Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1964, Blaðsíða 20

Freyr - 01.01.1964, Blaðsíða 20
14 FRE YR JÓN H. ÞORBERGSSON: ÁRFERÐI 1963 i Fyrstu 13 daga janúar voru stillur um allt land, oftast léttskýjað og miklar frosthörkur. Hinn 4. var frostið á Grímsstöðum 23°. Daginn eftir var frostið hér á Laxamýri 18°, á Akur- eyri 16-, á Grímsstöðum 19°, í Möðrudal 29° og á Egilsstöðum 18°. Hinn 12. var frostið hér 15°, á Akureyri 14-, í Möðrudal 22°, á Egilsstöðum 16° og á Þingvöllum 18°. Daginn eftir var 15° frost á Þingvöllum og 16- á Eyrarbakka, en þann dag var komin 2° hiti sums staðar á Vestfjörðum. Fór þá mjög að draga úr frost- unum og hinn 17. og 18. var hér suðvestan átt með 4—5° hita og aftur þann 27. Annars var írostið 2—10- hér, flesta daga, síðari hluta mánaðarins. í fréttum hinn 23. var sagt um harðindin í Evrópu, að þau hefðu þá staðið í 31 dag. Frostið fór í 33 • í Suður-Frakklandi og í 30° suður á ítalíu. Bretar töldu, að slík harð- indi hefðu ekki komið yfir Bretland síðan á öndverðri 17. öld. Á 11. degi harðindanna höfðu 850 manns í Evrópu farizt í stórhríðum eða frosið í hel. II Hinn fyrsta dag febrúar var hér sólskin og 0°, næstu 10 daga var hér hægviðri með 6-12- frosti og hinn 5. fór frostið í 19°. Eftir það hélzt logn með sólfari og mjög litlu frosti til mánaðarloka. Suma daga var sólbráð, sem ég man ekki áður 1 febrúar. III Marzmánuður var sá veðurbezti, sem ég man. Frost voru ekki um daga, svo að nokkru næmi, nema hinn 22., 10°. Annars var oftast frost- kali um nætur, en hiti 2—5°, af sól, á daginn og logn nær alla daga mánaðarins. Síðustu dagana sá hér votta fyrir gróðri. Hinn 27. kom hér snarpur jarðskjálftakippur kl. 11,17 um kvöldið. Fylgdu fyrsta kippnum margir smærri. IV Fyrstu 8 daga aprílmánaöar var hér vorveð- ur. Hinn 4., 5. og 6. fór hitinn í 10°. Um morg- uninn, hinn 9. var hér logn og þungskýjað og 2° hiti. En upp úr hádegi gekk í ofsastórhríð með 16° frosti. Næsta dag dró úr rokinu, en mikil snjókoma með um 14- frosti var hinn 10. og 11. og norðan- áttin hélzt, með snjó og kulda í 12 daga. Á páskadag, hinn 14., var hér norðan stórhríð með 10° frosti. Upp úr 18. dró úr frosti, en var þó kalt, og síðustu 2 daga mánaðarins hélzt 3—5° frost allan daginn. Ekki urðu fjárskaðar í áhlaupinu hér um slóðir svo nokkru næmi. En sjórinn tók sinn skatt sem löngum áður, 11 manns fóru í sjóinn hinn 9. og 5 hinn 12. Alls 16 menn. V Með maí héldust kuldar og sólarleysi allt fram á uppstigningardag, hinn 23. En þá hlýn- aði og héldust framúr hlý veður 9 síðustu daga mánaðarins. Tók þá jörð að lifna. í lok mánað- arins var lambfé, hér á Laxamýri, allt á túni og á gjöf, 5 vikur af sumri. En geldfé var sleppt hinn 15, á hálfdauðan gróðrarvott, sem kom um mánaðamótin marz-apríl. Mikið var hlýrra við suðurströnd landsins en hér nyrðra, þennan mánuð. VI Hinn 1. júní var hér norðankuldasúld með 1—3- hita. Næsta dag brá til mikilla hlýinda. Þaut þá upp gróður svo að hinn 8. var hér kominn sauðgróður, sem ekki telst mjög seint, hér um slóðir. Héldust þá hlýindi til hins 17., en þá gerði norðan kuldakast í 4 daga eftir það, var hlý tíð til loka mánaðarins. Hinn 28. og 29. fór hitinn hér í 20-. Næturfrosta varð ekki vart þennan mánuð. Hinn 27. byrjuðum við að heyja hér á Laxamýri. Hinn 12. var hér 10- hiti, en 16° í Brattahlíð. VII Fyrstu 7 dagar júlí voru hlýir með sólfari og heyþurrk. Næstu 12 daga var norðanátt með þoku í lofti, en hægri úrkomu og hitastig á daginn 3—6°. Laugardag 20. var hér mikill þurrkur. Herti þá aftur norðanáttina. Þess má geta, að hinn 11., er hér var 1° hiti kl. 10 e.m., var sólskin og 16- hiti á Kirkjubæjarklaustri kl. 6 e.m. Svo stórkostlegur munur getur verið á veðri í landinu. Hinn 22. og 23. gerði ákaft norðanáhlaup með roki og stórúrkomu, með

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.