Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.02.1964, Qupperneq 21

Freyr - 15.02.1964, Qupperneq 21
FREYR 75 VINNSLA OG NIÐURSETNING Hollendingar leitast við að vinna kart- öfluakra sína á þann veg fyrir niðursetn- ingu, að moldin verði frekar fínkorna og laus, en samt sem áður gljúp, og umfram allt gæta þeir þess, að hún tapi sem minnst af rakanum frá því að vinnsla hefst og unz niðursetningu er lokið. Margvíslegar aðferðir eru notaðar til þess að ná þessu marki, sem skal þó ekki vikið nánar að hér. Niðursetningu er oftast hægt að hefja í lok marz eða í byrjun apríl og yfirleitt er henni lokið fyrir mánaðamótin apríl-maí. Hvað útsæðisstærð snertir er al- gengast að nota 28—35 mm og 35—45 mm. Af vissum afbrigðum er stærðin 45—55 mm stundum notuð, og jafnvel 55—60 mm. Þar sem 35—45 mm stærð er notuð eru hafðar ca 40.000 plöntur pr. ha. Venjulegt raðabil er 65—67 cm og innbyrðis rými um 37 cm (þ. e. í röðum). Sé notað smærra útsæði er sett þéttar, eða um 50.000 pl. pr. ha. Sé útsæðið hins vegar yfir 45 mm er bilið í röðum aukið nokkuð. Enn er frekar algengt á útsæðisræktun- arstöðvum að framkvæma niðursetningu með höndunum, en sökum þess hversu vinnufrek aðferð þessi er, er víðast hvar, þar sem framleiðslan er stunduð í öðrum tilgangi, farið að nota vélar við niðursetn- inguna, er geta verið misjafnlega sjálf- virkar. HIRÐING — HREINSUN Hirðing kartöfluakra er fyrst og fremst fólgin í því að halda illgresi í skefjum, þannig að það nái aldrei að hafa áhrif á uppskerugetu kartöflujurtanna. Hollend- ingar gera lítið af því að nota illgresis- eyðingarlyf í kartöflugarðana og eru þau algjörlega „bannfærð“ þar sem útsæði eða snemmsprottnar kartöflur eru ræktaðar. Þau illgresiseyðingarlyf, sem helzt eru talin koma til greina, eru PCP í olíu (30 1/ha), DNOC (5 kg 80% pr. ha) og dimetylxantho- gendisulfite (25 1 pr. ha). í stað illgresis- eyðingarlyfja eru Hollendingar iðnir við að nota illgresisherfi, sem þeir draga bæði þvers og langs á raðir áður en kartöflu- grösin fara að sjást, og nota síðan rað- hreinsara og hreykiplóg eftir því sem á þarf að halda fram eftir vaxtarskeiðinu. MYGLA Eins og í mörgum löndum þar sem rakt strandloftslag ríkir, eru skilyrði mjög hag- stæð fyrir kartöflumyglu í Hollandi. í gegn- um útvarp er séð um að aövara bændur þegar veður er þannig að búast megi við að myglan fari að gera vart við sig. Margir framleiðendur úða akra sína á 14 daga fresti eða jafnvel með styttra millibili ef svo ber undir. Viðnámsþol afbrigða gegn myglu er misjafnt; séu afbrigði mjög næm er ekki óalgengt að úða 6—8 sinnum, og til eru þeir framleiðendur er úða 10—12 sinnum. Algengast er að nota Zink-lyf í fyrstu úð- un, og blanda síðan koparlyfjum í aðrar þær úðanir, er kunna að verða framkvæmd- ar. Þetta er gert vegna þess, að lyf, sem inniheldur kopar, veitir hnýðunum betri vörn fyrir mygluskemmdum en zink gerir. Á allra síðustu árum hafa verið gerðar til- raunir með tin-lyf í stað zink-lyfja og hafa þau fyrrnefndu víðast reynzt betur en þau síðarnefndu. Við úðun eru nær eingöngu notaðar af- kastamiklar vélknúnar dælur. Einnig hafa s.k. þokudælur náð víðtækari útbreiðslu, en það eru léttar og handhægar bakúðadælur (vélknúnar), er vinna við minna vökva- magn, sterkari blöndu, (5—10 sinnum) og smærri dropa en aðrar dælur. UPPTAKA í stærri görðum eru nú að mestu leyti notuð fljótvirk tæki við upptöku. Lítið er um grýttan jarðveg í Hollandi, svo hvað þann agnúa snertir er auðvelt að koma upptökuvélum við. Erfitt er að fá fólk til aðstoðar við upptöku í Hollandi eins og víðast annars staðar og eru því oftast not- aðar vélar, er sekkja sjálfar eða hlaða á vagna, sem síðar eru tæmdir í geymslunni með aðstoð færibanda. Þannig verða kart- öflurnar fyrir sem minnstri snertingu, og ef skilyrði eru góð geta 3 menn tekið upp úr ca einum ha á dag miðað við 40 tonna uppskeru. Ó. V. H.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.