Freyr

Volume

Freyr - 15.02.1964, Page 9

Freyr - 15.02.1964, Page 9
FREYR 63 I SJÁLFSTÆTT STARF er mikilvægt í búskap Landbúnaður er ekki lengur aðeins erfið- isvinna. Spurningin um gáfur og hæfileika hefur og sívaxandi þýðingu. Bóndinn er stjórnandi á búi sínu. Til þess að fylgjast með þróuninni verður hann stöðugt að mennta sig i jarðrækt og öllu viðkomandi rekstri búsins, segir finnski prófessorinn Nils Westermarck. Margt er það, sem hefur áhrif á, hvort reksturinn er arðsamur, svo sem jarðvegur, loftslag og verðlag. En ég þori að fullyrða, segir Westermarck, að stærsti liðurinn, af þeim, sem ákveða, hvernig búskapurinn ber sig, er per ónulegt starf og skipulagn- ing bóndans sjálfs. í engri starfsgrein er árangurinn eins kominn undir persónulegri stjórn og dugn- aði eins og í landbúnaði. Nú á tímum er þörf minni starfskrafta í landbúnaði vegna hinnar miklu vélvæðingar. En við megum ekki láta þá, sem duglegastir eru, hverfa frá landbúnaðinum, segir Westermarck enn fremur. Við þörfnumst kænna og gáfaðra manna, sem þora að stíga fyrsta skrefið. Um framför á sviði sértækni segir pró- fessorinn, að megi einkum nefna þrjú at- riði, sem séu orsök þess, að ekki verði nein- ar bætur eða framför hjá einstökum bænd- um. Fyrsta atriðið er blindni, hvað viðvíkur starfi og ræktun á sínum eigin bæ. Þegar sami maðurinn vinnur lengi í sama um- hverfi, veitist honum erfitt að koma auga á, hvaða umbætur er hægt að gera Mörg- um finnst jafnvel, að ógerningur sé að breyta nokkru frá því sem er. í öðru lagi: Margir geta eða vilja ekki treysta þeim leiðbeiningum, sem veittar eru. Þá skortir oft getu til að sjá fyrir árangur þeirra breytinga, sem þeim er ráðlagt að gera. Þriðja atriðið, segir Westermarck, vil ég kalla ófrelsi. Með því er átt við að vera bundinn af almenningsálitinu eða áliti ná- grannans. Menn þora hreint og beint ekki að losa sig við þá hugsun, hvað nágrann- arnir muni segja eða hugsa, segir Wester- marck í blaðinu „Landsbygdens folk.“ Mundi eitthvað af þessu eða allt einnig geta staðizt á íslandi? Á einum bæ á Tjörnesi og ef til vill á öðr- um bæ í Aðaldal hefur kregða verið í veru- legum hluta lambanna, og í sumum tilfell- um fundust miklar skemmdir í lungum, sem benda til þess, að lungnakregða hafi átt verulegan þátt í rýrð lambanna. Líklegt má telja, að svipað hafi gilt um einstaka fleiri bæi í S-Þingeyjarsýslu. Niðurstöður af rannsóknum lungna úr fullorðnu fé í sláturhúsinu á Húsavík benda til þess, að talsvert sé um kregðusýkingu í sauðfé á þessum slóðum. Sýkingin virðist berast treglega milli fjárhópa og er því ekki líkleg til að valda skyndilega lækkun á meðalfallþunga lamba í heilum sveitum nema á þann hátt, að mikil dreifing yrði á fé úr sjúkum hjörðum, eins og er t. d. kunn- ugt frá fjárskiptum. Engum getum verður hér að því leitt, hver muni vera raunveruleg orsök hins minnkandi fallþunga á lömbum í Þingeyj- arsýslum eða hinnar miklu lækkunar, sem þar varð á meðalfallþunga lamba á sl. ári. Hvort veðráttan á þar sök á eða breyting- ar, sem orsakast af fóðrun og beitarskilyrð- um fjárins, snefilefnavöntun eða einhliða kynbætur, sem valdi minnkandi mjólk í ánum o. s. frv.? Hitt virðist ljóst af þeim athugunum, sem fram hafa farið á saursýnishornum og lungum lambanna, að garnaormasýking á ekki sökina, og þó lambakregða valdi van- þrifum á lömbum á einstaka bæjum í þess- um héruðum, verður henni hvorki gefin sök á hinni vaxandi afurðarýrð né áföllum þeim, sem orðið hafa á síðastliðnu ári. Keldum 11. janúar 1964. G.G. I

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.