Freyr - 01.02.1968, Side 18
Fossatún
MÓvahli'ó
Hestur
Kross
Þýíing merkjonnar
• Engin garnaveiki hefir komií fram.
\Skólpastaðir
0Arnþórsholt
\ Kistufell
Sýkingarleiðir
•~-^Lundur Gullberostaðir
Snartarstaíir
HÓII
Oddsstaíir
►Brautartunga
0
Q
Garnaveiki kom from í fénu.stóávodist
og hefir ekki fundizt oftur.
Veikin kom fram í fénu og mognaðist.
Staerd svarto geirons gefur til kynna hve
mikiX fannst af veiku fé.
að, að um 22% af fénu hefði verið garna-
veikt eftir 4 ár, og um 40% af ásetningsfénu
reyndizt með garnaveiki, þegar því var
slátrað og 5 ár liðin frá fyrstu smitun. Á
Hermundarstöðum í Norðurárdal reyndist
einnig 40% af fénu með garnaveiki 4—5
árum eftir að fyrsta smitun hafði getað átt
sér stað.
Framangreind dæmi sýna, að þar sem
engum vörnum hefir verið við komið og
garnaveiki getað smitað féð í næði hafa,
þegar 4 ár voru liðin frá því að smitið barst
í féð, fundizt garnaveikiskemmdir í 15% af
ásetningsfénu eða meira og eftir 5 ár í yfir
30%.
Á grundvelli þessarar reynslu má því
telja sennilegt, að ef engar varnarráðstaf-
anir hefu verið gerðar, væru nú þegar hátt
á annað hundrað garnaveikar kindur á
Krossi og Oddsstöðum. Á þeim bæjum eru
til samans hátt á 7. hundrað af fullorðnu
fé, og hefir veikinnar ekki orðið vart þar
aftur eftir að garnaveiku hrútunum var
slátrað og fjárhúsin hreinsuð vorið 1964.
Full fimm ár eru nú liðin síðan smit barst
í fé á þessum bæjum. Án varnaraðgerða
væri veikin nú einnig þegar tekin að sýkja
fé á nágrannabæjum, og mikil hætta væri
á sýningu nautgripanna.
Þótt það hafi gengið verr en skyldi að
halda veikinni í skefjum í fénu á Kistufelli,
hefir þó tekizt með aðstoð blóðprófa, að
tína úr mikinn hluta af garnaveiku kindun-
um áður en veikin komst á lokastig, og
minnka þannig smithættuna, bæði innan
hjarðarinnar og fyrir fé á nágrannabæjum.
Hér verður gerð nánari grein fyrir fram-
kvæmdum varnarráðstafana á Kistufelli.
Sú reynsla, sem þar fékkst sýnir, að stund-
um tókst að fækka mjög sýktu fé í hjörð-
inni, en í annan tíma magnaðist smitið, og
mun það meðal annars hafa stafað af því,
að of langur dráttur varð á slátrun grun-
samra kinda. Nauðsynlegt er að gera sér
sem nákvæmasta grein fyrir þeim mistök-
um, sem áttu sér stað á Kistufelli, til að
forðast þau, ef garnaveiki kynni að koma
upp í fé á nýjum varnarsvæðum.
74
F R E Y R