Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1969, Qupperneq 41

Freyr - 01.09.1969, Qupperneq 41
BÚLKFLUTNINGUR FÓÐURVÖRU Það var í júlíbyrjun 1959 er eg var í fyrsta sinn staddur þar sem kraftfóður var flutt í búlkvagni heim til bænda. Þetta var á Heiðmörk í Noregi, og dvaldi ég um viku tíma við fóðurblöndunarstöðina á Stange eftir tilvísun dr. Spildo, forstjóra Kaup- félagsins í Osló. Umræddur búlkbíll var sá fyrsti, sem kaupfélagið notaði, en þá var ekki farið að selja vögglað fóður þar í landi, það var mjölblanda, sem soguð var inn í geyminn á bílnum og úr honum dælt í frumstæða kassa á loftum peningshúsa á bændabýlunum. Þetta gekk allt skikkan- lega, en þó bar á því, að kraftfóðrið vildi flokkast þannig, að hið grófasta hossaðist að útjöðrum geymanna og svo er ekki því að leyna, að fínasta mjölið vildi mynda skelfilegan þyril og nokkuð af því leitaði út um smugur og rifur, ef einhverjar voru á geymum þeim, sem bændur höfðu út- búið á loftunum yfir fjósum og svínahús- um. Síðan þetta skeði hefur heilmikið vatn runnið til sjávar, mikið kraftfóður verið notað og stórfelldar breytingar orðið í tæknibúnaði og meðferð allri við fram- leiðslu, flutninga og varðveizlu fóðurvöru. Hvað eftir annað hefur Freyr flutt grein- ar um nauðsyn þess að koma á nýju sniði með innflutningi fóðurvöru í búlk. Þeirri flutningaaðferð kynntist ég fyrst fyrir um það bil 30 árum er ég starfaði við korn- birgðastofnun danska ríkisins. Síðan hef ég hvað eftir annað heimsótt fóðurbirgða- stöðvar og blöndunarstöðvar erlendis og á árunum 1949—51 lagði ég talsverða vinnu í að kanna viðhorfin til nýtízku fóður- vinnslu hér á landi, og dvaldi þá nokkrar vikur erlendis í því skyni, fyrir tilmæli Vilhjálms Þór, er þá var forstjóri SIS og vildi kanna hvort tímabært væri fyrir okkur að viðhafa nýtízku háttu á þessu F R E Y R 355

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.