Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 37
PÉTUR GUNNARSSÚN:
Norskar
tilraunip
með bufé
Landbúnaðarháskólinn á Ási í Noregi hef-
ur það fyrir venju að boða til fundar hvert
annað ár og skýra frá þeim vísindalegu til-
raunum og rannsóknum á sviði búfjárrækt-
ar og jarðræktar, sem unnið er að á vegum
hans á hverjum tíma.
Búfjárræktarfundirnir eru yfirleitt
haldnir framan af vetri en jarðræktarfund-
irnir á útmánuðum.
Fundi þessa sækja búnaðarráðunautar og
kennarar bændaskólanna í Noregi, tilrauna-
stjórar og starfsfólk háskólans. Þá er ætíð
nokkrum fagmönnum frá hinum Norður-
löndunum boðið að sitja þessa merkilegu
fundi og er það vel þegið.
Dagana 5. og 6. des. sl. hélt Landbúnaðar-
háskólinn einn af þessum búfjárræktar-
fundum sínum. Var íslandi boðið að senda
menn á fundinn. Fékk ég tækifæri til að
sitja hann.
Alls voru um 250 manns á fundinum.
Þarna var skýrt frá fjölmörgum mjög at-
hyglisverðum rannsóknum og tilraunum,
meðal annars um fóðurrannsóknir og fóðr-
unartilraunir á nautgripum, sauðfé, svín-
um, hænsnum og minkum. Einnig var mik-
ið rætt um ræktun búfjár, val á lífdýrum
og meðferð þeirra.
Þar sem búskaparhættir hér líkjast í
mörgu þeim norsku er mikill fengur fyrir
okkur að fylgjast gjörla með rannsókna-
starfsemi Norðmanna á sviði landbúnaðar-
ins, læra af þeim og nota þeirra miklu
reynslu í þessum efnum, eftir því sem við á.
Að þessu sögðu, vil ég skýra hér frá
nokkrum tilraunum, sem voru til umræðu á
fundinum og snerta fóðurrannsóknir og
fóðrunartilraunir á nautgripum og sauðfé.
Hér verður aðeins stiklað á helztu atrið-
um um þýðingu, tilhögun og niðurstöður
tilraunanna.
V otheysverkun
Fyrst skal skýra frá tilraunum með vot-
heysverkun.
Tilgangur þeirra var að gera samanburð
á votheysverkun með og án íblöndunar-
efna sem notuð eru til að bæta verkunina.
Fjölmörg íblöndunarefni hafa verið reynd
og notuð við votheysgerð á síðari árum
víðsvegar í heiminum, en í þessu tilfelli
var gerður samanburður á maurasýru og
kofasalti, sem er kalsíumsaltið af maura-
sýru. Þess má geta, að notkun maurasýru
við votheysgerð hefur í mörgum löndum
náð mikilli útbreiðslu, meðal annars hef-
ur hún verið reynd hér nokkuð og gefist
vel.
Á Landbúnaðarháskólanum í Noregi hafa
votheysrannsóknir og fóðrunartilraunir
með vothey, sér í lagi handa mjólkurkúm
og sauðfé, verið framkvæmdar í stórum
stíl á undanförnum árum undir handleiðslu
hins heimskunna fóðurfræðings dr. Knut
Breirem.
Votheyið var notað til fóðrunartilrauna á
mjólkurkúm. Maurasýran var blönduð í
hlutfalli 1 lítri af sýru móti 4 lítrum af
vatni og blöndunni dreift í grasið við inn-
látningu. Eitt árið var sýran notuð óblönd-
uð og henni úðað saman við grasið. Notuð
voru 3 kg af sterkri sýru í tonn af grasi. Af
kofasalti var notað 3 til 3,1 kg í hvert tonn
af grasi, Grasið er notað var í votheyið sem
verkað var án íblöndunarefna, var þurrkað
nokkuð fyrir innlátungu svo þurrefni þess
var um og yfir 30%.
Votheysgeymslurnar voru fylltar sam-
tímis á tveimur dögum og þaktar með plast-
yfirbreiðslum.
F R E Y R
351