Freyr - 01.02.1968, Blaðsíða 12
nefndar var til yfirnefndar skotið að úr-
skurða:
1. Alla gjaldaliði verðlagsgrundvallar.
2. Bústærð og afurðamagn.
3. Frádráttarliðinn: heimanotuð mjólk.
4. Upphæð tekna af aukabúgreinum og
öðru en búskap.
Þann 17. október var einnig skotið til
yfirnefndar að úrskurða verð á ull og gær-
um.
Þegar yfirnefnd tók framangreind atriði
til athugunar, en hún hóf störf sín 15. okt.
s.l., þótti meiri hluta (H.G. og Á.V.) sýnt,
að eigi væri þá enn fyrir hendi, eftir nokk-
urra mánaða skýrslusöfnun samkvæmt
reglum áðurnefndrar 8. gr. laga nr. 101/
1966, fullnægjandi gögn til þess, að hægt
væri að byggja á þeim tilfærslu í verðlags-
grundvelli á ársvinnutíma bóndans og
skylduliðs hans samkv. ákvæðum 4. gr., og
væri því eigi unnt að framfylgja þessu
ákvæði, enda þótt nokkrar upplýsingar um
þessi atriði mætti fá úr eldri búreikning-
um, en gildi þeirra hinsvegar véfengt og
umdeilanlegt, hve mikið mætti upp úr
þeim leggja. Taldi meiri hluti yfirnefndar
(H.G. og Á.V.) rétt, eins og á stóð, að
ákveða laun bóndans í verðlagsgrundvell-
inum án tilfærslu á ársvinnutímanum eins
og sexmannanefnd hafði gert haustið 1966.
Aftur á móti var yfirnefndin sammála um
það, að eigi væri sanngjarnt, að verðlags-
grundvöllur, sem byggði ákvörðun um
laun bóndans á óhjákvæmilegu fráviki frá
ákvæði 4. gr. laganna, gilti lengur en eitt
ár, eða til 31. ágúst 1968, en þá mætti gera
ráð fyrir því, að eigi minna en hálfs annars
árs sérstakar rannsóknir gætu gefið við-
hlítandi upplýsingar um raunverulegan
ársvinnutíma bóndans og skylduliðs hans.
Var því hlutazt til um það, að gerð yrði sú
breyting á 7. gr. laga nr. 101/1966, sem nú
hefur verið samþykkt á Alþingi, að verð-
lagsgrundvöllur sá, er nú væri gerður,
skyldi eigi gilda nema í eitt ár. Hefur þessi
lagabreyting átt þátt í því, að störf yfir-
nefndar hafa tekið lengri tíma en ella, þar
68
sem rétt þótti, að hún væri lögtekin áður
en endanlega væri gengið frá verðlags-
grundvellinum.
Með skírskotun til nefndra atriða og
með hliðsjón af því, að hér verður um eins-
konar bráðabirgðaverðlagsgrundvöll að
ræða, þar sem svo stendur á, eins og áður
er fram tekið, að eigi er unnt, að áliti meiri-
hluta, vegna skorts á gögnum, að tilfæra
ársvinnutíma bóndans, taldi meiri hluti yf-
irnefndar (H.G. og Á.V.) rétt að hagga eigi
í neinum meginatriðum við þeim grund-
velli, sem sexmannanefnd var sammála um
haustið 1966 að byggja verðlag landbúnað-
arafurða á, en um mörg þeirra atriða, er
áður hefur verið samið um að leggja til
grundvallar, deila fulltrúar framleiðenda
og neytenda, enda er það mála sannast, að
mörg þeirra hvíla eigi á traustum grunni,
þó draga megi ýmsar líkur af þeim upplýs-
ingum, sem fyrir hendi eru. Hinsvegar
verður að gera ráð fyrir því, að þegar nægi-
leg gögn eru fengin til ákvörðunar á árs-
vinnutíma bóndans og skylduliðs hans, er
rannsókn samkv. 8. gr. laga nr. 101/1966
hefur farið fram til upphafs næsta verð-
lagstímabils, komi einnig skírar í ljós
ýmis önnur undirstöðuatriði, sem varða
verðlag landbúnaðarafurða, er gefi þá fullt
tilefni til þess að rækileg heildarendurskoð-
un verðlagsgrundvallarins fari fram.
í þessu sambandi virðist réttmætt að
vekja athygli á því, hvort eigi sé þá einnig
ástæða til að taka í lög heimild til þess að
setja megi einhverjar skorður við of snögg-
um sveiflum milli framleiðslu sauðfjáraf-
urða annarsvegar og mjólkurafurða hins-
vegar. Væri þá og jafnframt tækifæri til
að íhuga, hvort það sé þjóðhagslega hag-
kvæmt, að afurðaverðið eitt sér, sé talin
einhlít leið, til þess að bændur fái þær
tekjur af búum sínum, sem að virðist stefnt
með ákvæðum laga nr. 101/1966.
Þegar framangreind atriði voru virt,
ákvað meiri hluti yfirnefndar, eins og áð-
ur hefur verið vikið að, að byggja í meg-
inatriðum á síðasta verðlagsgrundvelli.
F R E Y R