipuð fjós. Inn- rásaop hreina loftsins voru viða óvirk að meira eða minna leyti. Votheyshlöður voru við rúmlega 44% af fjósunum, flestar voru þær byggðar á árun- um 1946—50 og langílestar úr steini. Óvíða eru meira en tveir turnar á bújörð. Á hverju býli með votheyshlöðu var rúmmál hennar að meöaltali 68 m:i og votheyshlöðurýmið eykst með þrem og einum fjórða rúmmetra fyrir hverja kú fram yfir meðalbú. Því nær alls staðar er mjólkin borin í fötum af mjaltastaö til síunar. Sjálfsrennslis-mjalta- lagnir voru í 2% af fjósunum. Dyr á milli mjólkurhúss og fjóss voru í 53 af hverju hundraði fjósa. Á 80% rannsakaðra búa voru mjólkurhúsin of lítil og of illa búin til þess að uppfylla kröfur þær, sem geröar eru til fyrsta fiokks skilyrða um hreinlætis- ráðstafanir. Ef horfið verður að notkun heimilistanka, þarf víðast að breyta mjölk- urhúsunum verulega. Um beitartímann eru kýrnar reknar heim til mjalta á 3 af hverj- um fjórum búanna. Heyi og hálmi á fjósloftum er kastað nið- ur um op þegar gefa skal. Um það bil 20% bænda nota aðeins handverkfæri við hey- flutningana. 43% nota hjólbörur eða hey- vagna reglulega. Á meira en öðrum hverjum bæ er kraftfóður sótt daglega í annað hús er gefa skal á jötu. Kúm eru víða gefnar rófur og vothey aðeins einu sinni á dag, en hálmur, hey og kraftfóður víðast tvisv- ar. Vélrænn útmokstur mykju var á 86 býl- um (3,3%). Víðast var mykja flutt úr fjósi í hjólbörum, tvisvar á dag. Óskir um tæknibúnað í fjósum náðu í fyrstu röð til þess að fá sjálfvirkan mykju- flutning. Mjaltavélar voru í 96% fjósanna. Hvernig ætli þetta sé í íslenzkum fjósum? Fjósiff er fyrir 40 kýr auk ungviffis, en fyrir þaff er rúm í endanum næst heyhlöðu til hægri á myndinni. Viff gagnstæffan enda f jóssins eru f jórir votheysturnar. Færibandsútflutningur mykju er undir miffju fjósi, þvert um byggingu, en frárennsli lagar úr fjósi og frá votheysturnum sameinast í þró skammt frá votheysturnunum. Mjólkurhús er við miffja langhliff. Skurffirnir tveir sýna, aff hlaffa er meff skúrþaki, og skurffur af fjósi sýnir, aff stéttir eru viff útveggi.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.