Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1964, Síða 19

Freyr - 15.02.1964, Síða 19
KÝR AF HOLLENZKUM ÆTTSTOFNI Mynd þessi sýnir kú, sem Bretar kenna við British Friesian; sá stofn er talinn eiga uppruna á Fríslandi og’ Niðurlöndum en hefur náð talsverðri úthreiðslu í Danmörku og Englandi. Kýrin ber heitið „Terling Eclipse 83“. Hún er auðvitað fyrirmyndargripur, var á Smithfield sýn- ingunni í London sl. ár og hlaut þar verðlaun, ekki sérstaklega vegna þess hve vel hún er byggð, heldur fyrst og fremst af því, að hún hefur mjólkað yfir 100 tonn af mjólk samanlagt og er sú 28unda af þessum ættstofni, sem gefið hefur svo miklar afurðir þar í landi. Fitumagn mjólkur- innar er yfir 4%. Auðvitað er svo góður gripur arðbær móðir. ÓLI VALUR HANSSON: UM KARTÖFLURÆKTUN í Hollandi Niðurlag. Vélkæld geymsla. Önnur aðferð við geymslu útsæðis, og sú þekktasta víðast hvar, er að koma því fyrir á heppilegum stað sem er kældur með vélum eða útilofti. Ýmist eru kartöflurnar hafðar í sekkjum eða þær settar í kassa er rúma 25 kg. í geymslum þessum er haldið það lágum hita (2—4°C), að spírun hindrist. Um það bil 6 vikum fyrir niðursetningu eru kartöfl- urnar settar í spírunarkassa og komið fyrir þar sem unnt er að halda ca 20° hita. Þessi hái hiti veldur því, að hópur af spírum byrjar að ála samtímis. Strax og spírurnar eru sýnilegar er hitastigið smám saman lækkað niður að 7—-10°C. Sé birta ófull- nægjandi, þar sem útsæðinu er komið fyrir til spírunar, eru sett upp flóðljós til þess að tryggja nauðsynlega birtu. Margir fram- leiðendur láta útsæðið spíra í húsakynnum þar sem engrar dagsbirtu nýtur, og er þá eingöngu notazt við flóðljós sem birtugjafa. Með nokkurri reynslu má ná ágætis ár- angri með notkun gerfibirtu eingöngu, enda er sú aðferð nú útbreidd meðal framleið- enda matarkartaflna. Þótt Hollendingar ráðleggi eindregið að spíra útsæðið fyrir niðursetningu, er ekki talið bráðnauðsynlegt að gera það við sum afbrigði, sem ræktuð eru til matar eða iðn- aðar. í stað þess að spíra slíkt útsæði, er því gefið einhvers konar hitalost, ef svo mætti

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.