Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 38

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 38
Votheyið verkaðist vel, en þó bezt þegar maurasýran var notuð. Munurinn á því að nota maurasýru og kofasalt var ekki mikill, en þó greinilegur maurasýrunni í vil, hvað snertir minna næringarefnatap við verk- unina og aðeins hærri meltanleika á fóðr- inu. í votheyinu, sem verkað var án íblönd- unarefna, var efnatapið við verkunina mest um helmingi meira af lífrænum efnum en í maurasýruvotheyinu. Þetta vothey var síðan notað í fóðrunar- tilraun með mjólkurkýr, þar sem saman- burður var gerður á þessum þremur teg- undum af yotheyi til mjólkurframleiðslu. Fóðrunartilraunirnar stóðu yfir í 3 vetur. Kýrnar átu votheyið vel og svipað magn af því í öllum flokkum, miðað við þurrefni. Mjólkurafköst kúnna í tilraunaflokkunum voru líka mjög svipuð í öllum flokkum. Þeg- ar vel er vandað til votheysgerðar án í- blöndunarefna, grasið aðeins látið þorna áður en það er hirt, saxað og votheys- geymslan fyllt á skömmum tíma, þá getur það verkast vel og orðið gott fóður. Hins- vegar skapar notkun maurasýru eða ann- arra íblöndunarefna fullkomið öryggi fyrir góðri verkun á heyinu. Votheysgerð hefur aldrei verið mikið útbreidd heyverkunaraðferð hér á landi, og aldrei minna notuð en nú, miðað við hey- öflunina í heild. Hún hefur af mörgum verið skoðuð sem vandræðaheyverkunar- aðferð, sem gripið er til þegar í óefni er komið með heyþurrkun í óþurrkatíð. Gras- ið þá um of sprottið og orðið skemmt. Und- ir slíkum kringumstæðum er ekki hægt að verka gott vothey þótt unnt sé að bjarga grasinu frá algerðri eyðileggingu. Fleiri ástæður eru hér fyrir minnkandi votheys- verkun. Undanfarin sumur hafa yfirleitt verið hagstæð til heyþurrkunar nema nokk- uð var úrfellasamt á Suðurlandi sumarið 1968. Súgþurrkunin hefur breiðst mikið út á síðari árum og skapað gríðar mikið ör- yggi við heyþurrkunina. Vinnan við að fóðra með votheyi er yfirleitt meiri en við þurrhey. Þrátt fyrir þessar staðreyndir, er það mín skoðun, að við megum ekki leggja vot- heysverkun niður heldur eigi að halda henni við, vanda til hennar og nota íblönd- unarefni eins og t. d. maurasýru, því stöð- ugt koma hér öðru hvoru mikil úrfellasum- ur sem torvelda þurrheysverkunina til muna. Hámjólka kýr Þá var skýrt frá umfangsmiklum fóðrun- artilraunum sem gerðar voru á hámjólka kúm — er mjólkuðu um 23 kg á dag — til að finna hvaða áhrif hlutfallið á milli hey- fóðurs og kjarnfóðurs í heildarfóðrinu hef- ur á heilsu, þrif og afurðagetu þeirra. í Noregi, eins og annars staðar á Norður- löndum, hefur kjarnfóðurnotkun aukizt mikið í seinni tíð. Sem dæmi má nefna, að 1957 var kjarnfóðureyðslan að meðaltali á kú í nautgriparæktarfélögunum 600 fóður- einingar eða um 600 kg af meðal kúafóður- blöndu. Árið 1967, 10 árum síðar, var kjarn- fóðureyðslan orðin 1160 fóðureiningar á hverja kú, eða nærri helmingi meiri. Tilraunir þessar stóðu yfir í 3 vetur og tilraunaflokkarnir voru tvö fyrstu árin tveir, en þrír þriðja árið. Voru þá tveir til- raunaflokkar sem fengu heygjöf eftir vild, annar eintómt vothey hinn bæði vothey og þurrhey. Þar sem þessir tilraunaflokkar gáfu líkar niðurstöður í tilrauninni verður samanburður á þeim ekki ræddur frekar hér. Kýr í þeim tilraunaflokkum, sem fengu hey eftir vild, átu að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum meira heyfóður en kýrn- ar, sem fengu takmarkaða heygjöf. Kjarn- fóðurmagnið, sem kýrnar fengu, var í öfugu hlutfalli við heygjöfina, þannig að heildar- fóðurmagn kúnna var að meðaltali jafnmik- ið í báðum tilraunaflokkunum. Kýrnar í heyflokkum fengu að meðaltali hver kýr á dag, frá 5,1 til 7,4 kg af kjarnfóðri en í kjarnfóðurflokkunum 9,4 til 10,1 kg að meðaltali á dag. 352 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.