Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1964, Síða 27

Freyr - 15.04.1964, Síða 27
F R E Y R 151 MENN og MÁLEFNI í öndverðum febrúar s.l. var ÓLAFUR E. STEFÁNSSON, ráðu- nautur, settur búnaðarmálastjóri um óákveðinn tíma í forföllum Halldórs Pálssonar. í kveðjuhófi Búnaðarþings 6. marz s. 1. afhenti formað- ur Búnaðarfélags íslands, Þorsteinn Sigurðsson, Búnaðar- félaginu ljósmynd af Sigurði Jónssyni, bónda í Stafafelli í Lóni, ásamt mynd frá Stafafelli. Myndir þessar eru gjöf frá Búnaðarsambandi Austur-Skaftfellinga og eru gefnar Búnað- arfélagi íslands Sigurði til sæmdar, fyrir margháttuð störf hans í þágu félagsmála bænda, og jafnframt í tilefni þess, að Sigurður vakti fyrstur manna máls á að reisa hús bænd- anna, sem nú er Bændahöllin. Þorsteinn þakkaði Búnaðarsambandinu gjöfina og Sigurði hugsjón hans, og árnaði honum heilla, G. Jós. Um miðjan marz lézt íslandsvinurinn ÓLAV KLOKK, sem um áratugi var ritari Landbúnaðarháskólans á Ási í Noregi. Ólav Klokk fæddist 3. sept. 1885. Hann var sonur skóla- stjóra á Stend og kynntist mörgum íslenzkum námsmönnum, er stunduðu búnaðarnám á æskuárum Ólavs Klokk. Þannig var vakinn hjá honum áhugi fyrir Islandi og Islendingum. Traustur Islandsvinur var hann til hinztu stundar og greiddi á margan hátt götu Islendinga, er til Noregs komu. Fyrir- greiðsla og aðstoð hans er vandmetin en mikil var hún og hið íslenzka heiðursmerki, er hann hlaut, var verðugur þakk- lætisvottur frá íslenzkri þjóð, en hann var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Klokk heimsótti fsland nokkrum sinnum og skrifaði um land og þjóð í norsk rit. Þrátt fyrir 78 ára aldur var hann enn starfandi að áhugamálum og hné örendur á ferðalagi er hann var að gegna hlutverki af því tagi. Blessuð sé hans minning. G. K.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.