Freyr - 01.11.1968, Side 14
framleiðslunnar við innflutt fóður, verða
þessi meðal höfuðatriðanna. Líkur benda
til þess, að með þremur sláttum fáist heldur
minna þurrefnismagn af hverjum ha, en
sennilega þó ekki minna fóðurmagn, vegna
meiri fóðurstyrkleika.
Ræktunarkostnaður er hér yfirleitt lág-
ur, og á sumum tegundum lands mjög lág-
ur. Áburðarkostnaður er aftur hár
fyrir hverja uppskerueiningu, en þó mjög
mishár eftir landi og oftast í öfugu hlutfalli
við ræktunarkostnaðinn. Þetta yrði sjálf-
sagt íslenzkri framieiðslu í óhag, og stafar
bæði af mikilli áburðarþörf íslenzks jarð-
vegs, einkum þó þörf fyrir N-áburð og háu
áburðarverði hér.
Brennsluolía.
Nú eru nær einvörðungu notaðir svokallað-
ir sívalningsþurrkarar til hraðþurrkunar.
Brennara er komið fyrir við enda þurrk-
sívalnings og sogast loftið beint úr loganum
inn í hann. Hráefnið kemur inn um hlið
sama enda og leikur því heitasta loftið um
grasið meðan það er rakast. Lofthitinn við
inntakið er frá 700—1200 °C, og er stillan-
legur með olíugjöf í brennara, eftir því hve
grasið er blautt. Hitinn í grasinu á ekki að
fara yfir 90°C, við hærri hita til lengdar
verða óæskilegar efnabreytingar í hráefn-
inu og veldur það minni meltanleika
Við góða nýtingu á olíunni í þessum þurrk-
urum eyðast 850—870 gr af olíu fyrir hvert
kg af vatni, sem þurrkað er úr grasinu.
Olíukostnaðurinn fyrir hvert kg af fram-
leiðslunni fer eftir því hve mikill rakinn er
í hráefninu og svo olíuverði. Það er at-
hyglisvert, hve mikil áhrif það hefur ef
hráefnið er mjög blautt. Sem dæmi er tek-
ið, að aukist vatnsamagn hráefnis, t. d. úr
77,5% í 82%, eykst það vatn, sem fjarlægja
þarf fyrir hvert kg framleiddrar vöru um
33%. Olíunotkun reynist nokkru minni hér
en áætlað er í Noregi. Þar er hún áætluð
418 g af olíu á hvert kg framleiðslu, en í
Gunnarsholti og á Stórólfsvelli er hún ná-
lægt 300 gr fyrir hvert kg. Bendir þetta til
þess, að undanfarin sumur hafi hráefnið
verið þurrara hér en talið er meðallag í
Noregi.
Olíukostnaður fyrir hvert kg framleitt
hefur verið sem hér segir:
í Danmörku (meðalt.) 1965 20-32 au/kg
í Noregi (áætlun) 1966 45 —
Á Stórólfsvelli 1964 39 —
— __ 1966 38 —
Á Gunnarsholti 1967 49 —
Raforka.
Allmikla raforku þarf til framleiðslunnar,
sérstaklega eru það hreyflar, sem knýja
myllur og kögglapressur, sem eru orkufrek-
ir. Hér hefur þetta reynzt mjög hár út-
gjaldaliður, og lítið lægri en olían. Þetta
mun aðallega stafa af háu fastagjaldi, sem
hér er lagt á eftir hestaflatölu hreyflanna.
Auðsjáanlega nýtur slíkur verksmiðju-
rekstur betri kjara við raforkukaup í Dan-
mörku og Noregi en hér á landi. Um það
bera eftirfarandi tölur um raforkukostnað
vitni, en hann hefur orðið sem hér segir,
fyrir hvert kg framleiðslunnar:
í Danmörku (meðalt.) 1965 7 au/kg
í Noregi (áætlað) 1966 9-11 —
Á Stórólfsvelli 1964 33 —
— — 1966 34 —
Á Gunnarsholti 1967 32 —
Umbúðir og geymsla.
Köggla er hægt að geyma lausa, ef geymsl-
an er þurr. Danir telja, að geymsla í sekkj-
um muni verða hagkvæmust, Umbúða-
kostnaður hefur orðið hár liður hér, eink-
um á Stórólfsvelli, enda er þar um mjöl að
ræða, sem hefur mikið meiri fyrirferð en
kögglarnir.
Umbúðakostnaður:
í Danmörku (meðalt.) 1965 7 au/kg
Á Gunnarsholti 1967 16 —
Á Stórólfsvelli 1966 32 —
436
F R E Y R