Freyr

Årgang

Freyr - 15.02.1964, Side 20

Freyr - 15.02.1964, Side 20
74 FREYR að orði komast. Hitinn í kartöflugeymslunni er hækkaður skyndilega í ca 15°C stuttu fyrir niðursetningu (10—12 dögum), og strax og spírurnar eru sýnilegar er hann lækkaður á ný í ca 10°C. Aðferð þessi er ekki vinnufrek, m. a. vegna þess, að ekki er gert ráð fyrir að útsæðið sé sett í spír- unarkassa. ÁBURÐUR Hollendingar telja sig nota allmikið magn áburðar við ræktun kartaflna. Almennt er leitast við að bera nokkuð á af búf j áráburði, einkum þar sem jarðvegur er mjög send- inn. Sömuleiðis er algengt á leirjörð að rækta við og við grænfóður og plægja það niður. Þó er algengast að notast við tilbú- inn áburð eingöngu. Af köfnunarefni er al- gengast að bera á sem svarar 330—340 kg kjarna (100—150 kg Nitrat) pr. ha, breyti- legt eftir því hvaða jarðvegur á í hlut. Þar sem ræktun útsæðis fer fram er yfirleitt ekki ráðlagður hærri skammtur af N en sem svarar 330 kg/ha. Yfirleitt er mjög algengt við útsæðisræktunina að fjarlægja kartöflutoppana, eða merja þá í sundur, löngu áður en kartöflurnar hafa tekið út fullan vöxt. Er því augljóst, að slík ræktun notar ekki eins af N og sú, sem hefur tæki- færi til að ná fullum þroska, eða því sem næst. Að auki veldur mikil N-gjöf örum og miklum blaðvexti, en slíkt getur torveldað það þýðingarmikla starf að fylgjast með ýmsum varasömum og hættulegum kvill- um eins og veirusjúkdómum. Einnig seink- ar hnýðismyndun mjög þegar mikið köfn- unarefni er annars vegar. Um fosfór- og kalíáburð gildir að sjálf- sögðu einnig, að magn það, sem borið er á, fer mjög eftir því í hvers konar jarðvegi ræktunin fer fram. Mjög er algengt að ræktendur láti athuga reglulega innihald jarðvegs af P og K og er sú þjónusta veitt öllum gegn vægu gjaldi. Venjuleg fosfór- gjöf svarar til 100 kg P2O3 pr. ha (ca 220 kg 45% þrífosfat). Kalímagnið er breyti legt frá 0—300 kg K2O5 pr. ha. Þótt nú orðið tíðkist æ meir að nota alhliða áburð- artegundir við kartöfluræktun eru einhliða tegundir þó enn mest í notkun. Hirðing og hreinsun og heilbrigðiseftirlit er auðvelt ef skipulega er sett niður.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.