Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 18
eftir þeim leiðbeiningum, sem þeir hafa
fengið frá ráðunautum og ræktunarsér-
fræðingum og með þeirri reynzlu í ræktun
sem þeir sjálfir búa yfir, hefur kal ennþá
herjað á íslenzkan landbúnað og nú á síð-
ustu tveimur árum hafa jafnvel orðið ennþá
meiri skaðar af völdum kals en urðu árið
1952 og jafnvel meiri, en nokkru sinni áður.
Þetta uppskerutjón nemur nú tugum
milljóna. Tjónið 1952 var um 30 milljónir
eftir mínu mati, en tjónið nú er mun meira
í einstaka héruðum, enda þótt það sé ekki
eins víðtækt yfir allt landið og það var þá.
Við landsmenn stöndum enn ráðalitlir
gegn þessum skaðvaldi, enda þótt við vitum
að nokkru leyti hvar orsakanna er að leita.
Veðurfarið getum við seint ráðið við og
veðráttan í ár hefur verið einmuna erfið
fyrir grasgróður og grasvöxt. Snjóar og
svellalög hafa legið yfir hinum marflötu
túnum, sem er óeðlilegt yfirborð þessa
gróðurlendis við íslenzkar aðstæður, því
raunverulega ætti þetta gróðurlendi að vera
þýft. En á sléttlendinu hafa svellin náð að
kæfa, slíta og kremja gróður, sem áður
hefur orðið illa undir veturinn búinn fyrir
margskonar áhrif þess búskaparlags, sem
við stundum (svo sem vegna mikillar ein-
hæfrar köfnunarefnisnotkunar, vegna notk-
unnar þungra heyskapar- og hirðingar-
tækja, vegna ofnotkunnar túnanna á
óheppilegum tímum, síðsláttar og beitar
o. s. frv.
Ekkert eitt atriði er hér allsvaldandi og er
hér mörgum samverkandi áhrifum um að
kenna. En sérhver þáttur, sem stuðlar að
því að veikja vetrarþol jurtanna stuðlar
einnig að auknu kali.
Gróðurtoppamir eru aðeins vinjar í auðninni
440
F R E Y R