Freyr - 01.11.1968, Side 38
M°L^R
Áburðarkaup fyrir vorið 1969.
Áburðarverksmiðjan h.f. hefur sent áburðarnotend-
um bréf, þar sem þeir eru hvattir til að huga snar-
lega að undirbúningi áburðarpantana fyrir næsta
ár, og ljúka frágangi þeirra fyrir 1. des. n. k.
Gert er ráð fyrir, að af áætlaðri N-notkun lands-
ins 1969, verði tæp 30% innflutt í eftirfarandi á-
burðartegundum: Kalkammonsaltpétur 26%, kalsi-
um-nítrat 15,5% (Noregssaltpétur), túnáburðar-
blanda 22-11-11 að viðbættum 2,7% brennisteini,
svo og tvígildar blöndur 26-14-0 og 22-22-0. Tekið
er fram, að ef óskir eru fyrir hendi af hálfu notenda
um, að einhvers hluta N-áburðar verði aflað í öðr-
um tegundum, verði reynt að mæta slíkum óskum.
Að öðru leyti er reiknað með, að rösklega 70% af
N-áburðarþörfinni verði mætt með notkun kjarna.
Klórsúrt kalí verður nú allt flutt inn í styrkleika
60% K=0 og verður reynt að afgreiða það allt gróf-
kornað. Um brennisteinssúrt kalí gildir sama og
áður, það er aðeins fyrir hendi í fínkornuðu ástandi,
og sem 50% K=0.
Fosfórsýruáburðurinn mun verða í þrífosfati, og
í 45% P^Os, styrkleika eins og endranær, en þó mun
leitazt við að mæta beiðnum notenda um útvegun
annarra tegunda, svo sem superfosfats 18% P^Oj, ef
þess er sérstaklega óskað. Tekið er fram, að reynt
verði að sjá til þess, að megin hluti hins innflutta
áburðar verði afgreiddur í polyethylene pokum eins
og í vor er leið. Að öðru leyti bendir Áburðarverk-
smiðjan á, að sé þess óskað, muni hún annast milli-
göngu um útvegun áburðarkalks frá Sementsverk-
smiðju ríkisins á Akranesi.
Orkuneyzla
S'amkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum
„World Energy Supplies" (orkubirgðir heimsins)
1963—1968 jókst orkuneyzla heimsins um 17% á
þessu tímabili. í skýrslunni segir að á árunum 1963
—1936 hafi notkun á jarðgasi aukist um 27%, og
notkun brennsluolíu um 26%, en fast eldsneyti að-
eins um 6%. Hlutur jarðgass fer ört vaxandi og nam
á árinu 1966 18% af orkuframleiðslu heimsins.
Fljótandi eldsneyti nam 38% af framleiðslunni en
fast eldsneyti 42%. Árið 1966 jókst raforkunotkun
í heiminum um 8% frá árinu á undan. Heimsnotk-
unin nam samtals 3,602 milljörðum kílowatta-stunda
en 27% af orku þessari fékkst frá vatnsaflstöðvum.
í Noregi var raforkuneyzlan mest, nam hún 12.809
kílowattstundum á hvern íbúa. Meðalrafmagns-
notkunin á hvern jarðarbúa var aftur á móti 1077
kilowattstundir. í einstaka vanþróuðu landi var þó
ársnotkunin á íbúa ekki nema tvær kilowattstundir.
Af samanlagðri orku heimsins notuðu Bandaríkin
árið 1966 35%, Sovétríkin 15%, Japan 5,8%, Bretland
5,6% og Vestur-Þýzkaland 5,1%.
Yffirlýsing
Stjórn Stéttarsambands bænda hefur á
fundi sínum í dag, 1. október 1968, tekið til
athugunar hinn nýja verðlagsgrundvöll
landbúnaðarvara, sem úrskurðaður var í
yfirnefnd 25. f. m. Telur stjórnin rétt, að
eftirfarandi atriði komi fram.
1. Magn tilbúins áburðar telur stjórnin
of lágt áætlað.
2. Fyrningarkostnaður véla er ekki í
samræmi við vélaþörf bús af þeirri stærð,
sem ákveðin er í grundvellinum.
3. Vextir eru í algjöru ósamræmi við
fjármagnsþörf grundvallarbúsins.
4. Vinnumagn í launakostnaðarliðnum
er mun minna en búreikningar og vinnu-
mælingar benda til að þörf sé fyrir á búi
af þessari stærð. Sérstaklega vill stjórnin
benda á þá staðreynd, að sé fjármagskostn-
aður lítill, hlýtur vinnuaflaþörfin að auk-
ast að sama skapi.
Stjórn Stéttarsambandsins telur þær
breytingar, sem nú hafa orðið á verðlags-
grundvellinum vera til bóta, þótt hún telji
hins vegar ekki horfur á, fyrst og fremst af
þeim ástæðum, sem þegar hafa verið tald-
ar, að verðlagsgrundvöllurinn tryggi bænd-
um tekjujafnrétti við hinar svokölluðu við-
miðunarstéttir, sem þó er lögum samkvæmt
meginverkefni þeirra, sem verðlagsgrund-
völl ákvarða á hverjum tíma.
f. h. stjórnar Stéttarsambands bænda,
Gunnar Guðbjartsson
Sæm. Friðriksson
460
F R E Y R