Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1968, Blaðsíða 20

Freyr - 01.02.1968, Blaðsíða 20
náðust þannig úr hjörðinni á Kistufelli með aðstoð blóðprófs. Þessar kindur munu hafa smitazt veturinn 1962—1963. Augljóst er, að þessar kindur hafa haft mikla möguleika á því að bera smit í heima- landið og húsin á Kistufelli um haustið og í byrjun vetrar 1964. Það voru því mjög al- varleg mistök, að Gufa og Fríða náðust ekki til slátrunar fyrr en í okt,—des., og að ekki var unnt að framkvæma blóðpróf á fénu í septemberlok og slátra þá þegar þeim kindum, sem sýndu útkomu við blóð- prófið (Gulrófu, Fönn og Órækju). Þetta var þeim mun óheppilegra, sem veðrátta og allar aðstæður fjárins í heimahögum að haustinu eru mjög hagstæðar fyrir dreif- ingu smitsins. Tafla II Sláturfé frá Kistufelli í Lundarreykjadal 1965. — SamanburSur á útkomum viS blóSpróf og niSurstöSum af líffœra- skoðun. Útkoma við blóðpróf 1964 1965 Garnaveiki vis Nafn no. Aldur apr. nóv. maí Slátrað í Númer líffæraskoðun Hnakki 0.0 0.0 1.0 nóv. H 1133 + + Nafnlaus 40 1 0.5 nóv. kln 2518 -f- Jóns-Grána 6 0.0 0.0 nóv. H 1399 H—h Bagga 8 0.0 0.0 1.0 nóv. kln 2620 -f- Bletta 6 0.0 0.0 0.5 nóv. H 1400 _|—1_ Gulhnakka 3 0.0 0.0 4.5 nóv. H 1401 ++ Nafnlaus 49 1 1.5 nóv. kln 2623 -f- Mjóhyrna 3 0.0 0.0 1.0 nóv. H 1402 + Breiðleit 3 0.0 0.0 1.0 nóv. H 1403 + Rák 6 0.0 0.0 2.5 nóv. H 1404 + Mjallhvít 1.5 nóv. kln 2627 Kúpa 3 0.0 0.0 des. H 1492 ++ Árið 1965 var í nóvemberlok slátrað 11 kindum á Kistufelli, sem reynzt höfðu grunsamlegar við blóðpróf í maí um vorið eða um hálfu ári áður. Garnaveiki fannst í 7 af þessum 11 kindum, en þar sem tvær þeirra voru veturgamlar og því ekki lík- legt, að garnaskemmdir fyndust í þeim, mun nær sanni að sleppa þeim úr, en þá er útkoman 7 af 9 eða lík og árið áður. Ein kindin, Kúpa, reyndist vera með garnaveiki á háu stigi í desember, en hafði ekki sýnt neina útkomu við blóðpróf í maí um vorið. Hér virðist það sama hafa skeð og kom fyrir með 3 kindur að Kistufelli árið áður. (Sjá Gulrófu, Fönn og Órækju í töflu I). Þessar kindur sýndu enga út- komu við blóðpróf í maí 1964, en komu fram við blóðpróf í nóvember og desember, og fór þeim þá ört hnignandi. Vitað er, að kindur veikjast oft eftir burð og veður- og fóðurbreytingar að hausti og í byrjun vetrar geta flýtt fyrir sýkingu. Einnig benda þessar staðreyndir á nauðsyn þess að blóðprófa féð á % árs fresti, ef gera á alvarlega tilraun til að draga úr garna- veikisýkingu með aðstoð blóðprófa. 76 F R E r R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.