Freyr - 01.11.1968, Side 20
Þessar rannsóknir stuðla mjÖg að því að
auka heyfeng á hvern hektara lands og
varna því að aukið tjón verði af völdum
kals.
Af útreikningum á meðaluppskeru heys í
hestum á hektara eins og hún var á öllu
landinu á árunum 1943—1966, sést hve töðu-
fengur er skertur þau árin sem tún hefur
kalið. Nemur það uppskerutjón milljónum
króna þau árin sem tún hafa kalið. Til dæm-
is er tjónið 1962 áætlað um 50 miljónir
króna. Ef unnt væri að minnka svo alvar-
legt tjón með notkun harðgerðari grastofna
væri mikið áunnið í ræktunarmálum.
Mikil notkun köfnunarefnisáburðar í
formi því, sem er í kjarna (amoniumnitrat)
hefur mjög verið umdeild. Tilraunir frá
Hvanneyri hafa einkum sýnt, að einhæf
notkun kjarna á grassvörð stuðlar að kali
borið saman við grassvörð sem fengið hef-
ur kalksaltpétur einkum þar sem um stóra
skammta er að ræða (240 kg/ha af N).
Þessi svörun er mjög greinileg á Hvann-
eyri í tilraun, sem staðið hefur í 7—8 ár, en
varast ber að taka þetta sem algildar niður-
stöður því sambærilegur árangur hefur
ekki fengist af sömu tilraun frá öðrum til-
raunastöðvum. Er hér þó eitt dæmi um
áþreifanlegan kalvald.
Önnur athugun frá Hvanneyri ber mjög
vott um þvað þjöppun af traðki og vinnu-
vélum stuðlar að aukningu kalsins, og er
það annað áþreifanlegt dæmi um kalvald.
Fjármagn til kalrannsókna.
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hefur
hlotið nokkuð fé til beinna kalrannsókna,
sem beint hefur verið til athugunar á Norð-
ur og Norðausturlandi. Á síðastliðnum
F R E Y R