Freyr - 01.02.1968, Side 6
efnahagsráðstafanir, sem áttu að taka við
af verðstöðvunarlögunum, sem féllu úr
gildi 31. okt.
Eins og kunnugt er reis mikil andstaða
gegn þeim ráðagerðum, svo að dráttur varð
á afgreiðslu þeirra á Alþingi. Nokkuð var
talið í óvissu, hvernig þessar ráðstafanir
ættu að snerta landbúnaðinn. Þá þótti odda-
manni yfirnefndar vafasamt, vegna ófull-
nægjandi gagna varðandi vinnu við bú-
rekstur, að hans dómi, að verðleggja nú til
tveggja ára. Óskaði hann því eftir, að fram-
leiðsluráðslögunum yrði breytt á þá lund,
að verðlagningin gilti aðeins í eitt ár. Eík-
isstjórnin varð við þessu. Lagabreytingin
var nokkurn tíma til meðferðar á Alþingi.
Meiri hluti yfirnefndar ákvað því enn
að fresta störfum sínum hinn 17. nóv. þar
til séð yrði um framgang frumvarpsins. Á
meðan sá frestur stóð, skall yfir gengisfall
sterlingspundsins, sem leiddi til verðfell-
ingar íslenzkrar krónu.
Eftir að sú ákvörðun var tekin, féll frum-
varpið um sérstakar efnahagsráðstafanir úr
sögunni, en frumvarpið um breytingu fram-
leiðsluráðslaganna var samþ. sem lög. Yfir-
nefnd tók þá til starfa á nýjan leik og felldi
úrskurð sinn 1. des. Var hann í meginatrið-
um þannig, að magntölur allar í gjaldahlið
verðlagsgrundvallar skyldi standa óbreytt-
ar frá fyrra ári og krónutalan breytast í
samræmi við upplýsingar Hagstofu íslands
um verðlagsbreytingar frá fyrra ári miðað
við 1. ág. s.l. með þeirri undantekningu
einni, að vextir stofnlána voru, eftir upp-
lýsingum frá Búnaðarbanka íslands, hækk-
aðir úr 5,5% í 6,6% eða um kr. 885,00. Þetta
allt þýddi um 1% lækkun að meðaltali á
gjaldahlið verðlagsgrundvallar.
Hins vegar var tekjuhlið breytt þannig,
að tekjur af aukabúgreinum voru lækkaðar
úr kr. 12.097,00 í kr. 11.443,00 og tekjur af
vinnu utan búsins kr. 13.341,00 í kr. 10.341,00
eða samtals um 3. 654,00.
Ullarverð var úrskurðað með hliðsjón af
breyttu gengi og ákveðið kr. 20,00 pr. kg og
gæruverð á sama hátt kr. 33,00.
Þetta þýddi um 0,23% meðalhækkun á
grundvallarverði, en nokkru meira á kjöt-
inu vegna tilfærslu frá ullinni á kjötið.
Kjötið hækkaði um 78 aura pr. kg en
mjólkin 2 aura pr. 1.
í úrskurðinum er vinnan ekki færð upp
í samræmi við ákvæði 4. gr. framleiðslu-
ráðslaganna og ekki tekið tillit til tekju-
aukningar hjá viðmiðunarstéttunum árið
1966 miðað við árið 1965 og ekki tillit til
kostnaðarauka hjá bændum við búvöru-
framleiðsluna, sem tekið hefur fast að
helming af áætluðu kaupi þeirra tvö síð-
ustu ár.
Þess er skylt að geta, að Ingi Tryggvason
stóð ekki að þessari meginniðurstöðu úr-
skurðarins og gerði hann grein fyrir afstöðu
sinni með sérstakri greinargerð, sem birt-
ist í þessu hefti Freys.
Eftir að þessi úrskurður féll, var gerð
tilraun til að ná samkomulagi um dreifing-
ar- og vinnslukostnað mjólkur, slátur og
heildsölukostnað kjöts, svo og bætur fyrir
drátt verðlagningar og geymslu- og vaxta-
kostnað kjöts.
Fyrir hendi voru upplýsingar um hækk-
un þessara kostnaðarliða frá fyrra ári, þar
á meðal áhrif gengisfellingarinnar til
hækkunar á þeim.
Ekki náðist samkomulag um eðlilegar
breytingar á þessum kostnaði og var þeim
ágreiningi vísað til úrskurðar yfirnefndar.
Úrskurður féll á þá leið, að vinnslu- og
dreifingarkostnaður mjólkur var hækkað-
ur um 9,3 aura pr. 1. og er nú kr. 3.533
pr. 1. Slátur- og heildsölukostnaður kjöts
um kr. 1,10 pr. kg og er nú kr. 13, 65 pr.
kg og vegna dráttar á verðlagningu hækk-
ar kjöt kg um 22 aura. Vaxta- og geymslu-
kostnaður var úrskurðaður óbreyttur, 50
aurar á mánuði frá desember til júníloka.
Áhrif gengisbreytingar á
verðlagsgrundvöllinn o. fl.
Skömmu eftir að ákveðin var lækkun á
gengi ísl. krónunnar var sett löggjöf um
62
F R E Y R