Freyr - 01.02.1968, Qupperneq 23
um fyrr en 1965, sem er í fullu samræmi
við þá staðreynd, að smithættan frá heima-
landinu á Skálpastöðum var mest árið 1963.
Hrúturinn Freyr veiktist fyrstur af Kistu-
fellsfénu og jafnsnemma veiktust hinir
tveir aðkomnu sýningarhrútar. Freyr veikt-
ist vorið 1964 og gat því ekki verið valdur
að smitun hrútanna haustið 1962. Sama er
að segja um aðra hrúta, sem á sýningunni
voru, nema Skálpastaðahrútinn, sem var,
eins og fyrr segir, þá þegar orðinn fárveik-
ur af garnaveiki. Hann virðist því hafa
verið einn um að smita sýningarféð og með
þessari stuttu heimsókn í fjárhúsin á Kistu-
felli orðið valdur að garnaveikisýkingu í
búpeningi á þremur nýjum bæjum.
Áður hefir verið lýst að nokkru tilraun-
um til að kveða niður garnaveikisýkingu
í fé á þessum bæjum. Þótt vel tækist til á
Krossi og Oddsstöðum, reyndist veikin í
fénu á Kistufelli ekki viðráðanleg. Smit-
ið hafði gengið örara en gert var ráð fyrir
í upphafi og ekki verið aðstaða til að ein-
angra tafarlaust allar kindur, sem sýndu
útkomu við blóðpróf. Stundum hafði einn-
ig liðið of langur tími milli prófanna. Smit
hélzt því stöðugt við í fjárhópnum, þótt nið-
urstöður blóðprófanna reyndust sæmilega
öruggar.
Haustið 1965 var almennt hafizt handa
um bólusetningu gegn garnaveiki á lömb-
um og veturgömlu fé innan svæðisins. Vet-
urinn 1965—’66 fundust garnaveikar kind-
ur í fénu í Fossatúni og í Múlakoti. Þá um
vorið var gerð tilraun til að einangra veikt
og grunað fé í girðingarhólfi á eyðibýlinu
Gröf í Lundarreykjadal. Þessi tilraun fór
því miður út um þúfur, því að fátt náðist
af fénu í þessa girðingu, en sumt slapp út
eða drapst, án þess að líffæraskoðun yrði
við komið.
Haustið 1966 var loks gripið til þess ráðs
að slátra öllu fé, sem eftir var óbólusett á
þeim bæjum, þar sem garnaveiki hafði orð-
ið vart. í stað þess voru sett á lömb og þau
bólusett gegn garnaveiki. Niðurstöður af
garnaskoðun á þessu fé koma fram í töflu
IV. Einnig var gerður samanburður á út-
komum við blóðpróf og garnaskoðun við
ákvörðun á garnaveiku fé, og sýnir tafla V
niðurstöður þeirra athugana.
Tafla IV Tíminn frá
Féð smitast Gamaveiki finnst Slátrun fer fram Sýkt fé við smiti til
Bæir árið árið árið slátrun slátrunar
Skálpastaðir .... .. (1959) 1962 1963 52 15% um 4 ár
Kistufell .. 1962 1964 1966 12 14% 4 ár
Kross 1964
Oddsstaðir .... .. 1962 1964
Fossatún 1965 1966 7 8% um 3 ár
Múlakot 1965 1966 7 6% um 3 ár
Ath.: Ártöl í svigum merkja, að ekki er vitað með vissu, hvenær smit barst fyrst í féð.
Tafla V
Samanburður á útkomu við blóðpróf gegn garnaveiki og niðurstöðum af líffœra- og sýklaskoðun við slótrun kindanna. Blóð-
prófaðar voru alls 218 fullorðnar kindur frá Fossatúni, Múlakoti og Kistufelli og blóðsýni tekin um leið og fénu var slátr-
að i Borgarnesi haustið 1966.
Útkoma við blóðpróf: Niðurstöður af líffærarannsókn:
-f 0.5 stig eða meira ........ 23 kindur 17 garnaveikar (= 74%)
1 með grun um byrjandi skemmdir
____ 5 heilbrigðar
-í- 0.0 stig ................. 195 kindur 2 garnaveikar
5 með grun um byrjunarskemmdir
188 heilbrigðar (= 97%)
F R E Y R
79