Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1964, Blaðsíða 13

Freyr - 15.02.1964, Blaðsíða 13
FRE YR 67 ÁLYKTANIR Þetta verður að nægja sem sýnishorn af vottorðunum. Flestir munu hafa það á tilfinn- ingunni að vottorðin snúist um „kynbóta“- hesta. Og allur stendur þessi styrr um „kyn- bætur“ hrossa. En það er sannast að segja fremur ótrúlegt, að skagfirzkir bændur æski almennt eftir ótíndum glæpakindum í hrossa- stofninn. Theódór Arnbjörnsson sagði í fyrirlestri: „Hesturinn er göfgastur húsdýra vorra.“ Hann mun ekki hafa gert ráð fyrir slíkum háttum, — síst svo alþekktum, sem raun virðist bera vitni í Skagafirði nú. í réttarskjölunum koma fram átta vottorð úr fjórum hreppum, sem öll taka í sama streng. Er því vert að vekja athygli á eftirfarandi: Tveir hestanna beinlínis leggjast á sauðfé. Er það sérstaklega athyglisvert, að þeir leggj- ast einkum á unglömb. Þó sættist stjórn Hrossaræktarsambands Norðurlands á að láta hestana ganga lausa um sauðburðinn. Frem- ur óvænleg sætt það. Hjá þriðja bóndanum standa málin litlu skár. Hann lætur „allmarga stóðhesta ganga lausa“ í sínu stóði. Sýnist háttprýðin í sambúðinni ekki hafa gengið snurðulaust, enda niðurstöð- urnar hinar herfilegustu. En ekki er þeim vits varnað hestunum þar, þó þeir sýnist hafa farið illa með það. Þeir vinna þetta skemmdarverk meðan húsbóndinn „fór til Akureyrar og var burtu þrjá daga“. Og allir sjá, að það hlýtur að vera alveg sérstakt mannúðarverk að hafa allmarga stóðhesta saman í heimalandi einnar jarðar. Þeim þættinum má ekki gleyma. Það væri t. d. engin smáræðis mannúðarráðstöfun, að setja svo sem fjóra hrúta í 25 kinda kró nokkrar nætur um fengitímann. Og enn eru kynbæturnar ótaldar. Fróðir menn telja, að ítarleg og traust ættfærsla séu þeir hornstein- ar, sem kynbætur hrossa byggist á. En ekki er ótrúlegt að eitthvað af folöldunum verði get- ið í lausaleik við slíkar aðstæður, jafnvel svo að vafi kunni að leika á um faðerni. En einna lakast er þó síðasta vottorðið. Þar er hestinum borið það ódæma siðleysi á brýn, að hann hafi nauðgað merum og jafnvel fyljað þær nauðugar. Trúlegt er að þetta sé í fyrsta sinn, sem þess konar nauðgunarmál hefur bor- izt til Hæstaréttar. Þegar slík mál berast þang- að, munu oftast aðrir en stóðhestar vera höf- uðaðilar. En þetta með fyljunina, undir slíkum kringumstæðum, munu skagfirzk vísindi, sem tæpast hafa enn verið tekin i kennslubækur um eðlun hrossa. Þegar þess er gætt, að málsskjölin hafa ekki ert fram að færa af hliðstæðum háttum í fari hestsins, sem málaferlin snerust um, virðist ó- líklegt, að málssækjendur hafi haft þau tiltæk, því „fár bregður hinu betra ef hann veit ið verra“. Að vísu mun hann hafa leitað á hryss- ur, en engar sagnir fara af öðru en að þeirri leit hafi lokið með sætt. En að einu leyti er Laxárdalurinn sérstæður. Þangað geta skag- firzkar hryssur slæðst, þó að ekki sé það í stórum stíl. En þá vofði sú hætta yfir, að Rauður í Gautsdal væri ekki siðferðilega traust- ari en það, að hann drýgði hór með þeim. En „þú skalt ekki hórdóm drýgja“ var mér kennt, þegar ég gekk til spurninga norður í Skaga- firði fyrir 58 árum. Er trúlegt, að þetta sé haft þar í heiðri enn og það sé tilefnið til hins sjálftekna valds siðameistaranna. Erlendir bændur geta nú sezt að í Frakklandi og fengið til um- ráða og búskapar eyðijarðir, sem ekki hafa verið nytjaðar síðustu tvö árin. Frakkland er með afbrigðum gott land til búskapar og þang- að sækja ýmsir eftir að komast, en til þess að öðlast réttindi til búrekstrar þurfa menn að vera aðiljar úr markaðsbandalags löndun- um og því aðeins, að þeir hafi stundað bústörf í Frakklandi að minnsta kosti í tvö ár.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.