Freyr - 01.11.1968, Side 23
grösin nokkru fyrir upptöku eins og oft er
gert í hlýrri löndum. — Oft er spurt hvort
óhætt sé að þvo kartöjlur eftir upptöku.
Þessu fylgir a. m. k. ein hætta, þ. e. kart-
öflurnar verða næmari fyrir birtu en ella
og hættir til að grænka í bjartri geymslu
eða t. d. í gegnsæjum umbúðum.
V. Óbragð í kartöflum.
Alkunnugt er að kartöflur verða bragð-
vondar í blautum jarðvegi og ef ofmikill
köfnunarefnisáburður er notaður. Ýmis
efni geta og valdið óbragði í kartöflum o. fl.
rótarávöxtum, t. d. olía, lýsi, kjötsalli,
beinamjöl og fiskimjöl. Ekki má láta kart-
öflur í áburðarpoka, allra sízt kalíáburðar
slíkt getur bæði valdið óbragði og hýðis
skemmdum líkt og salt. Notið jafnan hreina
poka. Ógætileg notkun olíubrennara í
geymslu getur valdið óbragði og skemmd-
um á hýði kartaflna. Margs er að gæta.
VI. Geymsluskemmdir og kvillar.
Kartöflur rýrna og léttast jafnan í geymslu,
en mjög mismikið eftir aðstæðum. Kartöfl-
ur eru lifandi verur, þær anda og léttast
við það. Samkvæmt sænskum tilraunum
léttast þær um 1.4% í 3° hita 1.8% í 5° hita
og 2.6% við 10° hita á C, miðað við 6 mán-
aða geymslu. Mjölvi breytist í sykur, sem
notaður er sem orkugjafi við öndunina og
eyðist. Jafnframt gufar vatn út úr kartöfl-
unum og þær taka til sín súrefni. Nokkur
hiti myndast. Ekki er hægt að hindra önd-
unina með öllu og verður jafnan að vera
nægilegt súrefni, svo að kartöflurnar kafni
ekki og dökkni að innan. Er hættan lang-
mest í hlýrri geymslu. Kartöflur gefa frá
sér vatn við öndunina og það gufar líka út
úr þeim og því meir sem loftið í geymslunni
er þurrara og hlýjara. Mest vatn gefa kart-
öflur frá sér fyrsta mánuðinn í geymslunni,
eftir upptöku. Síðan minnkar útgufunin
þegar hýðið þykknar og sár gróa, en það
gerist fljótast ef sæmilega hlýtt er á kart-
öflunum fyrstu vikurnar eftir upptöku. —
Kartöflur spíra venjulega ekki fyrr en 2—3
mánuðum eftir upptöku. Þó er þetta tals-
vert breytilegt eftir tegundum og þær þurfa
líka mismikinn hita til að spíra, en algengt
er að til þess þurfi 5° hita eða meir. Hæfi-
legur geymsluhiti skal vera lægri, eða 2—5°
þegar fram á vetur kemur.
Kartöflur sem orðið hafa fyrir hnjaski
við upptöku eða flutning, geymast mun
verr en ella, þær léttast mjög við útgufun
um sárin á hýðinu og smitast auðveldlega af
sjúkdómum, því að gerlar, sveppar o. s. frv.
eiga greiða leið inn gegnum sárin.
Sjúkdómar valda oft miklum skemmdum
í geymslu, einkum ef hún er of hlý og rök.
Mestan usla gerir stöngulsýkin (votrotnun-
unin), sem gerlar valda, að jafnaði og verð-
ur að forðast að láta stöngulsjúkar kartöfl-
ur lenda í geymslu með heilbrigðum kart-
öflum. Allar kartöflur undir stöngulsjúku
grasi eru smitaðar, hvort sem verulega sést
á þeim við upptöku eða ekki. í hlýrri og
rakri geymslu getur rotnunin orðið mjög ör
og eyðilagt mikið á skömmum tíma. Vilsa
úr sjúkum kartöflum sígur niður og smitar
frá sér.
Kartöflumygla ágerist líka mjög í of
hlýrri og rakri geymslu, ekki svo mjög af
því að kartöflurnar smiti hver aðra, heldur
magnast þessi þurra rotnun í þeim kartöfl-
um sem þegar voru smitaðar í garðinum,
étur sig inn og getur gereyðilagt þær, þótt
lítt eða ekki hafi séð á þeim við upptöku.
Ef mygla er í kartöflugrösunum, sér venju-
lega á sumum kartöflum við upptöku, en
miklu fleiri geta verið nýlega smitaðar, þótt
ekki sjái á þeim. Eina vörnin er þá þurr,
loftgóð og svöl geymsla, helzt í rimlaköss-
um eða rimlastíum. Þéttir rakir pokar eru
óhæf geymsluílát þegar svona stendur á.
Stundum komast votrotnunargerlar í
myglublettina og kemur þá fram votrotnun.
Á tímabilinu 1918—1967 hafa komið 12
skæð mygluár. Kartöflumyglunnar hefur
orðið vart um land allt en hún hefur aðeins
gert skaða í lágsveitum á sunnanverðu
landinu.
F R E Y R
445