Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1968, Blaðsíða 17

Freyr - 01.11.1968, Blaðsíða 17
norðaustanvert landið. Jörð var þá þíð að mestu, en þumlungsþykkt lag frosið á stöku stað. í febrúar gerði rigningar og hlánaði allmikið. Tók þá upp snjó af hávöðum og efst í hlíðum. Þar sem þannig var háttað, varð ekki vart kals. í hlíðardrögum, einkum sunnanverðum og í dældum, þar sem skafl- ar voru þykkastir, mun snjór ekki hafa náð að gegnblotna. Á þessum svæðum, þar sem þurr snjór huldi svörðinn kom jörðin einnig óskemmd undan vetrinum. Þar sem snjóalagið var hinsvegar grynnra, t. d. í jöðrum skaflanna og á flat- lendi, myndaðist krapaelgur í hlákunni. Þessi elgur fraus síðan og varð að svelli, en svellgljáinn lá langt fram á vor. Vegna þess að jörð fór víðast þíð undir snjóinn, hafa grös ekki verið fullhörðnuð. Öndun hefur getað átt sér stað, en loftleysi hefur verið undir klakanum, einkum í þéttum leirjarð- vegi. Undir þessum skilyrðum hafa venju- leg túngrös ekki getað lifað. Þegar svellin tók loks að leysa kom gróðurinn dauðkalinn undan þeim. Orsök þessa áfellis mun því bæði vera það, sem kallað er rotkal og svell- kal. Gróður og frostþol. Flestar jurtir eru viðkvæmar fyrir rot- og svellkali, og verjast þær bezt sem hafa sterkan rótarháls, eða mynda þéttar hvirf- ingar, svo sem snarrót. í mýrlendi mun snarrót og hálmgresi vera þolnust heil- grasa, er hið síðarnefnda ekki uppskeru- mikil jurt. í þurrlendi lifir túnvingull og skriðlíngresi helzt innlendra grasa og einn- ig snarrótin. Enda þótt innlendar grasteg- undir þoli misvel snjóalög og frosthörkur, eru þær að öllu jöfnu þolnari aðfluttum jurtum frá suðlægari svæðum. Er því ekki annars að vænta, en að grastegundir af að- fluttu fræi geti orðið fyrir hnjaski ef illa árar. Af hinu erlenda sáðgresi er háliða- grasið langþolnast. Er það auk þess skriðult og getur á fáum árum þakið kalblettina að nýju. Aðrar tegundir, svo sem vallarfox- grasið, eru viðkvæmari og skríða ekki. Jarðvegur. Þar sem gróður í túnum hefur drepizt af völdum kals hefur jarðvegsgerðin jafn- framt breyzt þannig, að flest fóðurgrös eiga þar óhægt um vöxt. Jarðvegurinn þéttist og verður loftlaus. í þess háttar jarðvegi er varpasveifgrasið eitt hæft til þess að vaxa. Má telja, að þar sem þetta gras leggur und- ir sig kalbletti, opni það jarðveginn fyrir nytjagrösum og sé það þannig heldur til bóta þó það sé sjálft uppskerurýrt. Það er nokkuð athyglisvert, að hinar allra yngstu sléttur, á fyrsta og öðru ári, hafa varizt kal- inu bezt norðanlands. Mun þetta stafa af því, að þar er jarðvegurinn lausastur og hefur jarðvegsgerðin haldizt þannig, að gróður hefur ekki kafnað, enda þótt hann lægi undir ís. í þungum leirjarðvegi og mýrarjörð fellur gróðurlagið saman og verður þétt sem leirflag. Gróðri er því kal- hættara í þannig jarðvegi heldur en í góðri loftmikilli gróðurmold. Enn á ný urðu stórtjón af völdum kals á Austurlandi og Norðausturlandi árið 1965. Eins og kunnugt er var reynt að bæta upp- skerutapið með því að útvega bændum af kalsvæðunum hey úr öðrum héruðum, sem hrepptu ekki sama ólán. Sérfræðingar fóru þá einnig á vettvang til þess að afla upplýsinga um kalskemmdirnar og reyndu þeir að læra af áföllunum og kanna hvort ekki mætti finna leiðir til úrbóta. Voru í því skyni lagðar út nokkrar tilraun- ir í kalhéruðunum, sem áttu að skera úr því hvaða grastegundir væru þolnastar svo og hvaða áburðaraðferðir hentuðu bezt. Enda þótt ýmsar leiðir væru sýndar til úrbóta og gerðar væru auknar ráðstafanir til þess að velja hentug grös til sáningar og bændur legðu sig alla fram um að vinna sáðlönd sín eins vel og dyggilega og frekast er unnt, sem ég veit að flestir bændur gera F R E Y R 439

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.