Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1969, Side 48

Freyr - 01.09.1969, Side 48
ÁRNI JÓNSSON, fyrrum bústjóri á Skógum í Eyjafjallahreppi hefur frá 1. marz 1969, verið ráðinn til starfa sem erindreki Stéttarsam- hands hænda. Árni fæddist 26. 9. 1916 að Grænavatni í Mývatns- sveit. Árið 1936 lauk hann gagn- fræðaprófi frá Menntaskóla Ak- ureyrar, starfaði síðan heima að búskap unz hann réðist að Skóg- um árið 1945. Þar stjórnaði hann búi til 1968 er hann gerðist starfs- maður hjá harðærisnefnd og vann þar unz hann tók við hlutverki erindreka hjá Stéttarsamhandinu. ♦ BJARNI BJÖRNSSON, fæddur 11. októher 1943 í Reykjavík. Stúdent frá MR 1963. Útskrifaður frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1964. Lauk prófi við University of Leeds 1968. Fóðureftirlitsmaður hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins frá 1. janúar 1969. 4 ÖRN ÞORLEIFSSON, ráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, hef- ur gegnt hlutverki þar síðan 1966, en ekki hefur tekizt fyrr en nú að fá mynd af honum til birtingar í Frey. Starfssvæði hans er aðallega Suður-Múlasýsla. STEFÁN AÐALSTEINSSON, bú- fjárfræðingur, og starfsmaður við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins á Keldnaholti, hefur lokið doktors- prófi við Háskólann í Edinborg. Verkefni til doktorgráðu var um erfðir á litarhætti sauðfjár, byggt á rannsóknum á íslenzka sauðfénu. ♦ DIÐRIK JÓHANNSSON, sem um undanfarin ár hefur veitt forstöðu sæðingarstöðinni á Hvanneyri, hef- ur verið ráðinn sem framkvæmda- stjóri við nautastöð Búnaðarfélags íslands við Hvanneyri, frá 1. apríl s. 1. Til undirbúnings starfi þessu hefur Diðrik sótt námskeið í djúp- frystingu sæðis og meðferð þess, í Noregi. 4 BIRNIR BJARNASON heitir dýralæknirinn í Austur-Skafta- fellssýslu og ekki BIRGIR eins og misprentast hefur í síðasta hefti Freys. Menn og málefni 362 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.