Freyr - 01.02.1968, Blaðsíða 15
ist og að geymsla sjúkdómsins í ófullnægj-
andi girðingarhólfum, ásamt slælegu eftir-
liti sumarlangt, hafi verið hin mesta yfir-
sjón. Eftir þessa reynslu á vörnunum telur
fundurinn, að öruggasta leiðin sé niður-
skurður hins sýkta kúastofns á næsta vori,
enda sú braut þegar rudd með niðurskurði
á sauðfé og hrossum á sl. hausti“.
Uvn verðlagsmál landbúnaðarins
„Aukafundur í Búnaðarsambandi Eyja-
fjarðar, haldinn á Akureyri 15. janúar 1968,
undrast það seinlæti yfirnefndar að ákveða
verðlagsgrundvöll landbúnaðarins eins og
átti sér stað á sl. ári.
Þá mótmælir fundurinn harðlega úr-
skurði meiri hluta yfirnefndar, þar sem
verðlagsgrundvöllur sá, sem ákveðinn er,
getur á engan hátt veitt bændum tekjur,
er séu sambærilegar við tekjur annarra
vinnandi stétta. Er með því lítilsvirtur lög-
helgaður réttur bænda, enda lögin snið-
gengin með úrskurðinum. Fundurinn krefst
þess, að ríkissjóður greiði að fullu saman-
lagt fjárhagstjón, að upphæð 45—50 millj.
kr., sem hlauzt af því, að verðlagning land-
búnaðarvara var ákveðin þremur mánuð-
um síðar en lög ákveða. Ennfremur að
landbúnaðurinn njóti svipaðra hliðarráð-
stafana og hann naut við verðlagningu
haustið 1966. Felur fundurinn Stéttarsam-
bandinu að vinna að framgangi málsins og
gera ríkisvaldinu ljóst, að bændur una ekki
við jafn skarðan hlut í verðlagsmálum sín-
um og þeim er nú búinn. Loks telur fund-
urinn, að nauðsynlegt sé að setja skorður
við því, að sama öngþveitið í verðlagsmál-
um og á síðasta hausti endurtakist“.
YFIRLÝSING
fró stjórn Stéttarsambandslns.
Hinn 1. desember s. 1. var í yfirnefnd felldur úr-
skurður um verðlagsgrundvöll landbúnaSarvara
verðlagsárið 1967—1968, sem átti að taka gildi 1.
september s. 1.
Fulltrúi framleiðenda í yfirnefndinni, Ingi
Tryggvason, markaði afstöðu sína þannig:
„Ég tel niðurstöðu úrskurðarins í heild brot á
því ákvæði framleiðsluráðslaganna, að verðlagn-
ing landbúnaðarvara skuli við það miðast, að
heildar tekjur þeirra, sem landbúnað stunda, verði
í sem núnustu samræmi við tekjur annarra vinn-
andi stétta.
Veigamestu ástæður þess, að bændur geta ekki
náð því tekjujafnrétti við aðrar stéttir, sem lög
gera ráð fyrir, tel ég þessar:
Sjá töluliðina 5, bls. 70.
Stjórn Stéttarsambands bænda er í meginatrið-
um sammála þessari afstöðu Inga Tryggvasonar.
í greinargerð meirihluta yfirnefndar, kemur
fram, að ekki sé farið eftir 2. málsgr. 4. gr. laga
um framleiðsluráð Iandbúnaðarins um að tilfæra
ársvinnutíma bóndans og skylduliðs hans í verð-
lagsgrundvellinum og því borið við að gögn varð-
andi vinnumagnið séu ófullkomin að dómi þessa
sama meirihluta.
Slíkt mat, þó að það fengi staðist, getur að dómi
stjórnar Stéttarsambands bænda, ekki haggað því
meginatriði 4. gr. nefndra laga, sem felst í 1. máls-
grein hennar, að þeir, sem að landbúnaði vinna
skuli hafa sambærilegar tekjur við aðrar stéttir
og því bar yfirnefndinni, ef gögn um vinnumagn-
ið ekki töldust fullnægjandi, að miða laun bænda
við launaúrtak viðmiðunarstéttanna, verkamanna,
sjómanna og iðnaðarmanna, fyrir s. 1. ár, eins og
verið hefur megin regla við verðlagningu um
fjölda ára.
Þetta úrtak sýnir, að tekjur viðmiðunarstétt-
anna voru 22,3% hærri en launaliður bóndans er
ákveðinn í úrskurðinum; þar til viðbótar kemur,
að Efnahagsstofnunin telur að tekjur viðmiðunar-
stéttanna muni verða allt að 5% meiri á þessu ári
en í fyrra, þar sem taxtabreytingar, er urðu s. 1.
ár, gilda nú allt árið.
Þarna er augljóslega hallað á bændastéttina.
Þá vill stjórnin lýsa undrun sinni á þeim drætti,
sem orðið hefur á allri verðlagningu að þessu
sinni og telur hann óviðunandi með öllu.
Stjórn Stéttarsambands bænda lýsir mótmælum
gegn úrskurðinum og geymir sér allan rétt til að
freista þess að fá Ieiðréttingu.
Stjórnin hefur fyrirhugað að kalla saman auka-
fulltrúafund.
Reykjavík, 7. desember 1967,
Stjórn Stéttarsambands bænda
F R E Y R
71