Freyr - 01.01.1964, Side 23
Ræktunarfélag Norðurlands.
var stofnað árið 1904 og hið fyrsta framtak
félagsins má telja að hafi verið uppbygging
þess staðar, sem síðan hefur verið miðstöð
þess, við botn Eyjafjarðar í innanverðum
Akureyrarbæ.
Miklar athafnir og eftirtektarverðar fóru
þar fram árum saman og þar hafa verið
kennd vinnubrögð við jarðvinnslu, garð-
yrkju, ræktun og fleira, þegar námskeið
voru þar fyrir pilta og stúlkur um áraraðir,
einkum á vorin. Síðar var þar rekin til-
raunastarfsemi og hefur svo verið til þessa,
síðustu 17 árin í forsjá ríkisins, sem til
þeirra þarfa hefur leigt eignir félagsins —
bæði eignaland og hús, svo og áhöld og bún-
að þann, sem félagið hafði í notkun.
Ræktunarfélag' Noröurlands var lengi
miðstöð ræktunarmála og ræktunarathafna
um Norðurland, og má segja að svo sé enn
þar sem þetta er tilraunastöð í jarðrækt,
in eina á Norðurlandi. Með ýmsu sniði hafa
störf Ræktunarfélagsins verið rekin á þess-
um 60 árum, sem liðin eru frá stofnun þess.
Trjáplönturnar, er gróðursettar voru á
fyrstu árunum, eru orðnar stór skógartré,
er sanna hvað þarna getur vaxið af því
tagi. Ræktunartilraunir á staðnum hafa
kennt þeim, sem árangurinn hafa viljað
nota beint og óbeint, aö svör viö því, sem
um er spurt í tilraunum, gilda langt út
fyrir stað þann, sem tilraunin er gerð á.
Um hvorutveggja þetta má segja, að áhrif-
anna hafi fyrst gætt í næsta nágrenni en
breiðzt út síðar til fjarlægari stöðva.
Nú hefur ríkiö keypt eignir Ræktunarfé-
lagsins og sjálfsagt er fyrirhugað að í
„Gróðrarstöðinni" — en svo hefur staður-
inn löngum verið nefndur — verði fram-
vegis gerðar tilraunir, en starfsemi Rækt-
unarfélagsins færist nú inn á önnur svið.
Máske er betra að segja að starfsval sé nú
upp tekið í samræmi við breytta tíma, þeg-
ar þriðjungi af andvirði eignanna er varið
til þess að reisa — í félagi við önnur sam-
tök — efnarannsóknastöö fyrir landbún-
aðinn á Norðurlandi.
Að öðru leyti mun söluverð eignanna
notað til ýmiss konar rannsóknarstarfa í
þágu jarðyrkju og garðyrkju á Norðurlandi.
Söluverð nam 1 y2 milljón króna og má
þá gera ráð fyrir, að vextirnir af einni millj-
ón verði handbært fé árlega til þeirra fram-
kvæmda.
Samningur um söluna var undirritaður í
Reykjavik 28. nóvember sl.