Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 5

Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ Nr. 21-22 — nóvember 1968 64. órgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: GÍSLI KRISTJÁNSSON (ábyrgðarmaður) ÓLI VALUR HANSSON Heimilisfang: PÓSTHÓLF 390, REYKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK Áskriftarverð kr. 250 órgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bœndahöllinni, Reykjavík — Sími 19200 PrentsmiSja Jóns Helgasonar Reykjavík — Sími 38740 EFNI: Fóðurbirgðir Hraðþurrkun á grasi Kalrannsóknir Kartöfluskemmdir Osta- og smjörneyzla Frá aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands Rússneskar dráttarvélar Sœnskt sauðfjárhald Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara Skrá yfir búvöruverð Greinargerð um ákvörðun verðlagsgrundvallar Yfirlýsing stjórnar Stéttarsambands bœnda Molar Fóðurbirgðir Eftirtekja jarðargróðurs var mjög misskipt á sumrinu, sem nú liefur kvatt. Til eru þeir, sem munu hafa fengið sem ncest met-uppskeru og hinir eru líka til, sem aðeins hafa fengið halfan heyfeng, miðað við eðlilegt árferði. Kalsvœðin voru auðvitað naumgjöfulust og til hænda á þeim hefur verið flutt mikið hey í sumar. Spurning er svo hvort þangað er nóg komið. Hvað sem er um það þá má álíta, að heyfengur samtals í landinu sé ekki fjarri meðallagi. Skýrslur forðagœzlu- manna munu segja til um það nákvœmlega þegar þœr hafa borizt fóðurbirgðaeftirlitinu fyrir áramótin, en við vonum og teljum víst, að allir leggi nú kapp á að Ijúka skoðunum og skýrslugerð fyrir áramót, svo sem lög gera ráð fyrir. Búfjárræktarlögin frá 1965 og reglugerðin við lögin, sem staðfest var i ágúst 1967, segja fyrir um hvernig haga skuli framkvœmdum forðagæzlunnar. Framtal búfjár og forða er nú gert á ábyrgð sveitarstjórna, af forðagæzlu- mönnum, sem hver sveitarstjórn velur til þess, einum eða fleirum í hverjum hreppi, og á kostnað sveitarsjóða. Til fulltingis og öryggis getur sveitarstjórn og/eða forða- gœzlumenn kvatt aðila frá búnaðarsambandi héraðsins og er viðeigandi að héraðsráðunautur í búfjárrækt hvers héraðs staðfesti niðurstöður um öryggi ásetningsins með áskrift sinni svo sem lögin gera ráð fyrir. Þetta, með öryggi í ásetningi, er þungamiðjan i búskap á íslandi og búfjárrækt allri. Það er gömul saga, sem álltaf er reyndar ný, að þeir, sem ævinlega eiga næg hey eru beztu bœndurnir, bæði efnalega og allavega. Hinir, sem heylausir eru annaðhvert ár eða oftar, eru jafnan í skuldábazli og ýmsum vanda háðir. Hvað sem segja má um einstákar hliðar búrekstrarins og þýðingu þeirra er víst alveg óhœtt að fullyrða, að hagfræðilega séð er eng- inn öryggisventill þýðingarmeiri en þessi, sem heitir að hafa næg hey í búi hversu sem harðæri herjar. En sá leikur við náttúruöflin er ekki alltaf léttur, þeirra leikur er hamramur og liggur stundum við að hann geri marga bændur mát þegar árferði er eins og gerst hefur undan- farin vor. F R E Y R 427

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.