Freyr - 15.04.1964, Síða 15
FRE YR
139
næturhiti allt of lágur, verða stöngulliðir
stuttir og blöðin smá; aldinmyndun verður
meiri, en uppskeru seinkar. Framleiðendur
verða samkvæmt þessu að leitast við að
finna hinn rétta milliveg, þótt slíkt geti
reynst erfitt. Lofthiti í sól er hæfilegur 24—
28°, í dimmviðri 18—20° og hiti að nóttu 17
—18° er líður á vorið og dagar eru orðn-
ir langir. Við jarðvegshitann ráða fæstir á
meðan ekki er farið að nota upphitunar-
kerfi í jarðveginum eins og víða tíðkast er-
lendis, þegar gúrkur eru ræktaðar snemma.
Undir 16° jarðvegshita byrja gúrkurætur að
deyja.Sé vökvunarvatnið mjög kalt og jarð-
vegshiti að auki í lægsta lagi, getur kæling
á rótum orðið það mikil, að vaxtartruflanir
verði. Reynið því að ylja nokkuð vatnið ef
unnt er. Áburð á gúrkur er bezt að gefa
með hliðsjón af efnagreiningu sem þarf að
láta gera reglulega. í síðasta lagi 3 vikum
eftir gróðursetningu er rétt að láta athuga
bæði Lt., N og K og síðan á þriggja vikna
fresti fram eftir sumri. Fosfór er oftast gef-
inn í það ríkum mæli strax í upphafi, að
vart ætti að gerast þörf að athuga það oft
yfir vaxtarskeiðið. Sýrustigið ætti vart að
breytast mikið yfir sumartímann, a.m.k.
ekki þar sem kalksaltpétur er notaður. I
venjulegri grasrótarmold er það hæfilegt
um 6.5. Þar sem moldarblanda saman-
stendur að mestu af mýrarmold, er hæfi-
legt að pH sé um 6.0. Hafið gát á roðamaur,
svælið til vara með Tedion við og við. Svæfi-
lyf verka bezt við nokkuð háan hita (22—
25°C). Rótarhálsrotnun (Fusarium) sækir á
gúrkur í stöku gróðrarstöð. Þar sem hennar
gætir er óbrigðulasta ráðið að nota ágrædd-
ar plöntur. Sé þetta ekki gert, þá verður að
forðast mjög háan hita 30°) og mjög háa
nitrattölu. Hangi plöntur í sólskini, þá er
til bóta að vökva með upplausn af pano-
drench eða orthocid 50 eða 85.
BÆNDUR:
NÐ
VIÐ
Hafið þið athugað það, að vínnulaunin eru hin sömu, hvort
sem girt er með góðu efni eða lélegu, eða um helmingur
kostnaðar.
fáið traustari girðingar, sem þurfa minna viðhald og standa miklu lengur, ef
notað er gott efni.
höfum selt girðingarefni til íslands um 40 ára skeið (sbr. „Mjólkurfélagsnet-
in“). Spyrjið þá sem reynsluna hafa, og biðjið kaupmann ykkar eða kaup-
félag að panta netin frá okkur.