Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1968, Síða 8

Freyr - 01.11.1968, Síða 8
vænta, og er einmitt þess vegna ástæða fyr- ir okkur til að fylgjast vel með og reyna þá tækni sem bezt er þekkt hverju sinni. * * * Búnaðarþing 1965 gerði ályktun, þar sem því var beint til stjórnar Búnaðarfélags ís- lands að láta fara fram athugun á hag- kvæmni þess að framleiða hér grasmjöl og grasköggla bæði með tilliti til fóðurbirgða og hugsanlegs útflutnings á vörunni. Stjórn Búnaðarfélags íslands skipaði nefnd til að kanna málið, og störfuðu þeir í henni ráðu- nautarnir Ásgeir L. Jónsson og Jónas Jóns- son og Páll Sveinsson, landgræðslustjóri. Nefndin skilaði ekki áliti fyrir Búnaðarþing 1967, þar sem henni var þá kunnugt um, að væntanleg var í Danmörku skýrsla um heildarrannsókn á málinu, þar í landi, og taldi rétt að bíða hennar. Sú skýrsla kom út haustið 1967. Þá kom á sama tíma skýrsla frá Bútæknistofnuninni við Landbúnaðar- háskólann í Noregi um sama viðfangsefni og var í henni gerð nákvæm áætlun yfir framleiðslukostnað á graskögglum í mis- munandi stórum verksmiðjum. Nefndin afl- aði sér síðan þeirra heimilda, sem fáanlegar voru um þessa starfrækslu hér á landi og skilaði skýrslu til Búnaðarþings 1968. Hér fer þá á eftir stuttur útdráttur úr skýrslu nefndarinnar til Búnaðarþings. Skýrgreining hugtaka. Grasmjöl — vögglar — kögglar. Nafngiftir á framleiðslu þeirri, sem hér um ræðir, hafa verið nokkuð á reiki og er því rétt að gefa skýringu á því, hvernig nöfnin verða notuð hér á eftir. 1. Hraðþurrkun er það, þegar þurrkað er við mikinn hita í sérstökum þurrkara gagn- stætt súgþurrkun í hlöðu, sem ýmist getur verið með hituðu eða köldu lofti. 2. Grasmjöl er hraðþurrkað malað gras. 3. Heymjöl er hey, sem ekki er hrað- þurrkað, en malað. 4. Vögglar eða grasvögglar eru pressaðir saman úr grasmjöli í þar til gerðum press- um. Þeir eru venjulega sívalir bútar allt að 20 mm í þvermál og lengdin heldur meiri en þvermálið. Ekki er hægt að pressa í vöggla- pressum annað en fínmalað efni. 5. Heyvögglar yrðu á sama hátt til úr fínmöluðu heyi. 6. Kögglar eða graskögglar eru pressaðir saman með miklum þrýsingi úr söxuðu (bútuðu) hraðþurrkuðu grasi, og eru ýmist sívalir eða strendir. Þvermál þeirra er að jafnaði meira en vögglanna eða 20—100 mm og þykkt svipuð þvermáli. 7. Heykögglar eru pressaðir úr söxuðu heyi. (í Ameríku tíðkast að pressa saman hey, sem þurrkað hefur verið úti. Vélum, sem taka heyið beint af jörðinni, og pressa það er ekið á flekk eða múga. Einnig má pressa hálf-eða lítið þurrkað gras, en þá þarf að þurrka kögglana á eftir. Þessi aðferð er lít- ið reynd.) Rúmþyngd. Rúmþyngd á heyi í hlöðu er 90—130 kg/m:1 og lítið meiri á vélbundnu heyi. Grasmjöl hefur rúmþyngd 300—400 kg/m3, en við að vöggla það, vex hún í 600—700 kg/m3. Rúm- þyngd á söxuðu, hraðþurrkuðu grasi, er 50—100 kg/nr' en í kögglum er hún 400— 600 kg/m3. Þróunin erlendis. Framleiðsla hraðþurrkaðs grasfóðurs hef- ur farið vaxandi að undanförnu. í dönsku skýrslunni er eftirfarandi yfirlit gefið yfir framleiðslumagn í nokkrum Evrópulöndum árið 1965, talið í 1000 smálestum. Danmörk 120 V estur-Þýzkaland 35 Holland 120 Frakkland 180 Ítalía 80 Bretland 100 430 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.